Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 202020 Andrea Þ. Björnsdóttir er Skaga- maður ársins 2019. Þetta var til- kynnt á Þorrablóti Skagamanna sem fram fór í Íþróttahúsinu við Vesturgötu síðastliðið laugardags- kvöld. Það er bæjarráð Akraness sem staðfestir val á Skagamanni ársins hverju sinni. Fram kom í ávarpi sem Elsa Lára Arnardóttir, formaður bæjarráðs flutti, að Andr- ea hljóti verðlaunin fyrir óeigin- gjarnt starf hennar við aðstoð við þá sem glíma við alvarleg veikindi. Hún er sífellt að gefa af sér í þágu annarra og kjörorð hennar er „Það er ljúft að hjálpa“. Þessa köllun hafi hún fengið fyrir mörgum árum og vill hún með því færa þakkir fyrir þá aðstoð sem hún sjálf hefur þeg- ið og börn hennar. Andrea nýtir lausar stundir til að selja varning til stuðnings þeim sem glíma við veik- indi. Kaupir meðal annars afskurð af lakkrís sem til fellur við fram- leiðsluna í verksmiðjunni og sel- ur ferskan eftir pöntunum og með því að standa vaktir í verslanamið- stöðvum og víðar. Nýtur hún einn- ig aðstoðar barna sinna við söluna. Andrea hefur staðið fyrir þessu starfi í mörg ár, en þess má geta að þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún er verðlaunuð fyrir mannúðarstörf sín, en hún var kjörin Vestlending- ur ársins 2016 af lesendum Skessu- horns fyrir starf sitt í þágu sjúkra og annarra sem þurfa aðstoð. „Við þurfum alltaf að hjálpa náunganum, megum ekki undir neinum kringumstæðum gleyma þeim sem hjálpar er þurfi,“ segir Andrea í samtali við Skessuhorn og bætir við: „Það er ekkert sem gef- ur mér meira í lífinu en að leggja þeim lið sem þurfa. Því er ég afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu sem samfélagið hér á Akranesi er að veita mér.“ Amma Andrea Við kynningu á Skagamanni árs- ins sagði Elsa Lára Arnardóttir meðal annars: „Skagamaður árs- ins er fæddur í Grundarfirði en flutti hingað á Flórídaskagann fyr- ir mörgum árum síðan. Hefur búið hér á Skaganum og utan hans frá þeim tíma, en flutti aftur heim fyr- ir nokkrum árum síðan. Skaga- maður ársins hefur sinnt ýmsum störfum, m.a. í skóla, við heimilis- hjálp og hjá HB Granda. Áhuga- málin eru samvera með börnum og barnabörnum, prjónaskapur, bakstur og að láta gott af sér leiða. Undanfarin ár hefur Skagamað- urinn svo sannarlega látið gott af sér leiða með því að safna fyrir þá sem þurfa að takast á við stór verk- efni í lífinu eins og alvarleg veik- indi. Ég veit að stuðningurinn hef- ur skipt máli og sá hlýhugur sem fylgir í verki fer ekki fram hjá nein- um. Leiðarljós Skagamanns árs- ins í þessu verkefni er að gefa til baka þann stuðning sem hann fékk fyrir sjálfan sig og börnin sín fyr- ir mörgum árum síðan. Þetta er merki um fallegt hjartalag og ein- staka hugsun. Samkvæmt mínum upplýsingum elskar Skagamaður ársins bleikt og engla. Skagamað- ur ársins gengur oft undir nafninu „Amma Andrea“ og er nafnið til komið vegna þess að hún er tilbú- in til að vera amma allra barna sem þurfa á að halda.“ Góðverkum vill gjarnan sinna Líkt og venja er þegar Skaga- maður ársins er valinn er flutt ljóð sem Heiðrún Jónsdóttir starfmaður á bæjarskrifstofu Akraneskaupstað- ar hefur sett saman. Flutti hingað forðum daga fann sinn bústað hér á Skaga. Oft þó væri ekki gaman endum frægum ná hér saman, og fengjust engir fullir sjóðir fundust aðrir kostir góðir. Ýmis störfin unnið hefur af sér hlýju og kærleik gefur. Góðverkum vill gjarnan sinna gleðja þá sem hafa minna. Aðstoðin var áður þegin, annarra nú greiðir veginn. Allskonar vill englum safna aldrei bleikum litum hafna. Elskar sína afkomendur, öðrum börnum réttir hendur. Faðmar krakkaanga alla, ömmu hana margir kalla. mm Skýrsla Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Öll él birtir upp um síðir, kom út á mánudaginn í síð- ustu viku, 20. janúar. Markmið