Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 2020 21 Fimmtudaginn 30. janúar verður boðið upp á heilsunámskeið með Röggu Nagla og Ásdísi Grasa á Hót- el B-59 í Borgarnesi. „Í aragrúa nú- tímans þar sem hver samfélagsmið- illinn keppist um athygli okkar eru skilaboðin um hvað megi borða, hvað sé óhollt, hvað sé fitandi, oft eins og ærandi rokktónlist á nætur- klúbbi. Er það Ketó eða kolvetni, Fasta eða ekki fasta eða bananar eða bernessósa,“ segja þær Ragga og Ás- dís. „Við hættum að geta hugsað skýrt fyrir öllum þessum hávaða og hendum því oft peningum í snáka- olíur og sitjum eftir með sárt enni og tóman sparibauk þegar árangur- inn lætur á sér standa. Á Heilsunámskeiðinu munu þær reyna að greiða úr þessari flækju og hjálpa fólki til að öðlast heilbrigðari sýn á mat, bætiefni, vítamín, mat- aræði og máltíðamynstur. „Hvaða fæðubótarefni hjálpa til að ná ár- angri, hvað er gott fyrir þarmaflór- una, hvað er gott fyrir tíðahvörf, hvað hjálpar við æfingar, hvað byggir upp vöðva, hvað er gott fyrir streitu og hvað hjálpar til við betri svefn.“ Þessum spurningum verður svarað á námskeiðinu. Ragga nagli og Ásdís Grasa vonast til að sjá sem flesta. Sjá nánar um viðburðinn hér: https://tix.is/is/event/9446/heils- unamskei-roggu-nagla-og-asdisar- grasa/ Grái herinn er baráttuhópur inn- an Félags eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni og berst hópurinn fyrir bættum kjörum allra. Hóp- urinn hefur nú ákveðið að höfða mál á hendur ríkinu vegna meintra óheimilla skerðinga á lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins til eftir- launafólks og verður málið vænt- anlega þingfest á næstu vikum. „Sjálfboðaliðar hafa unnið hörð- um höndum að undirbúningi mál- sóknarinnar og 33 félög eldri borg- ara í landinu eru stofnaðilar að mál- sóknarsjóðnum,“ segir í tilkynn- ingu á Facebook síðu Gráa hers- ins. Þar er biðlað til fólkst að leggja málsókninni lið með fjárframlagi, en gera má ráð fyrir að kostnaður við hana geti orðið verulegur. Einn þeirra sem hefur lagt málefninu lið er Gunnar Ásgeir Gunnarsson á Felli í Borgarfirði. Gunnar ætlar að leggja 5000 krónur mánaðarlega út þetta ár í málsóknarsjóð Gráa hers- ins. Allar bjargir bannaðar „Fyrir mér er þetta eitt mesta rétt- lætismál sem brennur á samfé- laginu í dag,“ segir Gunnar Ásgeir í samtali við Skessuhorn. Hann segir erfitt að horfa upp á hvernig kerfið kemur fram við eldra fólk- ið í samfélaginu. Gunnar segist hafa kynnst því hvernig kerfið virk- ar þegar hann fór að vinna í mál- um móður sinnar þegar hún flutti á dvalarheimili. „Eldra fólki eru all- ar bjargir bannaðar. Mamma sagði mér að gæta þess að aurarnir væru alltaf á góðum vöxtum, eðlilega. En svo þegar hún fékk þessar ör- fáu þúsundkalla í vexti á reikning- inn sinn var það umsvifalaust tek- ið af henni í hærri leigu á dvalar- heimilinu,“ segir Gunnar. „Þegar eldra fólk talar um að það sjái eft- ir að hafa borgað í lífeyrissjóði er eitthvað ekki í lagi. Fólk sem hélt í góðri trú að það væri að sýna fyrir- hyggju og safna til efri áranna fær svo ekkert því ríkið tekur það allt. Svo ef þetta fólk vill búa sér til að- eins betra líf með að vinna inn smá aur er því strax refsað því upphæð- in sem það vinnur sér inn er bara tekin aftur í gegnum skerðingu frá ríkinu.