Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 20208 Veitur gefa nú út reikninga í eigin nafni SV-LAND: Nú um áramót- in urðu breytingar á innheimtu gjalda fyrir rafmagn og heitt vatn hjá Veitum. Í stað þess að fá eina kröfu frá OR, móðurfélagi Veitna, fá viðskiptavinir nú framvegis tvær kröfur. Önnur er fyrir rafmagns- dreifingu og heitt vatn, hin er frá söluaðila rafmagns sem viðkom- andi er í viðskiptum við. Kröfur við skiptavina í heimabanka eru því merktar Veitum í stað OR eins og verið hefur. Hið sama á við um kröfur frá söluaðila raforkunnar. „Þessi breyting er liður í því að skýra betur fyrir viðskiptavinum hvaðan þjónustan er keypt og fyr- ir hvað er verið að greiða,“ segir í tilkynningu sem Veitur sendu við- skiptavinum sínum. -mm Óhöpp í hálku VESTURLAND: Umferðaró- happ varð á Stillholti á Akranesi kl. 13:30 á sunnudag. Ökumað- ur missti stjórn á bifreið sinni þeg- ar hún rann í hálku með þeim af- leiðingum að hún hafnaði á öðrum bíl. Hvorugur bíllinn skemmdist mikið og ökumennirnir, sem voru einir í sínum bílum, sluppu báð- ir ómeiddir frá árekstrinum. Öku- maður missti stjórn á bifreið sinni á sunnanverðri Holtavörðuheiði kl. 11 á mánudagsmorgun. Bíllinn rann við það út af veginum og sat þar fastur. Ökumanninn sakaði ekki og dráttarbíll var sendur á staðinn að ná bílnum upp á veginn aftur. -kgk Ófullnægjandi ljósabúnaður VESTURLAND: Að sögn Lög- reglunnar á Vesturlandi hef- ur verið fylgst náið með umferð í umdæminu undanfarna viku. Sérstakur gaumur hefur verið gefinn aksturshraða og ljósabún- aði bifreiða. Þá var töluvert um að lögregla hefði afskipti af öku- mönnum sem höfðu lagt gegn akstursstefnu eða uppi á gang- stétt. Allnokkuð var um hrað- akstur og margir voru sektaðir vegna þess að ljósabúnaður var ekki fullnægjandi. Einn ökumað- ur var til dæmis stöðvaður í Borg- arnesi í liðinni viku og gert að greiða sekt, bifreið hans var ein- eygð bæði að framan og aftan. Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ökumönnum sem óku með þoku- ljós á Akranesi í vikunni, en slíkt er óheimilt í þéttbýli. -kgk Samið um viðhald AKRANES: Tilboð í þakviðgerð- ir Brekkubæjarskóla og Bjarna- laugar á Akranesi voru opnuð á fundi skipulags- og umhverfis- ráðs á mánudag. Átti GS Imp- ort ehf. lægsta boð í bæði verk- in. Fyrirtækið bauð rétt tæpar 5,6 milljónir í viðgerð á þaki Bjarna- laugar en kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á 6.582 þús. kr. GS Imp- ort bauð tæpar 15,6 milljónir í viðgerð á þaki Brekkubæjarskóla, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tæpar 18,6 milljónir. Trésmiðj- an Akur ehf. bauð tæpa 6,1 millj- ón í þakviðgerð Bjarnalaugar en SF smiðir ehf. buðu tæpar 7,6 milljónir. Akur bauð tæpar 18,6 milljónir í viðgerð á þaki Brekku- bæjarskóla en SF smiðir buðu rúmlega 21,8 milljónir í það verk. Sviðsstjóra var falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, GS Import, um verkin. -kgk Foktjón VESTURLAND: Tilkynnt var um þak sem var að losna af húsi við Mýrarholt í Ólafs- vík sl. miðvikudagskvöld. Lögregla óskaði eftir aðstoð björgunarsveitar, sem kom