skýrslunnar var að greina hvaða búsetuskilyrði væru líklegust til að ýta undir fólksflutning úr sveit- um. Var það gert með því að bera saman ánægju íbúa í sveitum með ýmis búsetuskilyrði við ánægju íbúa í þéttbýli. „Þegar svörunum var skipt upp á milli þessara aðila, kom í ljós að búseta fyrri hópsins er að- allega næm fyrir vinnumarkaðsleg- um þáttum og því sem tengist þjón- ustu við fjölskyldufólk,“ segir í frétt á vef SSV, en þar er jafnframt farið í stuttu máli yfir helstu niðurstöður skýrslunnar. Nær öll búsetuskilyrði eru metin verri til sveita en í þétt- býli utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir þættir sem voru taldir bæði verri og mikilvægari til sveita voru þættir á borð við vegakerfið, far- símasamband og nettengingar. Svörun íbúa í dreifbýli var skipt í tvennt; þá sem búa nær höfuð- borgarsvæðinu og þá sem búa fjær því. Mesti munurinn á hópunum tveimur birtist í afstöðu þeirra til samgöngu- og fjarskiptakerfa. Voru þau metin bæði mikilvægari og verri í sveitum fjær höfuðborgar- svæðinu en þjónusta við eldri borg- ara, kyrrð og ró, aðgangur að fjöl- breyttri náttúru og gott mannlíf var metið verra hjá þeim sem bjuggu nær höfuðborginni. Þeir þættir sem snúa að vinnu- markaði, einkum möguleikar til eigin atvinnureksturs og atvinnu- öryggi, ásamt þjónustu við barna- fólk eru líklegasti til að ýta undir flutning fólks úr sveitum. „Gagn- vart fólki sem starfar í landbúnaði er búsetan lang viðkvæmust fyr- ir atvinnuöryggi, en búseta þeirra sem starfa í öðrum greinum er við- kvæmust gagnvart mörgum þáttum sem búseta í þéttbýli er viðkvæm fyrir eins og t.d. fleiri vinnumark- aðslegum þáttum (möguleika til eigin atvinnurekstrus og atvinnuúr- vals) og þjónustu við barnafólk. Þá skipta nettengingar líka máli gagn- vart seinni hópnum,“ segir í frétt SSV. Brú inn í framtíðina Aðeins 30% þeirra sem bjuggu í sveitum þegar skýrslan var unnin kváðust starfa við landbúnað. Þeg- ar svörunum var skipt upp á milli þeirra sem það gerðu og hinna kom í ljós að búseta fyrri hópsins er að- allega næm fyrir vinnumarkaðsleg- um þáttum og þjónustu við fjöl- skyldufólk. Búseta hinna er næmari fyrir nokkrum svipuðum þáttum og þeirra sem búa í þéttbýli; vinnu- markaðslegum þáttum, þjónustu við barnafólk og eldriborgara, sem og nettengingum og fleiru slíku. „Báðir hóparnir eru framtíð sveit- anna mikilvægir. Sá fyrri er sátt- ur og búseta þeirra lítið næm fyrir þeim 40 búsetuskilyrðum sem voru til skoðunar. Hann er líka tenging samfélagsins við ræturnar í sveit- inni, söguna, sagnaarfinn og menn- inguna. Búseta hins hópsins er mun næmari fyrir hinum fyrrnefndu 40 þáttum,“ segir dr. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV, í samtali við Skessuhorn. „Sá hópur starfar hins vegar gjarnan við atvinnugreinar sem eru í vexti, eins og sést t.d. í því að nettengingar eru þeim mjög mikilvægar, og stuðlar því að fjöl- breytni mannlífs í íslenskum sveit- um,“ bætir hann við. „Því má segja að fyrri hópurinn myndi ákveðinn stöðugleika og seiglu ef ekki grefur illa undan stoðum landbúnaðarins en sá seinni myndar brú inn í fram- tíðina og gefur von um að ungt fólk geti sest þar að og snúi óheppilegri fækkun barnavólks við,“ segir Vífill að endingu. Áhugasömum er bent á að skýrslan í heild sinni er aðgengi- leg á vef SSV. kgk/ mm Andrea er Skagamaður ársins 2019 Andrea Þ Björnsdóttir Skagamaður ársins 2019 með blóm og málverk eftir Bjarna Þór Bjarnason listamann. Á myndinni má sjá hinn vakandi engil gnæfa yfir Kirkjufellinu, á æskuslóðum Andreu. Ljósm. Sandra Björk. Nær öll búsetuskilyrði verri til sveita En hægt að snúa fólksfækkun við Heyjað í bagga í vestlenskri sveit sumarið 2017. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Ljósm. úr safni/ sm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.