Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 202010
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Hvalfjarðarsveitar auglýsti eftir at-
hugasemdum um tillögu á breyt-
ingum á aðalskipulagi í auglýsingu
í Skessuhorni 27. nóvember síðast-
liðinn, auk þess sem hann sendi við-
eigandi stofnunum beiðni um at-
hugasemdir 2. desember. Tillagan
felur í sér þá breytingu að hluti opna
svæðisins í landi Dragháls til sér-
stakra nota verði breytt í landbún-
aðarland. Heimild er í lögum fyrir
vatnsaflsvirkjanir með rafafl að há-
marki 200 kW á skilgreindum land-
búnaðarsvæðum, að undanskildum
þeim svæðum sem eru á náttúru-
minjaskrá eða falla undir ákvæði 37.
gr laga um náttúruvernd.
Kalla eftir
athugasemdum
Svo virðist sem eigandi Dragháls
hafi þegar reist 8,3 kW vatnsafls-
virkjun í Draghálsá og fór sú fram-
kvæmd fram án tilskilinna leyfa
og umsagna á svæði sem ekki hef-
ur verið skilgreint landbúnað-
arland og voru framkvæmdirn-
ar því ólögmætar. Svo virðist sem
sveitarfélagið hafi því ákveðið að
bjóða upp á skipulagsferli eftir á í
stað þess að rífa niður ólögmæta
stíflu. Aðspurður segir Bogi Krist-
insson, skipulags- og umhverfis-
fulltrúi Hvalfjarðarsveitar, að að-
eins sé verið að kalla eftir athuga-
semdum áður en farið verður í al-
mennt skipulagsferli og að eng-
ar ákvarðanir hafi verið teknar um
hvort virkjunin sé komin til að vera
eða ekki. „Þetta ferli helgast af því
að stjórnvald skal sjá til þess að mál
sé nægjanlega upplýst áður ákvörð-
un er tekin í því sbr. 10. gr., 11. gr.,
12. gr., og 13. gr. stjórnsýslulaga
nr. 37/1993. Lýsingarferlið er það
sem báðir aðilar geta komið fram
með sínar athugasemdir og sveit-
arfélagið mun fara yfir þær áður
en næstu skref verða tekin,“ segir
Bogi. Eins og fyrr segir reisti land-
eigandi virkjunina án tilskilinna
leyfa og svo virðist sem sveitarfé-
lagið hafi heldur ekki vitað af fram-
kvæmdunum fyrr en þær voru vel á
veg komnar. „Þetta var risið þegar
ég tók til starfa hér,“ segir Bogi.
Ekki með
leyfir Fiskistofu
Nokkrar athugasemndir bárust
Hvalfjarðarsveit um málið, m.a. frá
Veiðifélagi Laxár í Leirársveit, þar
sem eru gerðar athugasemdir varð-
andi áhrif virkjunarframkvæmda á
veiðihlunnindi í Laxá í Leirársveit.
Draghálsá fóstrar laxastofn sem
hrygnir í Laxá og skilar veiðihlunn-
indum neðar á vatnasvæði árinnar.
Þá segir veiðifélagið að ef verði af
virkjunaráformum muni það skerða
uppeldisskilyrði seiða til fram-
tíðar og með óafturkræfum hætti
í hluta árinnar. Í umsögn Fiski-
stofu varðandi málið er minnt á að
framkvæmdir við vötn séu háðar
leyfi Fiskistofu skv. lögum, en ekki
hafi verið fengið slíkt leyfi. Undr-
ast Fiskistofa því að fá til umsagn-
ar þessar breytingar á aðalskipu-
lagi sem gerir ráð fyrir stíflu sem
myndar lón þegar búið er að reisa
stífluna. „Breytingin sem hér er til
umfjöllunar, þ.e. bygging stíflu og
vatnsfalsvirkjunar, er að mati Fiski-
stofu líkleg til að hafa umtalsverð
áhrif á lífríki vatnsins, bæði fyr-
ir ofan og fyrir neðan ófiskgeng-
an foss (lón og skert rennsli). Því
telur stofnunin mikilvægt að tekið
verði fullt tillit til þess þegar metið
er hvort breytt landnotkun er fýsi-
leg. Fiskistofa telur þó ferlið í tilviki
þessu óheppilegt og öfugsnúið þar
sem mat á umhverfisáhrifum er ætl-
að að skera úr um það hvort tiltekin
framkvæmd hafi óæskileg umhverf-
isáhrif og því eðlilegra að það hefði
átt að liggja fyrir áður en mannvirk-
ið var reist,“ segir í umsögn Fiski-
stofu. Að sögn Boga verður farið
yfir allar athugasemdirnar á fundi í
febrúar eða mars.
