Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 202016 „Það er engin launung að undan- farin sjö ár, allt frá því þetta mál um nautakjötsbökurnar kom upp, hafa reynst mér, fjölskyldu minni, fyrirtækinu, starfsfólkinu og sam- félaginu öllu hér í Borgarnesi erf- itt,“ segir Magnús Níelsson, mat- reiðslumaður og eigandi Kræs- inga ehf. í Borgarnesi, í samtali við Skessuhorn. Nýlega var gengið frá samkomulagi um greiðslu skaða- bóta til handa Kræsingum. Ríkið skyldi greiða 69 milljónir króna í bætur auk vaxta og kostnaðar, alls 112 milljónir, fyrir skaða sem fyrir- tækið varð fyrir vegna ónákvæmra og rangra vinnubragða við sýna- töku úr framleiðslu fyrirtækisins í byrjun árs 2013. Þá hét fyrirtækið Gæðakokkar og var umsvifamikið á markaði, hafði tólf manns í vinnu í Borgarnesi og reksturinn gekk vel. Seldu Gæðakokkar meðal ann- ars nautakjötsbökur í frystum stór- markaða. Var hratt stækkandi fyr- irtæki og vissulega ógnun við aðra framleiðendur og innflutning for- eldaðra matvæla. Í einu sýni sem Matvælastofnun lét taka af fram- leiðslu fyrirtækisins skorti nauta- kjöt miðað við innihaldslýsingu. Í kjölfar tilkynningar sem Matvæla- stofnun sendi frá sér þar sem Gæða- kokkar voru nafngreindir hrundu viðskiptin, fóru úr tuttugu millj- óna króna veltu á mánuði niður í tæpar tvær milljónir. Gæðakokkar, síðar Kræsingar, leituðu réttar síns fyrir dómstólum, unnu sigur á báð- um dómstigum og fóru í kjölfarið í skaðabótamál við Matvælastofnun. Nú, réttum sjö árum síðar, er loks- ins komin niðurstaða í málið. Sam- ið var um greiðslu sem vegur þó einungis upp hluta þess raunveru- lega taps sem Magnús og fyrirtæki hans, Kræsingar ehf., urðu fyrir. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Magnús í liðinni viku. Hann var fús til að tjá sig um þetta mál, enda hef- ur það legið sem mara á honum og fjölskyldu hans í sjö ár. Orðsporið var ónýtt Magnús Níelsson er veitingamaður, stendur á sextugu og hefur starfað við matvælavinnslu og matseld alla sína tíð. Sjálfur segist hann eiga ræt- ur að rekja meðal annars á Vatnsnes og í Borgarhreppinn, langafi hans hafi verið Jón landspóstur í Galt- arholti. Hann ólst upp í Mosfells- bænum frá tólf ára aldri og þar í bæ stofnaði hann fyrirtækið Gæða- kokka árið 1999, en flutti starfsem- ina í Borgarnes 2007. „Nautabökumálið hófst allt á því að í endaðan febrúar 2013 birti Matvælastofnun frétt þess efnis að við töku á 16 sýnum frá 15 mat- vælafyrirtækjum, hafi komið í ljós að ekkert nautakjöt átti að hafa ver- ið í sýni sem tekið var af nautakjöts- bökum frá Gæðakokkum í Borgar- nesi. Matís var fengið til að fram- kvæma rannsóknina fyrir MAST. Ef ég man rétt var forstjóra þess fyrirtækis vikið fyrir að vera uppvís af heimaslátrun á bæ í Skagafirði og selja kjötið á markaði! Varla hefði átt að treysta honum til hlutlausr- ar rannsóknar sem þessarar,“ seg- ir Magnús en bætir við: „Síðar átti eftir að koma í ljós að tilgreint sýni úr framleiðslu Gæðakokka höfðu verið tekið í versluninni Kosti í Kópavogi. Matvælastofnun birti svo niðurstöðu þessarar svoköll- uðu rannsóknar Matís, sem byggði á þessu eina sýni, á vefnum hjá sér. Fjölmiðlar sögðu umsvifalaust frá niðurstöðunni. Niðurstaða úr ann- arri sýnatöku í sömu rassíu stofnun- arinnar voru hins vegar ekki birtar fyrr en löngu síðar og í ljós kom að ekkert þessara 16 sýna höfðu upp- fyllt skilyrði samkvæmt innihalds- lýsingum á pakkningum. Við þessa tilkynningu sem snéri eingöngu að Gæðakokkum fór bókstaflega allt á hliðina. Veltan hjá Gæðakokkum hrundi, fór úr tuttugu milljónum króna á mánuði og niður í tvær. Okkur var beinlínis slátrað af eft- irlitsstofnuninni sem átti að sjálf- sögðu að