Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 202026
Pstiill - Geir Konráð Theódórsson
Hettupeysur
fáð� verðtilboð fyrir þin� hóp
www.smaprent.is • smaprent@smaprent.is • sími 666-5110
Ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira
er enginn sendingarkostnaður!
www.smaprent.is
900 kr/stk
Verð áður 1.290 kr/stk
1.290 kr/stk
1.500 kr/stk
Verð áður 2.990 kr/stk
990 kr/stk
400 kr/stk
Verð áður 1.990 kr/stk
1.990 kr/stk 1.490 kr/stk
Elís�
w
w
w
.s
m
ap
re
n
t.
is
TI
LB
O
Ð
SH
O
R
N
Við sendum út
um alLt LAND!
Það er undarlega gott að vera kom-
inn aftur hingað til Nígers í Vestur-
Afríku. Þegar leigubílstjórinn brun-
aði með mig heim frá flugvellinum
þá kom yfir mig ný tilfinningin sem
ég átti erfitt með að skilgreina. Ég
horfði á umhverfið og sá að á meðan
ég var í burtu á Íslandi hafði risið hálf-
kláraður skýjakljúfur hérna í hverfinu
mínu. Uppbyggingin hérna er hröð
og borgin sjálf er að breytast ört og
nútímavæðast. Mér þótti þetta skrít-
ið, þessi tilfinningin sem ég fann fyr-
ir var svipuð og þegar ég sá B59 hót-
elið rísa í Borgarnesi. Þetta var breyt-
ing á stað sem mér þykir vænt um.
Ég áttaði mig á að ég fann ekki leng-
ur fyrir því að ég væri hlutlaus gest-
ur að heimsækja þessa borg, í staðinn
upplifði ég mig sem íbúa sem væri að
koma heim. Ég var farinn að horfa á
þennan stað með svipuðum augum og
ég horfi á blessaða Borgarnesið mitt.
Þetta fékk mig til að brosa, þarna var
ég í leigubílnum sem brunaði í gegn-
um sandinn og rykið, og ég fattaði að
þessi tilfinning var brennandi þörfin
til að gera eitthvað eins og að skella
sér í heita pottinn með hádegisliðinu
eða setjast með kaffibolla við borð-
ið í Kaupfélaginu, að finna stað og
stund til að ræða málin við heimafólk
og hafa skoðun á þessum breyting-
um í nágrenninu mínu. Ég var orðinn
heimamaður.
Þrátt yfir að hér vanti auðvitað heita
pottinn og Kaupfélagið og þrátt fyrir
að það sé skrítið að viðurkenna þessa
tilfinningu, þá veit ég að partur af mér
á núna heima hérna í Níger. Mér þyk-
ir vænt um staðinn, hann á eitthvað í
mér og mér þykir vænt um fólkið og
ég finn að ég hlakka til að deila reynsl-
unni af lífinu hérna með ykkur. En
ég játa að síðasti pistill frá mér hér í
Skessuhorninu var frekar þungur og
alvarlegur, það bara brann á mér þetta
alvarlega málefni um flóttafólkið í
eyðimörkinni. Sama tilfinning kom
aftur yfir mig í síðustu viku þegar það
var gerð eldflaugaárás hérna á borg-
ina Niamey, blessunarlega misheppn-
aðist hún og enginn slasaðist, því það
er auðvitað margt alvarlegt hérna á
þessu svæði. En ég vil frekar reyna að
fjalla um hið góða og jákvæða.
Því vil ég segja ykkur frá heimsókn
minni á barnaspítalann CURE hér í
Niamey. CURE eru alþjóðleg kristin
hjálparsamtök sem hafa það að mark-
miði að setja upp og reka barnaspítala
í vanþróuðum löndum. Hérna í Níger
sérhæfa þau sig í að framkvæma að-
gerðir á börnum sem eru holgóma,
börnum sem hafa orðið fyrir miklum
brunasárum sem og börnum sem geta
ekki gengið vegna ýmissa ástæðna.
Lífið í vanþróaðasta landi í heimi
er erfitt og alveg sérstaklega fyr-
ir þessi börn. Oftast hafa fjölskyldur
þeirra enga möguleika á læknisþjón-
ustu og þau alast upp í mikilli eymd
og vonleysi. Þegar ég gekk um spít-
alann með vinum mínum Joel og
Ezekiel sem vinna þarna og túlkuðu
fyrir mig, þá var einstaklega erfitt að
heyra sögurnar frá fólkinu. Hvernig
það væri að alast upp í þorpi þar sem
allir sögðu að fötlun væri bölvun og
ekkert væri hægt að gera til að breyta
því. Hvernig það væri að eiga sér ekki
venjulegt nafn í þorpinu heldur bara
heyra uppnefni eins og „skakklappi“
eða „skrímslaandlit“ og að uppáhalds-
leikur unglinganna væri að hrekkja
þig og hrinda þér um koll. Hvernig
það væri að vera hrakinn burt frá skól-
anum vegna þess að það væri tilgangs-
laust að sóa menntun á barn sem væri
fætt til að verða betlari.
