Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 5. tbl. 23. árg. 29. janúar 2020 - kr. 950 í lausasölu Icelandic Hot Dog combo Pylsu tilboð 549 kr. Tilboðið gildir út janúar 2020 Pylsa og pepsi/pepsi max 1/2 l í plasti sími 437-1600 Öxin á Sögulofti Landnámsetursins Öxin - Agnes & Friðrik Næstu sýningar laugardagur 1. febrúar kl. 16:00 laugardagur 15. febrúar kl. 16:00 sunnudagur 16. febrúar kl. 16:00 miðasala á landnam.is/vidburdir eða á landnam@landnam.is Borðapantanir eftir sýningu í síma 437-1600 Fyrirtækinu Kræsingum ehf. í Borgarnesi voru nýverið dæmdar skaðabætur úr ríkissjóði, alls 69 milljónir króna auk vaxta og kostnaðar, vegna ónákvæmra og rangra vinnubragða Matvælastofnunar við sýnatöku úr framleiðslu fyrirtækisins í byrjun árs 2013. Þetta sjö ára ferli hefur tekið verulega á í rekstri fyrirtækisins eins og lesa má um í ítarlegu viðtali á miðopnu í Skessuhorni í dag. Á meðfylgjandi mynd eru tengdafeðgarnir Magnús Níelsson og Ágúst Örn Guðmundsson að útbúa fyrstu þorrabakkana úr húsi. Ljósm. mm. Til stendur að setja upp nýja skurð- stofu á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands á Akranesi og fjölga liðskipta- aðgerðum þar verulega. Verkefnið er komið á rekspöl og er í undir- búningsferli um þessar mundir. Að sögn Jóhönnu Fjólu Jóhannesdótt- ur, forstjóra HVE, getur hún ekki sagt til um hvenær taka mætti nýja skurðstofu á Akranesi í notkun, en vonast til að það verði hægt fyrir næstu áramót. Fleiri vilja í liðskipti Málið á sér nokkurn aðdraganda, að sögn forstjórans. Frá árinu 2016 hefur HVE tekið þátt í átaki um styttingu biðtíma eftir liðskipta- aðgerðum. Á síðasta ári voru 182 aðgerðir framkvæmdar og á árinu 2018 voru þær 163. „Síðastliðin fimm ár höfum við gert 787 lið- skiptaaðgerðir hér á Akranesi, en fyrir þann tíma voru þær 102 til 105 á ári hverju,“ segir Jóhanna Fjóla. „Meðaldvöl þeirra sem gangast undir liðskiptaaðgerðir hefur styst, því með breyttu verklagi er fólk til- búið til að útskrifast fyrr. Sem dæmi hefur meðaldvöl þeirra sem koma í liðskipti á hné og mjöðm styst um tæpa tvo sólarhringa frá 2016, farið úr 5,48 dögum í 3,55. Það segir sig sjálft að hverjir tveir legudagar sem einn dvelur skemur koma til með að nýtast öðrum sem bíður aðgerðar,“ segir hún. „En á sama tíma og lið- skiptaaðgerðum hefur verið fjölgað hefur það gerst að sífellt fleiri sækj- ast eftir slíkum aðgerðum. Ásókn- in hefur aukist verulega síðustu ár, einkum eftir hnéaðgerðum. Hverj- ar ástæðurnar eru vitum við ekki al- veg,“ bætir hún við. Þarf að fjölga aðgerðum Jóhanna Fjóla segir enn fremur að með endurskipulagningu á starfs- stöð HVE á Akranesi hafi verið búið svo um hnútana að framkvæma megi einni aðgerð fleira á viku en undanfarin ár. Hún sér því fram á að hægt verði að gera um 220 lið- skiptaaðgerðir á árinu 2020. „En staðan er einfaldlega sú að það þarf að fjölga aðgerðum miklu meira og við getum ekki bætt við aðgerðum á Akranesi nema fá auka skurðstofu,“ segir hún og bætir því við að samtal þess efnis við ráðuneyti heilbrigð- ismála hafi hafist síðastliðið haust. Hún segir starfsstöð HVE á Akra- nesi vel í sveit setta til að bæta við skurðsstofu og fjölga aðgerðum. „Hér eru fyrir tvær skurðstofur þar sem öflugt starfsfólk vinnur mjög gott starf. Við teljum að skurðstof- unni sjálfri sé hægt að bæta við með endurskipulagningu á húsnæði hér innanhúss og nýta rými sem fyrir er fyrir þá sem bíða aðgerðar og þurfa að liggja inni eftir aðgerð. Við höf- um mjög góðan grunn að byggja á,“ segir Jóhanna Fjóla. Starfsfólki myndi fjölga Forstjórinn segir of snemmt að segja til um hvenær hægt verð- ur að taka nýja skurðstofu í notk- un. „Málið er í ferli og ég get ekki gefið upp neina tímasetningu núna. Ef allt gengur að óskum getum við vonandi farið að leita að starfsfólki fljótlega, en það er undirstaða þess að hægt verði að fara af stað í þetta verkefni. Minn draumur er að geta opnað nýja skurðstofu fyrir næstu áramót. Vonandi gengur það eftir,“ segir Jóhanna Fjóla. „Það yrði frá- bært fyrir þessa stofnun að fá þessa viðbót. En hún kallar auðvitað á heilmiklar breytingar, en eitt er víst í heilbrgiðisþjónustu og það er að hún tekur stöðugum breytingum. Nýja skurðstofu þyrfti að manna og fullbúa. Þetta myndi kalla á all- nokkur stöðugildi til viðbótar hér á HVE,“ segir hún en kveðst þó ekki geta reifað hvað þau yrðu mörg. kgk Ný skurðstofa á Akranesi í undirbúningi Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands. arionbanki.is Núna getur þú sett þér markmið í sparnaði í Arion appinu Tíminn vinnur með þér í sparnaði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.