Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 2020 19 Laugardaginn 1. febrúar verða 90 ár liðin síðan Kvenfélagasamband Ís- lands var stofnað. Félagið er sam- starfsvettvangur og málsvari kven- félaganna í landinu og er fjölmenn- asta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu. Innan félagsins eru 17 héraðssambönd með 154 kven- félög sem telja um 5000 félagskon- ur. Kvenfélögin hafa gegnt því hlut- verki í gegnum árin að safna pening- um til góðra málefna og í tilefni af- mælisins ætla kvenfélög um allt land að standa fyrir sameiginlegri söfnun. Safnað verður fyrir tækjum og hug- búnaði honum tengdum, sem mun gagnast konum um allt land. Um er að ræða mónitora og ómtæki og raf- rænar tengingar milli landsbyggðar og Landspítalans. „Þessi tæki munu sérstaklega gagnast konum á lands- byggðinni en með tilkomu þeirra geta konur farið í skoðun hjá lækni í sinni heimabyggð og sérfræðingur í Reykjavík getur fylgst með á hin- um enda línunnar. Konur þurfa því ekki að ferðast um langan veg til að hitta sérfræðilækna,“ segir Linda B. Sverrisdóttir, nefndarkona í afmæl- isnefnd KÍ og meðlimur í Kvenfé- lagi Borgarness í samtali við Skessu- horn. Selja armbönd og súkkulaði Safnað verður fyrir tækjunum með sölu á armböndum og súkkulaði. Hvert kvenfélag ákveður hvernig sölunni verður háttað, hvort kon- urnar gangi í hús, selji á viðburðum eins og bæjarhátíðum eða með öðr- um hætti. „Það er konum í kven- félögunum alveg frjálst hvernig þær selji vörurnar en í Borgarnesi þyk- ir mér líklegt að við verðum með sölu á viðburðum eins og 17. júní og Brákarhátíð. Svo er hugmynd- in að láta þetta bara berast konu frá konu,“ segir Linda. Fjáröflun- in mun standa yfir í heilt ár og 1. febrúar á næsta ári er áætlað að af- henda gjafirnar. Þá eru ýmsir við- burðir í vinnslu á afmælisárinu og verða þeir auglýstir nánar þegar líður að þeim. Sá ekki fyrir sér að vera í kvenfélagi Linda er búin að búa í Borgarnesi í fjögur ár og fyrir tveimur og hálfu ári ákvað hún að ganga í kvenfé- lagið. „Ég hafði aldrei séð fyrir mér að gerast meðlimur í kvenfélagi og detta svona ægilega inn í þetta, en mikið er þetta skemmtilegt,“ seg- ir Linda. „Við í kvenfélaginu hér í Borgarnesi stöndum fyrir viðburð- um á 17. júní og Brákarhátíð, þar sem við erum með vöfflusölu og bröns. Þá söfnum við fyrir skólann, Brákarhlíð eða öðrum góðum mál- efnum. Kvenfélögin hér í Borgar- byggð hafa líka tekið höndum sam- an og safnað fyrir Heilbrigðisstofn- un Vesturlands og það er rosalega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í slíku,“ segir Linda. Eins og fyrr segir á Kvenfélaga- samband Íslands afmæli næstkom- andi laugardag og verður degin- um fagnað á Bessastöðum. Þar ætl- ar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands að taka á móti kvenfélags- konum í afmælisnefnd KÍ, stjórnar- konum og fyrrum forsetum KÍ og söfnuninni verður þá formlega ýtt úr vör. arg/ Ljósm. aðsendar Kvenfélagasamband Íslands 90 ára: Safna á afmælisári fyrir búnaði sem gagnast konum á öllu landinu Kvenfélögin munu safna fyrir mónitorum og ómtækjum og rafrænum tengingar milli landsbyggðar og Landspítalans, með sölu á armböndum og súkkulaði.Linda B. Sverrisdóttir nefndarkona í afmælisnefnd KÍ og meðlimur í Kvenfélagi Borgarness. Hákon Svavarsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali Granaskjól 18 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ 17-18 Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja 75,6 fm íbúð í kjallara lítið niðurgrafin, í þríbýlishúsi á þessum eftirsótta stað í Vestur- bænum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Eldhús með nýlegri inn- réttingu. Baðherbergi með baðkari, flísar á gólfi. Stofan er björt og rúmgóð. Í sameign á hæðinni er þvottahús. Búið er að endur- nýja m.a. Járn á þaki,gólfefni,skolplagnir myndaðar 2005, Rafmagn dregið í íbúð, tenglum og rofum skipt út. Hús múrviðgert og málað 2013. Gluggar og gler yfirfarin. Ásett verð 29,9 millj. Hákon Svavarsson tekur á móti ykkur í dag milli kl 17 og 18. OPI Ð H ÚS Stillholt 21 - Akranesi - 21 íbúð af 37 seldar. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Allar nánari uppl. Veitir Hákon í síma 898-9396 eða á netfanginu hakon@valfell.is Opið hús laugardaginn 1. febrúar frá kl 13.00 til 14.00. Gengið inn um aðalinngang frá efra bilastæði. Íbúðir á 2. hæð verða til sýnis. Íbúðirnar eru í 10 hæða klæddu lyftuhúsi, Íbúðirnar seljast fullbúnar án gólfefna, forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. 2ja til 3ja herb íbúð 94,7 fm á 1 hæð merkt 0101 verð 39,0 millj. ( ein íbúð eftir ) 3ja herb. íbúðir 105 fm til 107 fm, Íbúðunum fylgir stæði í bíla- kjallara o sérgeymsla í kjallara. Verð frá 46,6 millj. til 51,9 millj. 4ra herbergja íbúðirnar eru frá 126 fm til 128 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílskýli og sérgeymsla í kjallara. Verð frá 56,4 millj til 59,4 millj. 190,4 fm þakíbúð með stórkostlegu útsýni af tvennum svölum til suðurs og vesturs, svalirnar eru 33,4 fm og 24,2 fm. Íbúðin er á 10. hæð í lyftuhúsnæði, stæði í bílskýli í bílakjallara. Verð 85,8 millj. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandanum HTH, Innihurðir og flísar frá Parka. Heimilistæki frá Ormsson. Þingvangur ehf byggir 10. hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi , staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1. Akranesi. Afhending í s.l. lok apríl 2020. OPIÐ HÚS 16 EIGNIR EFTIR Kynnið ykkur teikningar inn á www.thingvangur.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.