“ Verðum að standa saman Gunnar vill hvetja yngra fólk til að standa með eldri borgurum í þess- ari baráttu. „Við yngra fólkið þurf- um að bakka þessa baráttu upp. Hjá mér er þetta eigingirni því ég vil að þessi mál verði afgreidd áður en ég þarf sjálfur að fara á lífeyri,“ seg- ir Gunnar. „En án gríns þá verð- um við öll að standa saman því fólk sem hefur unnið allt sitt líf, borgað skatta og lífeyri, á að geta haft það betra en þetta þegar það hættir að vinna. Fólk á líka að hafa möguleika til að bæta hag sinn með að vinna sér kannski inn auka pening í hluta- starfi. En við erum með kerfi sem dregur niður allan hvata til að bæta eigin stöðu,“ segir Gunnar en bætir því við að auðvitað þurfi kerfið að aðstoða þá sem ekki hafi getað safn- að sér lífeyri. „Að sjálfsögðu eigum við að hjálpa þeim sem einhverra hluta vegna gátu ekki sýnt þessa fyrirhyggju en það þýðir ekki að við eigum að refsa þeim sem gátu lagt fyrir,“ segir Gunnar. Kjarabarátta Þá segir Gunnar það undarlegt að sjá fréttir af góðri afkomu lífeyris- sjóðanna þegar ekkert af þeirri af- komu skili sér til fólksins sem hafi borgað í sjóðina alla tíð. „Ríkið tek- ur þetta allt í eigin vasa. Ef fólk fær meira frá lífeyrissjóðnum fær það minna frá ríkinu svo það koma all- ir út á sama,“ segir Gunnar. „Ef fólk hefur kannski einhverra hluta vegna ekki getað borgað í lífeyris- sjóð, en á eign sem það getur selt til að eiga smá lífeyri, þá er það sama sagan. Fólk borgar fullan skatt af þeirri sölu og svo skerðir hagnað- urinn upphæðina sem viðkomandi fær frá ríkinu. Það er sama hvernig fólk reynir að bjarga sér, því er allt- af refsað um leið.“ Gunnar segir það slæmt að leita þurfi til dómstóla með þetta mál. „En þetta er það sem við þurfum að gera því þessu þarf að breyta, því ákvað ég að styrkja þessa málssókn. Við verðum vonandi flest í þessum sporum einn daginn, að fara á líf- eyri og þetta er því hagsmunamál okkar allra. Við eigum að koma bet- ur fram við fólkið sem hefur byggt þetta samfélag upp og við þurfum að sýna því stuðning. Ég vona að fleiri leggi málefninu lið því þetta kostar. Verkalýðsfélögin hafa sýnt einhvern stuðning en að mínu mati ættu þau að koma inn í þetta af meiri krafti. Þetta er ekkert annað en kjarabarátta sem snertir okkur öll,“ segir Gunnar að endingu. Þeir sem vilja geta lagt málefninu lið með að leggja inn á Málsóknar- sjóð Gráa hersins. Reikningsnúm- erið er 515-26-007337 kt. 691119- 0840. arg/ Ljósm. úr einkasafni Bjóða upp á heilsunám- skeið í Borgarnesi Gunnar Ásgeir ásamt fjölskyldu sinni. „Eitt mesta réttlætismál sem brennur á samfélaginu í dag“ -Vill að ríkið hætti að skerða lífeyri frá TR vegna lífeyrissjóðstekna Gunnar Ásgeir Gunnarsson leggur Gráa hernum lið í málsókn á hendur ríkinu um meinta óheimila skerðingu á lífeyri frá Tryggingastofnun. Gunnar Ásgeir ásamt fjölskyldu sinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.