Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 202028 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Það er svo merkilegt að það er ekki fyrr en náttúran tekur völdin og veit- ir okkur innsýn inn í þær heljargreip- ar sem hún hefur á okkar stórbrotna og fallega landi að við verðum meðvit- uð um hversu breitt bilið er að verða milli landsbyggðarinnar og borgarbúa. Þetta sést glöggt á þeim fréttum sem fylgja stórum atburðum eins og snjó- flóðunum á Vestfjörðum. Þá kemur því miður upp það undarlega skilningsleysi sem elítan á höfuðborgarsvæðinu hef- ur gagnvart náttúruöflunum og þeim landsmönnum sem lifa í samlyndi við náttúruna frá degi til dags. Meðal þess sem ég hnaut um í þess- ari umræðu var tillaga eins þekkts þátta- stjórnanda á Ríkisútvarpinu. Hann fékk þá flugu í höfuðið að skynsam- legra væri að flytja fólkið á Neskaup- stað en að fjárfesta í ofanflóðavörnum. Vörnum sem tryggja eiga að íbúar sem og eigur þeirra séu örugg yfir vetrar- tímann. Þessi hugmynd RúV-arans stuðaði marga, eðlilega, enda sýnir hún mikið kaldlyndi gagnvart fólkinu okkar á Norðfirði. Það er ekkert sjálfsagt við að segja fólki hvar það má og hvar það má ekki eiga heima. Elítan í borginni verður að fara að átta sig á því, annað er of- beldi. Í kjölfar snjóflóðanna árið 1995 var settur á fót ofanflóðasjóður sem er fjármagnaður með því að fasteignaeig- endur greiða viðbótarskatt sem nota á í framkvæmdirnar. Þegar spurt var út í sjóðinn, nú eftir flóðin í janúar, þá kom hins vegar í ljós að um helming- inn af því fjármagni vantaði og enginn ráðamaður virðist geta skýrt hvert pen- ingarnir fóru. Þær varnir sem áttu að vera löngu tilbúnar eru það því ekki og verða ekki í bráð. Það er engin furða að fólkið á þessum óvörðu svæðum sé bæði skelkað og reitt enda hefur það fullan rétt á því. Ríkisstjórninni þótti þetta þó ekk- ert sérstakt tiltökumál enda hafa þau svo sannarlega ekki lagt sig í fram- króka við að útskýra týnda fjármagn- ið og seinkun á framkvæmdum fyrir þjóðinni. Þeirra framlag var hins veg- ar að skella sér skælbrosandi um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og láta hana flytja sig vestur. Þjóðin tók að sjálfsögðu misjafnlega vel í þetta útspil. Sumum fannst ekki við hæfi að brosa í slíkri ferð. Öðrum gramdist að þyrla Landhelgisgæslunnar væri notuð undir skoðunarferðir ráðherra þar sem hún er neyðartæki en ekki einkaþyrla elít- unnar. Enn aðrir vildu heldur sjá tíma þessa fólks varið í að finna fjármagnið sem vantar í ofanflóðasjóðinn. Ég var að einhverju leyti sammála öllu þessu fólki. Mér fannst sárvanta samkennd- ina og sárvanta skiln- inginn á því sem raunverulega hafði átt sér stað. Auðvitað megum við þakka fyrir að ekki fór verr og ekkert mannslíf glatað- ist að þessu sinni. Það má þó ekki loka augunum fyrir þeirri staðreynd að ung- lingsstúlka grófst undir í flóðinu og það er mikil mildi og ekki síður hetjudáð björgunarsveitarmanna að hún bjarg- aðist. Stúlkan var heppin en það mun eflaust taka hana einhvern tíma að sleikja sárin og finna til öryggis aftur á heimili sínu. Af sjö bátum í höfninni á Flateyri var það bara einn bátur, Aldan hans Gísla Jóns Kristjánssonar, sem slapp þegar snjóflóðið féll á höfnina. Vissu- lega eru bátar dauðir hlutir og við vilj- um öll frekar sjá skemmda báta en fólk sem grafist hefur í fönn. Það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að tryggja af- komu þeirra sem búa á Flateyri líka. Snjóflóðavarnirnar hefðu átt að vernda höfnina. Það kemur svo í ljós við rann- sóknir á atburðinum að varnargarðarn- ir hafi ekki verið hannaðir fyrir flóð sem fór á svo miklum hraða, en fyrir hvað voru þeir þá hannaðir? Eitt af því mikilvægasta sem við Ís- lendingar höfum er samkennd hvert með öðru. Í kjölfar snjóflóðanna þá var talað um að við værum öll Vestfirðing- ar og við værum öll ein fjölskylda. Ég tel það að miklu leyti vera rétt en það er ekki nóg að ríkisstjórnin notist við fögur fyrirheit þegar framkvæmdirnar verða svo eitthvað allt annað. Ég vil að þeir fjármunir sem vantar í sjóð fyrir ofanflóðavarnir séu fundnir og framkvæmdir hefjist tafarlaust. Ég vil ekki meira tal frá RúV-örum á hjóli um hvar fólk eigi að búa og hvar ekki. Ég vil styðja við atvinnulíf úti á landi, tryggja að fólkið okkar hafi í sig og á og missi ekki allt sitt á augabragði þegar náttúr- an lætur á sér kræla. Reykjavík er ekk- ert betri staður til að búa á en Vestfirð- ir, Skagafjörður, Austurland eða aðrir staðir á landinu. Það á ekki að taka eina staðsetningu fram yfir aðra heldur á að gera þeim öllum jafn hátt undir höfði. Þetta er það sem ég tel okkur eiga að vinna að saman á næstu misserum. Að verða ekki bara ein stór fjölskylda þegar eitthvað bjátar á heldur vera það alltaf. Því við erum Íslendingar og Íslendingar standa saman í blíðu og stríðu. Franklín Jónsson Höf. er viðskipta- og hagfræðingur. Nú á dögunum fengu íbúar Borg- arbyggðar senda fasteignagjalda- seðla fyrir árið 2020. Og eins og stundum áður er hækkun fasteignagjalda rífleg í Borgarbyggð, en fasteignaskatt- ur eins og hann birtist í Borgar- nesi, a.m.k. hjá undirrituðum, þá er hækkunin milli ára 7,9% eða u.