vera hægt að treysta,“ seg- ir Magnús í upphafi samtals okkar. Hann segir að viðbrögðin hafi verið afar sterk hvarvetna úr samfélaginu. Meðal annars hafi starfsmenn við- skiptabankans kallað hann snar- lega inn á teppi til sín og fellt niður yfirdráttarheimild sem fyrirtækið hafði. „Enn verri voru þó viðbrögð margra fyrirtækja sem við höfð- um selt framleiðsluvörur okkar til. Við vorum beðin að fjarlægja allar merkingar af bílum sem keyrðu út vörur, ættu bílarnir að mega sjást á hlaðinu hjá þeim! Aðalvinnan hjá okkur í fyrstu fólst í að sækja vörur sem við höfðum áður selt og taka til baka. Grundvöllur fyrirtækisins var brostinn. Öll okkar markaðssetning var fyrir bí, orðsporið ónýtt.“ Gerði upp við fólkið og sendi það heim Magnús segir að þegar þarna var komið sögu í ársbyrjun 2013 hafi góð ráð verið dýr. Þau hafi staðið frammi fyrir tveimur valkostum; að láta fyrirtækið fara í þrot, eða reyna að berjast til hinsta blóðdropa. Þau völdu síðari kostinn. „Ég ákvað að berjast. Vissi að á okkur hafði ver- ið brotið og ég vildi leita réttar míns. En til að halda starfseminni á floti var útilokað að heita áfram Gæðakokkar. Við endurskírðum því fyrirtækið Kræsingar, en héld- um áfram rekstri á sömu kennitölu og við höfum nú haft í tæpt 21 ár. En þetta kostaði miklar fórnir. Við höfðum haft 12 manns í vinnu hjá okkur og flestir starfsmenn höfðu starfað hjá okkur lengi. Þeir höfðu því allir áunnið sér þriggja mánaða uppsagnarfrest, utan ein stúlka sem hafði verið lausráðin. Ég einfald- lega gerði upp við fólkið og það fór heim. Verkefnin voru hvort sem er engin. Sjálfur fór ég að vinna ann- ars staðar, fyrst sem kokkur í Stað- arskála og síðar sem matráður hjá Límtré Vírneti, en tengdasonur okkar hjóna sá um þann daglega rekstur sem eftir var í fyrirtækinu. Við héldum þrátt fyrir allt smáveg- is viðskiptum, einkum við fyrirtæki sem tekið höfðu framleiðslu okk- ar til endursölu. Annar starfsmað- ur kom síðan tengdasyninum til aðstoðar enda fóru fyrirtæki smám saman aftur að kalla eftir vörum frá okkur þar sem þau höfðu ekki feng- ið sambærilegar vörur að gæðum annars staðar.“ Tilbúinn að leggja allt undir Magnús segir að hann hafi strax eftir þennan skell farið í að ræða við helstu birgja fyrirtæksins. Skuldaði þeim vöruúttektir þarna í ársbyrj- un 2013. „Þrír helstu birgjar mín- ir samþykktu að frysta þessar skuld- ir sem ég átti við þá, settu þær ein- faldlega á kantinn og leyfðu okkur að eiga áfram staðgreiðsluviðskipti við sig. Þessir birgjar vissu það vel að það væri betri kostur fyrir þá að sýna okkur miskunn með þess- um hætti. Að öðrum kosti, ef við hefðum farið í þrot, hefðu þeir tap- að þessum útistandandi kröfum hjá okkur. En þessir þrír helstu birgj- ar sýndu mér skilning; Sláturfélag- ið, Afurðastöðin á Blönduósi og SKVH á Hvammstanga. Þau frystu öll eignir sínar hjá okkur. Kaup- félag Skagfirðinga og Stjörnugrís leyfðu mér hins vegar að vinna upp í skuldina við sig og þannig gerði ég upp við þau smám saman. Auk þessarar fyrirgreiðslu helstu birgja tók ég lán út á íbúðarhúsið okkar og hesthúsið, veðsetti einfaldlega allar okkar eignir í topp. Fékk auk þess veðlán út á hús móður minnar. Ég var tilbúinn að leggja allt undir sem ég átti, því innst inni trúði ég því að við fengjum á endanum uppreist æru og bætur fyrir þær röngu sakir sem á okkur höfðu verið bornar.