Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Gráir fyrir járnum Lítill en stækkandi hópur fólks er þessi misserin að brýna sverðin fyrir væntanlega stórorrustu. Hópur þessi nefnir sig Gráa herinn og er félags- skapur sem á rætur að rekja til Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenn- is. Ekki stendur til að berjast fyrir mjúkum málum á borð við stærra hús- næði undir félagsvistina, eða þægilegri sundtímum í laugum borgarinnar. Nei, markmið Gráa hersins er miklu stærra og þýðingarmeira og snertir þorra Íslendinga sem komnir eru á miðjan aldur. Hópurinn ætlar að berjast fyrir mannsæmandi kjörum og almennt að borin verði virðing fyrir réttind- um eldra fólks. Réttindum sem þetta fólk hefur sannanlega unnið sér inn með fimmtíu ára þátttöku á vinnumarkaði og greiðslum til samfélagsins all- an þann tíma. Ef fram fer sem horfir verður innan tíðar dómtekið mál Gráa hersins á hendur íslenska ríkinu vegna meintra óheimillar skerðingar á líf- eyri frá Tryggingastofnun ríkisins til eftirlaunafólks. Fullyrt er að brotið sé á eignarrétti eldra fólks með því að skerða ellilífeyri á grundvelli greiðslna úr lífeyrissjóði. Nú mun verða látið á það reyna. Vel má kalla þessa skerðingar krónu á móti krónu í boði ríkisins því ef lífeyrisþegi fær hundrað kall úr lífeyrissjóði sínum, fær sá hinn sami ekki hundrað kallinn sinn frá Tryggingastofnun, samtryggingarkerfi allra lands- manna. Því má segja að ríkið þjóðnýti þennan sparnað sem fólk hefur talið sig vera að leggja til efri áranna með greiðslum í lífeyrissjóð. útkoman er nokkurn veginn sú að þegar upp er staðið fá þeir sem þénað hafa meðallaun og þar undir ekkert meira í aðra hönd, en jafnaldrar þeirra sem aldrei hafa greitt krónu í lífeyrissjóð. Raunar er þetta fortakanlega ósanngjarnt og með ólíkindum að stjórnmálafólk samtímans og síðustu ára skuli láta þetta yfir fólk ganga. Þessi gjörningur er engu að síður í boði íslenskra stjórnvalda, fjórflokksins og allra hinna smástirnanna. Mér sýnist nefnilega að enginn flokkur sem á fulltrúa á hinu háa Alþingi nú sé að bera því við að tala máli eldra fólks. Einhverra hluta vegna hefur enginn þor til þess, nú eða kannski ekki vilja. Af þeim sökum hyggst nú hópur dugandi eldra fólks, þvert á stjórnmálaflokka, trúarskoðanir, bakgrunn eða kyn, taka höndum saman og ætlar í mál við ríkið. Hingað og ekki lengra. Á síðasta ári upplýsti félagsmálaráðherra í kjölfar fyrirspurnar um málið að það myndi kosta ríkissjóð 42,4 milljarða króna ef allar skerðingar á elli- lífeyri yrðu aflagðar. Þessir útreikningar hafa nú legið fyrir í tæpt ár. Samt sem áður hefur ekkert verið rætt um hvort og hvenær ríkið ætlar að girða sig í brók og framkvæma þessa sjálfsögðu leiðréttingu. Ég ætla að gerast stuðningsaðili Gráa hersins í þeirri baráttu sem fram- undan er. Ég geri mér engu að síður grein fyrir því að ríkissjóður þarf að fjármagna þessa 42 milljarða. Ef ekki kemur til aukin skattheimta, þá þarf að skerða útgjöld til hins opinbera sem þessu nemur. Líklega er farsælast að fara bil beggja, það er að hækka skatta á þá sem aflögu eru færir en draga jafnframt úr útgjöldum með því að leggja af óþarfa stofnanir, ráð, nefndir og aðrar þær afætur kerfisins sem mega missa sín strax í dag. Í það minnsta á fólk sem komið er að starfslokaaldri ekki að þurfa að óttast að gerast ör- eigar í eigin landi við það eitt að hætta þátttöku á vinnumarkaði. Fólk á ekki að þurfa að flýja land af því þar er hægt að framfleyta sér fyrir lægri upp- hæð. Það á enginn að þurfa að láta bjóða sér það. Ég ætla að ganga svo langt að fullyrða að þetta hagsmunamál verði það einstaka mál sem harðast verði tekið á um í aðdraganda kosninga eftir rúmt ár. Það er að segja ef ekki verður búið að lagfæra óréttlætið fyrir þann tíma. Því ættu nú að hugsa vel sinn gang gamlir og steinrunnir stjórnmálaflokkar, sem telja sig ganga að vísum