og hjálpaði til við að festa þakið. Á fimmtudag var tilkynnt um ljósastaur sem lá á hliðinni ná- lægt gatnamótum Sundabraut- ar og Faxabrautar á Akranesi. Hafði hann gefið sig und- an vindi og lá þvert yfir götu. Haft var samband við Veitur sem sendu starfsfólk á stað- inn og aftengdu ljósastaurinn. -kgk Vegur að fara í sundur HVALFJSV: Síðastliðinn miðvikudag kallaði Vegagerð- in eftir aðstoð björgunarsveita, vegna þess að vegur í Svína- dal væri að fara í sundur. Vatn rynni undan veginum og veg- kantur væri að gefa sig. Leyfð var umferð á vinstri akrein vegarins og voru það björg- unarsveitarmenn sem vöktuðu umferð um veginn, að sögn lögreglu. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 18.-24. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 11.942 kg. Mestur afli: Ebbi Ak: 6.193 kg í einum róðri. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 306.763 kg. Mestur afli: Runólfur SH: 69.701 kg í einni löndun. Ólafsvík: 15 bátar. Heildar- löndun: 318.067 kg. Mestur afli: Bárður SH: 56.743 kg í fimm róðrum. Rif: 13 bátar. Heildarlöndun: 306.040 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 83.264 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 109.434 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 103.094 kg í tveimur löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Runólfur SH - GRU: 69.701 kg. 20. janúar. 2. Tjaldur SH - RIF: 69.687 kg. 19. janúar. 3. Hringur SH - GRU: 62.106 kg. 22. janúar. 4. Þórsnes SH - STY: 57.848 kg. 19. janúar. 5. Sigurborg SH - GRU: 57.449. 20. janúar. -kgk Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, sem fram fór síðastliðinn fimmtu- dag, kynntu fulltrúar tíu opinberra aðila áætlaðar verklegar fram- kvæmdir á þessu ári. Fram kom að áætlað er að framkvæma fyrir 132 milljarða króna sem er aðeins fjór- um milljörðum króna hærri upp- hæð en kynnt var á útboðsþingi síð- asta árs. Vegagerðin er með hæstar áætlaðar framkvæmdir að upphæð tæpir 39 milljarðar króna sem er 17 milljörðum króna meira en kynnt var á síðasta ári. Isavia gerir ráð fyrir framkvæmdum fyrir 21 millj- arð króna og Reykjavíkurborg fyrir tæplega 20 milljarða. Í fyrsta sinn á þessu þingi eru sérstaklega kynnt- ar verklegar framkvæmdir vegna Landspítala sem eru áætlaðar tæp- lega 12 milljarðar króna. Þá fyrir- hugar Landsnet að bæta við fram- kvæmdir frá síðasta ári sem nem- ur 2,5 milljörðum króna. Auk fyrr- greindra aðila mun Landsnet fram- kvæma fyrir 11,7 milljarða, Fram- kvæmdasýsla ríkisins fyrir 9,3 millj- arða, Orkuveita Reykjavíkur fyr- ir 13,3 milljarða og Faxaflóahafnir fyrir 2,2 milljarða. mm Séra Agnes M Sigurðardóttir bisk- up Íslands mun heimsækja Vest- urlandsprófastsdæmi dagana 30. janúar til 3. febrúar næskomandi. „Þetta er fyrsta vísitasía biskups Ís- lands í nýju Vesturlandsprófasts- dæmi frá 2010, þegar Borgarfjarð- arprófastsdæmi og Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi voru samein- uð í eitt. Fyrrum víslubiskup, séra Kristján Valur Ingólfsson, vísiteraði prófastsdæmið ásamt prófasti árið 2017,“ segir séra Þorbjörn Hlyn- ur Árnason prófastur