Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 2020 31 Körfuknattleikssamband Íslands hefur sektað Körfuknattleiksfélag ÍA um 50 þúsund krónur vegna háttsemi stuðningsmanns félagsins í leik ÍA og Njarðvíkur í bikarkeppni 10. flokks karla. Umræddur leikur var spilaður á Jaðarsbökkum á Akra- nesi 15. janúar síðastliðinn. Í atvikaskýrslu frá dómara leiksins kemur fram að undir lok leiks, þegar leikmaður Njarðvíkur átti tvö víta- skot, hafi ungur áhorfandi á bandi heimaliðsins komið úr stúkunni að endalínu og látið þar öllum illum látum svo leikmaðurinn brenndi af vítinu. Mat dómara var að þetta væri óeðlileg truflun og lét hann endur- taka vítið. Undir lok leiks fór áhorf- andinn ungi síðan að varamanna- bekk Njarðvíkinga, þar sem þeir fögnuðu sigri og hrinti einum leik- manni liðsins sem stóð uppi á stól. Ýtti hann einnig við fleiri leikmönn- um Njarðvíkur og þjálfara þangað til formaður ÍA dró hann í burtu. Fram kemur í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ að ÍA harmi atvikið og að áhorfandinn, ásamt föður sínum, hafi haft samband við formann KKÍ sama kvöld og beðist afsökunar á hegðun sinni og reynt að koma þeim skilaboðum áleiðs til leikmanna Njarðvíkurliðsins. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ komst að þeirri niðurstöðu að hátt- semi áhorfandans teljist vítaverð og hættuleg og á engan hátt hluti af leiknum. ÍA var því áminnt vegna atviksins og gert að greiða sekt að fjárhæð 50 þúsund krónur til KKÍ vegna háttsemi áhorfandans. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Skallagrímsmenn máttu játa sig sigraða gegn sterku liði Hattar, þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálf- leik tóku gestirnir stjórnina í þeim síðari og sigruðu að lokum örugg- lega, 64-88. Borgnesingar byrjuðu leikinn betur og leiddu 10-3 eftir fjögurra míntúna leik. Þá tóku gestirnir við sér, jöfnuðu metin og náðu foryst- unni áður en upphafsfjórðungur- inn var úti, 16-17. Leikurinn var í járnum framan af öðrum fjórðungi. Hverri körfu var svarað og liðin skiptust á að leiða leikinn. Undir lok fyrri hálfleiks náði Höttur að komast yfir og halda forystunni og fór með fjögurra stiga forskot inn í hléið, 33-37. Gestirnir frá Egilsstöðum byrj- uðu síðari hálfleikinn af krafti. Með góðum leikkafla tókst þeim að auka forskot sitt í 14 stig þegar þriðji leikhluti var rúmlega hálfnaður. Borgnesingar tóku þá smá rispu og minnkuðu muninn í sex stig, en Höttur átti lokaorði í leikhlutanum og fór með 16 stiga forskot inn í lokafjórðunginn, 50-66. Þar héldu þeir áfram að bæta við forskotið jafnt og þétt og sigruðu að lokum með 24 stigum, 64-88. Kenneth Simms var atkvæða- mestur í liði Skallagríms og var hársbreidd frá því að setja upp þrennu. Hann skoraði 17 stig, reif niður 18 fráköst og gaf níu stoð- sendingar. Kristófer Gíslason, Davíð Guðmundsson og Kristján Örn Ómarsson skoruðu níu stig hver, Hjalti Ásberg Þorleifsson var með sex stig, Almar Örn Björnsson og Arnar Smári Bjarnason skor- uðu fimm stig og Isaiah Coddon og Marinó Þór Pálmason skoruðu tvö. Marcus Jermaine Van var stiga- hæstur í liði Hattar með 24 stig og ellefu fráköst að auki. Dino Stipcic skoraði 18 stig, gaf sjö stoðsending- ar og tók sex fráköst, Matej Karlo- vic var með 15 stig og Sigmar Há- konarson ellefu. Skallagrímur hefur fjögur stig í áttunda sæti deildarinnar, jafn mörg og Snæfell í sætinu fyrir ofan en tveimur stigum meira en botn- lið Sindra, sem er einmitt andstæð- ingur Borgnesinga í næstu umferð. Leikur Skallagríms og Sindra fer fram á Höfn í Hornafirði næstkom- andi föstudag, 31. janúar. kgk Snæfellingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn sterku liði Breiðabliks þegar liðin mætt- ust í 1. deild karla í körfuknatt- leik á föstudagskvöld. Leikið var í Stykkishólmi. Eftir jafnan upp- hafsfjórðung tóku gestirnir að síga fram úr og unnu að lokum stórsig- ur, 73-111. Fyrsti leikhluti var sem fyrr segir mjög jafn. Liðin fylgdust að lengst framan af og mestu munaði fjórum stigum, í stöðunni 24-20 fyrir Snæ- felli. Allt þar til á lokamínútum leikhlutans þegar gestirnir skoru- ðu ellefu stig í röð og leiddu með sjö stigum að upphafsfjórðungnum loknum, 24-31. Munurinn hélst meira og minna óbreyttur framan af öðrum leikhluta. En þegar fór að líða nær hálfleiknum tóku Blikar að síga lengra og lengra fram úr. Þe- gar hálfleiksflautan gall voru þeir komnir með 20 stiga forystu, 40-60 og róður Snæfellinga heldur betur tekinn að þyngjast. Breiðablik hafði góð tök á leik- num í síðari hálfleik og Snæfell- ingum tókst ekki að laga