atkvæðum flokkshollra velunnara sem komnir eru við aldur. Þeir eru búnir að taka út þá hollustu sem þeir áttu inni. Magnús Magnússon Verk- og kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar vegna dýpkunar Reykhólahafnar var lögð fram á janúarfundi sveitarstjórnar Reyk- hólahrepps. Tilboð Hagtaks í verkið hljóðar upp á 36.750 þús. krónur og þarf sveitarfélagið að greiða 10% þess kostnaðar. Sam- þykkti sveitarstjórn að ráðstafa 3.650 þús. krónum í verkkaup vegna dýpkunar hafnarinnar. Verður þeim útgjöldum mætt af áætluðum rekstrarafgangi ársins, sem verður rétt rúm 41 milljón króna eftir breytinguna. Sveitar- stjórn lýsti jafnframt yfir ánægju sinni með að nú stæði til að ráð- ast í dýpkun hafnarinnar, enda hefði það lengi staðið til. Tryggvi Harðarson, sveitar- stjóri Reykhólahrepps, kveðst eiga von á að dýpkunarfram- kvæmdir geti hafist mjög fljót- lega. Upphaf framkvæmda sé þó háð veðrinu. „Þeir [Hagtak; innsk. blms.] eiga eftir tveggja daga dýpkun á Arnarstapa en það hangir á veðrinu hvenær þeir klára það. Síðan tekur það vænt- anlega dag eða tvo að koma tól- um og tækjum hingað á Reyk- hóla,“ segir Tryggvi í samtali við Skessuhorn á miðvikudag. „Þannig er það veðrið sem mun ráða því hvenær þeir komast en ég vona að það verði sem allra fyrst,“ segir sveitarstjórinn. kgk Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í sam- ráði við sóttvarnalækni og emb- ætti landlæknis vegna kórónaveir- unnar (2019-nCoV). Ekkert smit hefur þó verið staðfest á Íslandi. Á vef Almannavarna kemur fram að í lok desember 2019 bárust fregn- ir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína. „Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kór- ónaveiruafbrigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV. Staðfest er að veiran smitast á milli manna og að hún getur valdið alvarleg- um veikindum. Faraldurinn breið- ist hratt út en enn sem komið er hafa flest tilfellin greinst í Kína. Í ljósi þessa, og á grundvelli áhættu- mats Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar og Sóttvarnarstofnunar ESB, hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissustigi almannavarna í sam- ráði við sóttvarnalækni og emb- ætti landlæknis vegna kórónaveiru (2019-nCoV).“ Óvissustigi er lýst þegar grun- ur vaknar um að yfirvofandi sé at- burður sem hefur áhrif á lýðheilsu. Í kjölfarið er samstarf stofnana aukið, sem og upplýsingamiðlun. Vöktun er efld, áhættumat endur- skoðað svo oft sem þurfa þykir og birgðastaða nauðsynlegra bjarga er könnuð og skráð. Farið er yfir viðbragðsáætlanir og fyrirliggjandi verkferla. mm Forsvarsmenn Junkyard, vegan- vagnsins á Akranesi, hafa tilkynnt að vagninn verði lokaður frá og með 1. febrúar næstkomandi. Junkyard var opnaður af hjónunum Daniel Iv- ánovics og Evu Helgadóttur í mars á síðasta ári og fékk hann strax góð- ar viðtökur, en aðeins er seldur veg- anmatur í vagninum. Í tilkynning- unni á Facebook síðu fyrir vagninn segir að ástæða lokunarinnar teng- ist ófyrirséðum fjölskylduaðstæð- um og meiðslum. Þá er einnig tekið fram að einn daginn muni vagninn á Akranesi verða opnaður að nýju. Vagninn verður opinn alla daga nema mánudaga og þriðjudaga út þennan mánuð. arg Heilbrigðisstarfsmenn flytja hér sjúkan einstakling í borginni Wuhan í Kína. Ljósm. Getty Images. Óvissustigi lýst yfir vegna kórónaveiru Veganvagninum á Akranesi lokað Veganvagninn var opnaður í mars á síðasta ári en verður lokað frá og með 1. febrúar næstkomandi. Ljósm. úr safni/kgk Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, vonast til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Ljósm. úr safni/ kgk. Dýpkun Reykhólahafnar hefst innan tíðar Horft yfir hluta hafnarsvæðisins á Reykhólum frá bryggjunni. Þörungaverk- smiðjan fyrir miðri mynd og húsnæði Norðursalts til hægri. Ljósm. úr safni/ bae.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.