þ.b. þreföld hækkun verðlags á sama tíma. Líklega er það stefna meirihlut- ans að ná aftur þeirri stöðu sem var árið 2016 að vera með ein- hver hæstu fasteignatengugjöld á byggðu bóli á Íslandi. Samkvæmt svokölluðum lífs- kjarasamningi var miðað við að hækkun á opinberri þjónustu og sköttum yrði í samræmi við verð- lag eða um 2,5% milli áranna 2019 og 2020. Það samkomulag hefur bersýnilega farið framhjá meirihluta sveitarstjórnar Borgar- byggðar. Og líklega getum við vænst þess að núverandi meirihluti Íhalds, Samfylkingar og viðhengis, stæri sig af frábærri fjármálastjórn og afburða góðum rekstri sveita- félagsins. Borgarnesi, 25. janúar 2020 Guðsteinn Einarsson. Í þrjátíu ár eru Íslendingar búnir að ræða kosti og ókosti kvótakerfisins. Annars vegar sem fiskveiðistjór- nunarkerfis og hins vegar sem hags- tjórnartækis. Að hinu síðara hefur gagnrýni manna einkum beinst all- ar götur frá því sú lagabreyting var innleidd að heimilað var að versla með kvóta, leigja hann og veðsetja. Þetta gerði Alþingi árið 1990. Nú er varla lengur deilt um af- leiðingarnar. Þetta fyrirkomulag sem þarna var innleitt hefur valdið mikilli byggðaröskun, samþjöppun, misskiptingu og færa má rök fyrir því að ein höfuðorsök fyrir hruninu eigi þarna rót sína, nefnilega þegar óheyrilegt fjármagn var flutt út úr sjávarútvegi og inn í heim fjárfest- inga og gróðabralls ekki aðeins hér á landi heldur einnig og ekki síður út fyrir landsteinana. Í kauphöllinni í London og New York er mönnum slátt sama um hvað gerist á Flateyri eða Akranesi. Þetta er breytingin sem hefur orðið á Íslandi og er enn að ger- ast fyrir augunum á okkur án þess að nokkuð sé að gert. Augu manna opnast þó alltaf betur og betur fyr- ir þessum veruleika og er það mín tilfinning að mikil undiralda sé að rísa í samfélaginu gegn þessu kerfi og þá jafnframt fyrir kerfi sem er byggðavinsamlegra og mannvin- samlegra. Hafin er fundaherferð um land- ið undir fyrirsögninni „Gerum Ís- land heilt á ný – kvótann heim.“ Hugsunin þarna að baki er sú að kvótakerfið í þeirri mynd sem við þekkjum það hafi brotið samfélagið og sé verkefnið að gera það heilt á ný. Kvótann heim þýðir síðan að tryggja þurfi að eignarhald á sjáv- arauðlindinni verði ekki bara orð- in tóm heldur raunveruleg á borði. Kvótann heim þýðir einnig að færa þarf ráðstöfunarrétt og nýtingu auðlindarinnar til sjávarbyggðanna víðs vegar um landið. Oft heyrist því fleygt að við búum við besta fiskveiðikerfi í heimi og visa þá til þess mikla arðs sem kerfið færi. Lykilatriði er að þá verði spurt hvert sá arður renni. Fari hann í vasa fárra en gagnist ekki öllum al- menningi sem skyldi þá getum við varla gefið kerfinu ágætiseinkunn. Sjálft hugtakið arðsemi er vara- samur vegvísir, nær væri að tala um ávinning og þá hvernig hann rati í maga þjóðarinnar allrar, til einstak- linga og fjölskyldna og til uppbygg- ingar á samfélagi okkar. Það gerir núverandi kerfi ekki sem skyldi. Nú stendur til að efna til fundar á Akranesi í Gamla Kaupfélaginu, næstkomandi laugardag. Þar flytur Gunnaer Smári Egilssson, blaða- maður, inngangserindi en til hans leitaði ég eftir að hafa fylgst um árabil með skrifum hans um kerf- ið og afleiðingar þess. Nálgun hans þykir mér í senn fræðandi og vekj- andi enda nýstárleg um margt. Ég leyfi mér að hvetja Skaga- menn til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umærðu um þetta bren- nadi málefni sem Akranes þekkir svo vel af eigin raun. Fundurinn hefst klukkan tólf og stendur í tvo tíma. Er hægt að breyta kerfinu, er það ekki orðið of seint? Á Íslandi ætlum við að vera næstu nokkur hundruð árin að minnsta kosti. Atvinnuhættir eiga eftir að þróast og breytast í rás tímans. Við þurfum að vera opin fyrir því hvað best hentar okkur sem samfé- lag og þá einnig því lifríki sem við byggjum afkomu okkar á. Í þessu samhengi megum við aldrei verða fórnarlömb nauðhyggju. Það er aldrei of seint að gera kerfisbreytingar. Hins vegar verða þær erfiðari ef við látum hefðina festa ráðstöfunarétt sameiginlegra auðlinda okkar í höndum fárra ein- staklinga í krafti auðvalds þeirra. Ögmundur Jónasson Pennagrein Pennagrein Pennagrein Fasteignagjöld í Borgarbyggð 2020 Kvótann heim Í blíðu og stríðu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.