Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 202030 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Heldur þú upp á bóndadaginn? Spurni g vikunnar (Spurt á bóndadaginn í Borgarnesi) Guðrún Kristinsdóttir Já. Kristján Pétursson Já, ég fæ mér þorramat. Steinunn Pálsdóttir Já, svolítið. Angela Gonder Nei. Bjarni Jónsson Að sjálfsögðu. Keppt var í sundi á Reykjavíkurleik- unum um síðustu helgi. Alls tóku 315 keppendur þátt í mótinu, þar af 115 erlendir. Sundfélag Akraness átti níu keppendur á Reykjavíkur- leikunum að þessu sinni. Bestum árangri þeirra náði Enrique Snær Llorens sem hreppti silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. Brynhildur Traustadóttir synti til úrslita í 200 m skriðsundi og Guð- björg Bjartey komst í úrslit í 50 m bringusundi en þær komust ekki á pall að þessu sinni. kgk Körfuknattleikskonan Gunn- hildur Gunnarsdóttir var val- in körfuknattleiksmaður ársins og íþróttamaður ársins 2019 hjá Héraðssambandi Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Greint var frá valinu á föstudagskvöld. Gunnhildur hefur leikið megn- ið af sínum ferli með Snæfelli og verið ein besta körfuknattleik- skona landsins um langt skeið. Með Snæfelli hefur hún þrisv- ar sinnum fagnað Íslandsmeist- aratitlinum og einu sinni orðið bikarmeistari, auk þess að hafa margoft verið valin í lið ársins. Hún á að baki 52 landsleiki, þar af 36 með A landsliði Íslands þar sem hún hefur verið fastamaður frá árinu 2012. „Nálgun Gunn- hildar á íþróttinni er aðdáunar- verð, ávallt lagt sig 100% fram, er sannur leiðtogi innan vallar sem utan, gefur mikið af sér og er frá- bær fyrirmynd,“ segir um útnefn- inguna á Facebook-síðu Körfu- knattleiksdeildar Snæfells. Aðrir sem hlutu viðurkenning- ar voru: Siguroddur Pétursson, hestamaður HSH, Heiða Lára, Guðmundsdóttir, skotíþróttakona HSH, Margrét Helga Guðmunds- dóttir, blakkona HSH, Ari Berg- mann Ægisson, frjálsíþróttamaður HSH, Emir Dokara, knattspyrnu- maður HSH og Sigurþór Jóns- son, kylfingur HSH. Þá var stjórn Körfuknattleiksdeildar Snæfells sæmd viðurkenningunni vinnu- þjarkar HSH á árinu 2019. kgk/ Ljósm. sá. Kristín Þórhallsdóttir úr Kraftlyft- ingafélagi Akraness hafnaði í þriðja sæti í kvennaflokki í klassískum kraftlyftingum á Reykjavíkurleik- unum 2020. Hún lyfti 170 kg í hné- beygju, 87,5 kg í bekkpressu og 180 kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur var því 437,5 kg sem skil- aði henni 677,4 IPF stigum. Varð hún hlutskörpust í 84 kg flokki og þriðja í heildarstigakeppninni. Hin bandaríska Kimberly Walford fór með sigur af hólmi í kvennaflokki og Arma Ösp Gunnarsdóttir varð önnur. Akexander Örn Kárason, úr Kraftlyftingafélagi Akraness varð annar í 105 kg flokki karla. Hann lyfti 245 kg í hnébeygju, 165 kg í bekkpressu sem er met í ung- mennaflokki og 250 kg í réttstöðu- lyftu. Samanlagður árangur var 660 kg sem skilaði Alexander 616,3 IPF stigum og ellefta sæti í heildarstiga- keppninni. Liðsfélagi hans Einar Örn Guðnason varð þriðji í 120 kg flokki. Hann lyfti 250 kg í hné- beygju, 180 kg í bekkpressu og 270 kg í réttstöðu. Samanlagður árang- ur Einars var 730 kg og skilaði það honum 625,4 IPF stigum og tíunda sæti í heildarkeppninni. kgk Kristrún Bára Guðjónsdóttir úr Ka- ratefélagi Akraness, vann til brons- verðlauna í kata á Reykjavíkurleik- unum um síðustu helgi. Kristrún keppti í ungmennaflokki, en auk þess að leggja stund á íþróttina er hún jafnframt þjálfari hjá Karate- félagi Akraness. kgk Skagamenn máttu sín lítils gegn Stál-úlfi, þegar liðin mættust í 2. deild karla í körfuknattleik á sunnudaginn. Leikið var á heima- velli Stál-úlfs í Fagralundi í Kópa- vogi og lauk leiknum með stórsigri heimamanna, sem skoruðu 108 stig gegn 71 stigi ÍA. ÍA situr í ellefta sæti deildarinnar með sex stig, jafn mörg og Leikn- ir R. í sætinu fyrir ofan en Skaga- menn hafa spilað tveimur leikj- um fleira. Fyrir neðan ÍA eru Ár- menningar stigalausir á botninum, en þeir eru einmitt næstu andstæð- ingar ÍA í deildinni. Leikur Skaga- manna og Ármenninga fer fram á Akranesi laugardaginn 1. febrúar næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Bandaríska knattspyrnukonan Jac- lyn Poucel hefur samið við ÍA á nýjan leik. Samningur hennar gild- ir út tímabilið 2020 og mun hún því leika með liði Skagakvenna í In- kasso deildinni í sumar. Jaclyn, sem leikur stöðu varnar- manns, er Skagamönnum af góðu kunn því hún lék 19 leiki með ÍA í Pepsi deildinni sumarið 2016. „Jac- lyn er mikill liðsstyrkur fyrir ungt lið Skagamanna,“ segir á vef KFÍA. kgk Þau hlutu viðurkenningar þegar greint var frá valinu á íþróttamanni ársins hjá HSH. Gunnhildur er íþróttamaður HSH Gunnhildur Gunnarsdóttir, íþrótta- maður HSH 2019. Jaclyn Poucel og Sigurður Þór Sigursteinsson, framkvæmdastjóri KFÍA, handsala samninginn. Ljósm. KFÍA. Jaclyn aftur til ÍA Kristín þriðja á Reykjavíkurleikunum Kristín Þórhallsdóttir (t.h.) á verðlaunapalli á Reykjavíkurleikunum. Ljósm. fengin af vef Kraftlyftingasambands Íslands. Töpuðu stórt á útivelli Enrique Snær hreppti silfrið Enrique Snær Llorens syndir á Reykjavíkurleikunum. Ljósm. SSÍ/ Golli. Kristrún Bára á verðlaunapalli á Reykjavíkurleikunum. Ljósm. Karatefélag Akraness. Kristrún með brons í kata

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.