Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 2020, Qupperneq 38

Sveitarstjórnarmál - 2020, Qupperneq 38
SVEITARSTJÓRNARMÁL Verkefnið um Heilsueflandi vinnustaði byggir á sömu hugmyndafræði og verkefni embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi leik-, grunn-, og framhaldsskóla. Um er að ræða spennandi verkefni sem allir starfsmenn vinnustaðarins geta sameinast um til betri heilsu og vellíðunar. Á tilraunatímabilinu stendur þeim stendur til boða margvísleg fræðsla og stuðningur. Markmið verkefnisins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði. Verkefnið skiptist að megin atriðum til í átta flokka; stjórnunarhætti, starfshætti, vinnuumhverfi, vellíðan, hreyfingu og útiveru, hollt mataræði, umhverfi og áfengi, tóbak og önnur vímuefni. Samband íslenskra sveitarfélaga er heilsueflandi vinnustaður 38 Samband íslenskra sveitarfélaga er einn 10 vinnustaða sem valinn var til að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum embættis landlæknis, Vinnueftirlits ríkisins og VIRK - starfsendurhæfingasjóði Stofnaður hefur verið stýrihópur innan sambandsins þar sem fulltrúar flestra sviða eiga sæti ásamt fulltrúa stjórnenda. Stýrihópurinn mun skipuleggja og velja áhersluþætti úr markmiðunum átta sem nefnd voru hér að framan. Lögð er áhersla á að velja ekki of mörg viðmið í byrjun til að vinna með en fylgja þeim viðmiðum sem valin eru þeim mun betur eftir. Í verkefninu er lögð áhersla á ólíkar þarfir starfsfólks og að taka þurfi tillit til menningar, aldurs, kyns, líkamsgerðar, ólíkra starfa o.s.frv. Áhersla er á að þau viðmið sem valin eru nái til allra á vinnustaðnum. Þátttaka í verkefninu er valfrjáls innan vinnustaðarins. Valgerður Rún Benediktsdóttir nýr lögfræðingur hjá sambandinu Valgerður Rún Benediktsdóttir er komin til starfa á lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga. Valgerður Rún er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem lögfræðingur og mannauðsstjóri Menntamálastofnunar og þar áður sem skrifstofustjóri skrifstofu viðskipta, nýsköpunar og ferðamála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Valgerður Rún hefur m.a. setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins, verið formaður stjórnar Flugþróunarsjóðs og setið í fjölda nefnda og ráða á vegum Stjórnarráðs Íslands.” Valgerður Rún Benediktsdóttir lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.