stöðuna. Þvert á móti juku Blikar forskotið hægt en örugglega í þriðja leikhluta og leiddu 58-89 að honum loknum. Það sama var uppi á teningnum í lokafjórðungnum og leiknum lauk með stórsigri Blika, 73-111. Anders Gabriel Andersteg var at- kvæðamestur í liði Snæfells með 27 stig, níu fráköst og sjö stoðsendin- gar. Brandon Cataldo skoraði 16 stig og tók ellefu fráköst, Guðni Sumarliðason var með níu stig og fimm fráköst, Benjamin Kil sko- raði sjö stig, Aron Ingi Hinriksson var með sex stig, Ellert Þór Her- mundarson þrjú, Valdimar Hannes Lárusson og Benjamín Ómar Kristjánsson skoruðu tvö stig hvor og Ísak Örn Baldursson skoraði eitt stig. Snorri Vignisson var stigahæstur Blika með 32 stig og fimm fráköst að auki. Larry Thomas skoraði 15 stig og tók átta fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson skoraði tólf stig og tók sex fráköst, Dovydas Strasunskas skoraði tólf stig einnig og þeir Stei- nar Snær Guðmundsson og Bjarni Geir Gunnarsson skoruðu tíu stig. Snæfellingar hafa fjögur stig í sjöunda sæti deildarinnar, jafn mörg og Skallagrímur í sætinu fyrir neðan en sex stigum minna en Sel- foss í sætinu fyrir ofan. Næsti leikur Snæfells er heimaleikur gegn Ves- tra mánudaginn 3. febrúar. kgk Snæfell sigraði Skallagrím örugg- lega í Vesturlandsslag Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik. Liðin mættust í Stykkishólmi á fimmtudagskvöld. Það voru Hólm- arar sem höfðu yfirhöndina stærst- an hluta leiksins og sigruðu að lok- um með 19 stigum, 73-54. Snæfellskonur voru öflugar í upphafi leiks. Þær skoruðu fyrstu sjö stigin áður en Borgnesingar komust á blað. Snæfell réði ferð- inni í fyrsta leikhluta, komst í 19-5 seint í leikhlutanum áður en Skalla- grímskonur tóku smá rispu og lög- uðu stöðuna í 19-10 áður en upp- hafsfjórðungurinn var úti. Mun- urinn á liðunum var í kringum tíu stig framan af öðrum leikhluta, en á lokamínútum fyrri hálfleiks voru Skallagrímskonur sterkari. Þær minnkuðu muninn í þrjú stig þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Allt í allt skoruðu þær 20 stig gegn 16 í öðrum fjórðungi og því mun- aði ekki nema fimm stigum á liðun- um í hálfleik. Snæfell leiddi, 35-30 og leikurinn galopinn. Jafnræði var með liðunum fram- an af þriða leikhluta. Skallagríms- konur minnkuðu muninn í þrjú stig þegar leikhlutinn var um það bil hálfnaður en eftir það tóku Snæ- fellskonur smá rispu og höfðu átta stiga forskot fyrir lokafjórðung- inn. Þar höfðu heimakonur yfir- höndina. Skallagrímskonum tókst ekki að gera atlögu að Snæfells, sem hélt forystu sinni um það bil óbreyttri framan af leikhlutanum. Á lokamínútum leiksins tóku Snæ- fellskonur síðan mikinn endasprett og sigruðu að lokum með 19 stiga mun, 73-54. Amarah Coleman var stigahæst í liði Snæfells með 18 stig, níu frá- köst og átta stolna bolta. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 13 stig og tók sjö fráköst, Emese Vida var með tíu stig og tólf fráköst og Re- bekka Rán Karlsdóttir var með tíu stig einnig. Veera Pirttinen skor- aði níu stig og gaf sjö stoðsending- ar, Gunnhildur Gunnarsdóttir var með níu stig og sex fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði þrjú stig og Helga Hjördís Björgvins- dóttir skoraði eitt. Keira Robinson var stigahæst í liði Skallagríms með 21 stig og ell- efu fráköst að auki. Emilie Hessel- dal skoraði 16 stig og tók tólf frá- köst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði tíu stig og tók ellefu frá- köst, Árnína Lena Rúnarsdóttir var með þrjú stig og þær Maja Mic- halska og Mathilde Colding-Poul- sen skoruðu tvö stig hvor. Staða liðanna í deildinni er þannig að Skallagrímskonur sitja í fimmta sæti með 20 stig, tveimur stigum á eftir Haukum í sætinu fyr- ir ofan og í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Snæfellskonur sigla hins vegar nokkuð lygnan sjó í sjötta sæti með tíu stig og hafa sex stiga forskot á Breiðablik í sætinu fyrir neðan. Bæði lið leika næst í kvöld, mið- vikudaginn 29. janúar. Skallagrím- ur fær KR í heimsókn í Borgarnes en Snæfellskonur mæta Grindavík suður með sjó. kgk Kristján Örn Ómarsson á hér greiða leið að körfunni í leiknum gegn Hetti. Ljósm. Skallagrímur. Gestirnir sterkari í síðari hálfleik Áhorfandi veittist að leikmönnum og þjálfara Anna Soffía Lárusdóttir brýst í gegnum vörn Skallagríms. Ljósm. sá. Snæfellskonur réðu ferðinni í Vesturlandsslagnum Anders Gabriel Andersteg var at- kvæðamestur Snæfellinga þegar liðið tapaði gegn Breiðabliki. Ljósm. sá. Snæfellingar töpuðu stórt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.