arg
Lögreglan á Vesturlandi hefur tek-
ið í notkun þrjá hitasjónauka. Að
sögn Ásmundar Kr. Ásmundsson-
ar aðstoðaryfirlögregluþjóns er um
að ræða mjög fullkominn búnað af
FLIR gerð sem er hannaður sér-
staklega fyrir lögreglu. Hann seg-
ir einn sjónaukann verða staðsett-
an á Akranesi, annan í Borgarnesi
og þann þriðja á Snæfellsnesi. „Bún-
aðinn má til dæmis nota til þess að
leita að týndu fólki. Hann verður
hafður í útkallsbílum og ef einhver
týnist getum við strax farið að skima
eftir honum,“ segir Ásmundur í
samtali við Skessuhorn. „Þá getum
við einnig rakið spor og séð í bíl-
slysum hvort setið hefur verið í öll-
um sætum bifreiðar, ef einhver kast-
ast út úr bílnum og þá einnig far-
ið að leita hans ef myrkur er,“ seg-
ir hann. „Samkvæmt upplýsingum
sem búnaðinum fylgja eigum við að
geta greint manneskju sem gefur frá
sér hita í 1,3 km fjarlægð. Búnaður-
inn er mjög fullkominn, spor sjást í
görðum ef þau eru ný og ef maður
leggur lófann á vegg og horfir síðan
á vegginn í gegnum hitasjónaukann
þá sér maður lófafarið á veggnum,“
bætir hann við.
Ásmundur segir að hitasjónaukar
sem þessir hafi verið notaðir af við-
bragðsaðilum og reynst vel, slökkvi-
liðið hafi til að mynda notað slíkan
búnað lengi. Þessa dagana er verið
að kynna búnaðinn og hvernig hann
virkar fyrir lögreglumönnum á Vest-
urlandi. kgk/ Ljósm. úr safni.
Matarklasi Snæfellsness var stofn-
aður síðastliðinn föstudag á stofn-
fundi í Bæringsstofu í Stykkis-
hólmi. Matarklasanum er ætlað að
vera vettvangur samstarfs í kring-
um þau markmið að gera Snæfells-
nes að áfangastað fyrir sælkera en
á sama tíma að auka aðgengi íbú-
anna að snæfellsku hráefni. Hann
er hugsaður sem vettvangur fyrir
hagsmunaaðila til að hittast, deila
þekkingu sinni og koma áframfæri
hugmyndum um hvernig má efla
og styrkja matartengda starfsemi á
svæðinu. „Eins og íbúar Snæfells-
ness vita vel þá er svæðið ríkt frá
náttúrunnar hendi þegar kemur að
mat og endurspeglast það í starf-
semi á svæðinu - hér eru stöndug
sjávarútvegsfyrirtæki, blómlegur
landbúnaður og hágæða veitinga-
staðir sem bjóða upp á mat úr hér-
aði. Þessi áhersla á mat kom einn-
ig sterklega í ljós við gerð svæðis-
skipulags Snæfellsness og í vinnu
við Svæðisgarðinn Snæfellsnes,“
segir á Facebook-síðu Svæðisgarðs-
ins Snæfellsness. „Það er skýr vilji
að matvælaframleiðsa fari fram í
beinum og nánum tengslum við
náttúruna og með sjálfbæra nýting
auðlinda að leiðarljósi. M.a. er lögð
áhersla á nýsköpun, að aðgengi að
snæfellsku hráefni og matvælum
aukist og að þekking á matvæla-
framleiðslu og menningu og hefð-
um verði efld.“
kgk
Hafa tekið hitasjónauka í notkun
Dýrindis fiskréttur reiddur fram á snæfellskum veitingastað. Ljósm. úr safni.
Matarklasi
Snæfellsness stofnaður
Horft niður eftir Draghálsá, skammt frá virkjuninni.
Eftiráskipulagsferli vegna virkjunar í Draghálsá
Vatnsaflsvirkjun í Draghálsá var reist án tilskilinna leyfa.