í samtali við Skessuhorn. Hann mun fylgja Ag- nesi á vísitasíu sinni um landshlut- ann. „Tilgangur biskupsvísitasíu er að heimsækja söfnuði landsins, skoða kirkjur, kirkjugarða, muni og eignir kirknanna. Biskup tekur m.a. þátt í helgihaldi, heimsækir stofn- anir í prestaköllunum og fundar auk þess með prestum og sóknar- nefndum um helgihald og trúarlíf,“ segir Þorbjörn Hlynur. Vísitasía biskups í Vestur- landsprófastsdæmi hefst með heim- sókn í Grunnskólann í Borgarnesi að morgni fimmtudagsins 30. janú- ar. Klukkan 14 sama dag verður guðsþjónusta í Brákarhlíð í Borg- arnesi og klukkan 20 verður messa í Borgarneskirkju þar sem biskup predikar. Föstudaginn 31. janú- ar hefst dagskráin klukkan 10:30 í Akrakirkju, síðan í Álftártungu- kirkju klukkan 14 og Álftaneskirkju klukkan 16. Fyrsta heimsókn í Garða- og Saurbæjar- prestakall Vísitasía biskups heldur svo áfram á sunnudaginn með heimsókn í hið nýja Garða- og Saurbæjarpresta- kall dagana 2. og 3. febrúar. Bisk- up mun þar heimsækja allar kirkju prestakallsins; Akraneskirkju, Leirárkirkju og Hallgrímskirkju í Saurbæ sunnudaginn 2. febrúar og Innra-Hólmskirkju mánudaginn 3. febrúar. Í ferð sinni á mánudegin- um mun biskup einnig heimsækja Dvalarheimilið Höfða og Fjöliðj- una á Akranesi. Að sögn séra Þrá- ins Haraldssonar sóknarprests mun biskup skoða kirkjurnar og ræða við presta og sóknarnefndir um starfið í þeim. Þetta er fyrsta vísitasía bisk- ups í hinu nýja sameinaða presta- kalli, en biskup Íslands vísiteraði prestaköllin síðast árið 2002. Hátíðarmessa verður í Akra- neskirkju sunnudaginn 2. febrúar kl. 11. Biskup predikar og prest- ar prestakallsins þjóna fyrir altari. Þessi messa er sameiginleg fyrir allt prestakallið. Þráinn Haraldsson sóknarprestur hvetur íbúa í presta- kallinu til að fjölmenna í kirkju þennan dag. mm Þjóðskrá Íslands hefur tekið sam- an upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara sem eru með skráða búsetu hér á landi eftir landshlut- um og sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember síðastlið- inn. Hlutfall erlendra ríkisborg- ara er afar breytilegt milli sveitar- félaga, eða frá rúmum 44% niður í 1% þó að jafnaði sé hlutfallið um 14% þegar horft er til allra sveitar- félaga í landinu. Hæsta hlutfall er- lendra ríkisborgara eru í Mýrdals- hreppi eða 44% íbúa hreppsins. Næst hæsta hlutfall erlendra rík- isborgara er í Skaftárhreppi með 33% og Bláskógabyggð með 28%. Þess má geta að það sveitafélag sem er með lægsta hlutfall íbúa með er- lent ríkisfang er Svalbarðshreppur en einn íbúi hreppsins er með er- lend ríkisfang þar sem gerir rúmt 1% íbúa. Þegar horft er til landshluta þá er hæsta hlutfall íbúa með erlent ríkis- fang á Suðurnesjum með 24% íbúa og Vestfirðir koma næst með 16% íbúa. Lægsta hlutfall íbúa með er- lend ríkisfang er á Norðurlandi eystra eða 8%. Hér á Vesturlandi er hlutfallið nærri landsmeðaltali eða 13%. mm Biskupsvísitasía framundan í Vesturlandsprófastsdæmi Áætla framkvæmdir fyrir 132 milljarða Hlutfall erlendra ríkisborgara eftir landshlutum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.