“ Stóð tæpt Eftir því sem tíminn hefur lið- ið hafa sífellt fleiri leitað viðskipta hjá Kræsingum á nýjan leik og á föstudaginn þegar viðtalið var tekið var mikið að gera hjá Magnúsi og starfsfólki hans að afgreiða þorra- mat enda bóndadagurinn, fyrsti dagur Þorra. „Við höfum verið að selja mjög góða vöru sem líkað hef- ur vel. Margir sem fóru úr viðskipt- um við okkur árið 2013 hafa leit- að til okkar að nýju með ákveðna vöruflokka. Við höfum til dæmis verið öflug í framleiðslu og sölu á forsteiktum kjötbollum og snitseli, fórum að bjóða upp á fisk og höfum smám saman verið að ná vopnum okkar að nýju, ekki síst á markaði hér á Vesturlandi. Við höfum einn- ig verið að sinna veisluþjónustu. Sumarið 2017 var erfitt framan af og þá hélt ég sannast sagna að þetta væri að líða undir lok hjá okkur. Þá um sumarið fengum við hins veg- ar viðskipti sem náðu að rétta okkur talsvert við. Hótelkeðja á Snæfells- nesi, sem ekki var með leyfi fyrir veitingarekstri, sendi fyrirspurn um að útvega mat. Í stað þess að starta eldhúsi ákvað hún að kaupa mat af mér. Þau viðskipti urðu umtalsverð og við náðum að rétta úr kútnum, ef svo má segja.“ Hæstiréttur hund- skammar MAST En víkjum aftur að viðskiptunum við eftirlitsiðnaðinn. Um ástæðu þess að ekki greindist nautakjöt í bökunni sem Matvælastofnun keypti í Kosti, vill Magnús ekki út- tala sig um, né koma sök á nokk- urn fyrir það mikla klúður sem átti sér stað. „Eftir að Matvælastofnun leyfði sér að birta frétt um meint vörusvik okkar hrundi í raun allt hjá okkur. Í kjölfarið vorum við kærð fyrir vörusvik, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fylgdi máinu eftir og sýslumaður höfðaði mál. Í héraðs- dómi vorum við hins vegar sýkn- uð af ákæru um vörusvik. Í niður- stöðu dómsins sagði efnislega að ekki væri hægt að líta svo á að um ásetning hafi verið að ræða í fram- leiðslu á tilteknum nautakjötsbök- um, eða réttara sagt þessari einu böku sem til var! Einfaldlega væri ekki hægt að sannreyna sök í máli þar sem einungis eitt sýni hafði ver- ið tekið. Bakan hafi auk þess verið rannsökuð upp til agna og engin önnur sýni tekin sem varpað gætu ljósi á hvort þetta hafi verið einstakt tilfelli, mistök, klúður við sýnatöku eða vísvitandi handvömm eftirlits- aðila. Héraðsdómur var afsdráttar- laus í niðurstöðu sinni um sýknu. Í kjölfarið leitaði ég réttar míns og réði mér hæfan lögfræðing í skaða- bótarétti. Hann sagði mér að tveir kostir væru í stöðunni. Annars veg- ar að fara beint í skaðabótamál eða að velja að sækja viðurkenningu á skaðabótarétti. Lögfræðingur minn taldi ódýrara að fara í viðurkenn- ingarmál á skaðabótarétti. Einn- ig var það talið öruggara því að þá snerust málaferlin eingöngu um staðreyndir málsins. Ef við hefð- um farið beint í að höfða skaða- bótamál hefði málareksturinn snú- ist um ákveðna upphæð. Þar sem ríkið hefði verið greiðandi bótanna og borgar jafnframt dómurum laun treystum við ekki á að þar yrði gætt fyllsta hlutleysis. En í stuttu máli þá unnum við málið í héraðsdómi og í kjölfarið staðfestir Hæstiréttur þá niðurstöðu og gerir gott betur. Hæstiréttur hundskammar Mat- vælastofnun fyrir augljósa hand- vömm í allri málsmeðferð sinni.“ Refsað fyrir að halda sömu kenntölunni Það sem næst gerist í málinu er að leitað var til Ernst og Young og fyr- irtækið fengið til að reikna út tjón- ið. „Niðurstaða þess var 104 millj- ónir króna miðað við altjón og gjaldþrot. Þegar svo dómkvadd- ur matsmaður kom með sína nið- urstöðu metur hann tjón Kræsinga 209 milljónir króna og rökstuddi hann þá niðurstöðu með þeim hætti Kræsingum dæmdar skaðabætur úr Ríkissjóði Matvælastofun beitti fyrirtækið ofríki og gætti ekki meðalhófs Magnús Níelsson, eigandi Kræsinga ehf. í Borgarnesi. Magnús og Ágúst Örn Guðmundsson, tengdasonur hans, voru á bóndadaginn að gera þorramat kláran í trog fyrir fyrstu blótin í héraðinu. Maturinn er allur fram- leiddur hjá Kræsingum utan hákarlsins og hrútspunganna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.