Þetta heyrði ég og ég gerði mitt
besta til að halda andlitinu, þetta
var skelfilegt að heyra en þegar ég
horfði um svæðið virtist fólkið samt
svo vongott. Túlkurinn minn sagði
að þetta fólk væri hið heppna. Þetta
voru mæður og börn sem byggju á
spítalasvæðinu á meðan börnin væru
að jafna sig eftir aðgerðirnar. CURE
spítalinn er sá eini hérna sem sér-
hæfir sig í þessum aðgerðum og því
miður er biðlistinn langur. Á meðan
ég hlustaði á sögurnar þá heyrði ég
stundum vel hljóðin í verkfærunum
sem voru notuð á skurðstofunni til
að saga í sundur og leiðrétta bein-
in. Þetta er ekki stór spítali en þar
gera allir sitt besta, læknarnir þarna
ná að framkvæma í kringum sex að-
gerðir á dag en þeir gætu gert betur
ef þeir fengju fleiri lækna. Á útisvæð-
inu í kringum skurðstofuhúsið sá ég
börn um allt, þau voru í hjólastólum,
á hækjum, í gifsi og með sárabindi, öll
að gera sitt besta til að vera bara börn
og leika sér.
Fyrir mikið af þessum börnum
hefur öll ævin verið einkennd af því
sem var líkamlega að þeim, fyrir sum
þeirra var fötlunin jafnvel nafn þeirra.
Þau koma hingað með foreldrum sín-
um, þau fara í röntgenmyndatöku og
greiningu, og ef læknarnir á CURE
geta hjálpað þá fara þau á biðlista og
svo á endanum í aðgerð. Eftir aðgerð-
ina kemur líkamleg endurhæfing og
nýtt líf, en til að hjálpa þeim með lífið
þurfa þau líka andlega endurhæfingu.
Ég fékk að vera með hópnum þegar
börnin í endurhæfingunni komu sam-
an fyrir kennslustund í listrænni tján-
ingu. Ég sat á gólfinu innan um öll
þessi börn, og með pínulítinn dreng
sem klifraði upp í fangið á mér, og ég
hlustaði með þeim á vinalega félags-
ráðgjafann tala á Hausa tungumálinu
um hvað sé best að gera ef einhver
kemur og er að stríða manni. Túlk-
urinn þýddi fyrir mig á meðan litli
drengurinn í fanginu brosti og renndi
fingrunum í gegnum furðulega síða
hárið mitt. Ég horfði út um gluggann
og horfði á mæðurnar í litríkum
klæðnaði ganga framhjá og veifa til
barnanna, þær voru á leiðinni út í
spítalagarðinn til að sjá um sameigin-
legu matjurtagarðana. Allt í einu var
fyrirlesturinn búinn, börnin kinkuðu
brosandi kolli og starfsfólkið hjálpaði
þeim að koma sér fyrir um herbergið
til að teikna andlit og segja sögur til
að vinna með tilfinningarnar sínar. Ég
kvaddi litla drenginn og læddist út á
meðan krakkarnir voru niðursokkn-
ir í að lita brosandi andlitin. Það var
kominn tími fyrir mig að fara heim.
Þegar heimsókninni var lokið
kvaddi ég læknana, hjúkrunarfræð-
ingana og allt hitt starfsfólkið og
þakkaði þeim fyrir að fá að heimsækja
það og fyrir það göfuga starf sem
þau væru að vinna á þessum stað. Ég
kvaddi og gekk brosandi og vongóður
í átt að bílnum mínum, en á leiðinni
út þá sá ég biðsvæðið. Þarna var fólkið
sem var á biðlistanum eftir að koma
börnunum sínum í aðgerð, og ég vissi
að að margt af þessu fólki var með
börn sem læknarnir hérna á CURE
geta ekki hjálpað. Brosið mitt hvarf en
ég var og er samt vongóður. Heima-
fólk hér í Níger sem og erlendir að-
ilar eru að gera sitt besta til að hjálpa,
og vonandi geta öll börn einn daginn
fengið þá aðstoð sem þau þurfa.
Ég mun fjalla betur um CURE
spítalann í Samfélaginu á Rás 1 á
næstunni, en þangað til vil ég benda
ykkur á www.cure.org ef þið viljið
fræðast meira um starfið.
Geir Konráð Theódórsson í Níger.
Fjöllum frekar um barnaspítala
en eldflaugaárásir
Starfsstúlka á sjúkrahúsinu með lítinn dreng. Leyfi foreldris fékkst til að fá að
birta þessa mynd.