Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 2020 23
Michael Back flutti frá Kaup-
mannahöfn til Íslands fyrir um
einu og hálfu ári og settist þá að í
Borgarnesi ásamt Heiðrúnu Helgu
Bjarnadóttur og börnunum þeirra
tveimur. Við heimkomu tóku þau
hjónin við rekstri gistiheimilis-
ins Kríu guesthouse af foreldrum
Heiðrúnar. Michael, sem er bifvéla-
virki og verkfræðingur að mennt,
fór auk þess að vinna á bifvélaverk-
stæðinu Bílabæ í Borgarnesi í um
eitt ár. Hann hefur nú stofnað sitt
eigið fyrirtæki, Kría Services, þar
sem hann getur tekið á móti bílum
í smurþjónustu, stýrisendaskipti,
bremsuviðgerðir, aflestur, pústvið-
gerðir, spindilkúlur, ballansstang-
arenda, skipti á rafgeymi, alterna-
tor og startara og önnur verkefni
auk þess sem hann ætlar að bjóða
upp á jeppaferðir fyrir gesti Kríu
guesthouse.
Vildi vinna úti
Michael er fæddur og uppalinn
í Danmörku og hafði unnið sem
verkfræðingur á skrifstofu í Kaup-
mannahöfn í tíu ár þegar fjöl-
skyldan ákvað að breyta alveg um
stefnu. „Ég var búinn að fá nóg
af skrifstofuvinnunni og langaði
að geta unnið meira úti. Við vor-
um líka bæði komin með nóg af
stórborgarlífinu og vildum kom-
ast í sveit og ákváðum því að flytja
til Íslands,“ segir Michael. „Áður
en við fluttum var ég að reyna að
ímynda mér hvað ég vildi gera á
Íslandi og hvernig lífið hér myndi
vera. Það fyrsta sem mér datt í
hug var að ég vildi vinna úti, eitt-
hvað tengt jeppum,“ segir Micha-
el. Þar sem þau hjónin reka gisti-
heimili fannst þeim upplagt að
bjóða gestum sínum upp á jeppa-
ferðir og keyptu þau Land Cruiser
jeppa sem Michael breytti fyrir 40“
dekk. „Það sem ég hef lært í ferða-
þjónustunni er að það gerist ekkert
á einum degi og það mun taka tíma
að byggja þessa hugmynd upp. Ég
er með þessa fínu aðstöðu hér til
að opna verkstæði þar sem ég get
unnið á milli ferða,“ segir Micha-
el og bætir því við að viðskipta-
vinir séu byrjaði að koma til hans.
„Ég er búinn að skrifa fyrstu reikn-
ingana, sem er alltaf mjög spenn-
andi þegar maður er að byrja með
sitt eigið fyrirtæki, að sjá vinn-
una manns skila sér. Það tekur þó
tíma fyrir fólk að átta sig á að ég er
hérna en ég er bjartsýnn á að þetta
muni ganga vel.“
Nýtur íslenskrar
náttúru
Var ekki erfitt að flytja úr stórborg í
lítinn bæ eins og Borgarnes? „Fyrst
var þetta erfitt en núna þegar við
erum búin að lenda almennilega
og ég búinn að átta mig betur á líf-
inu á Íslandi þá er þetta bara gott.
Það tekur tíma að venjast svona
breytingum en fólkið hér tók rosa-
lega vel á móti okkur. Fyrsta árið
var ég að átta mig á hvernig Ísland
er, hvernig veturinn hér er og svo-
leiðis en núna er ég búinn að læra
betur inn á það og veit við hverju
ég má búast. Ég er búinn að átta
mig á að það er best að notur vet-
urinn bara og þá er hann bara góð-
ur, ef maður bara er úti í snjónum
og gera eitthvað, það gerir vetur-
inn auðveldari,“ segir Michael og
brosir. Aðspurður segir hann veðr-
ið á Íslandi ekki angra sig. „Veðr-
ið skiptir engu þegar maður er úti
að gera eitthvað skemmtilegt. Mér
þykir svo gott að vera í íslensku
náttúrunni, finna vindinn og rign-
inguna. Þetta er það sem mig lang-
ar mest að gera, njóta náttúrunnar
og núna er ég spenntur að komast
út í snjóinn og upp á jökul á jeppan-
um,“ segir Michael ánægður. Hann
hefur ferðast mikið um hálendi Ís-
lands á enduro mótorhjóli með úti-
vistar- og ferðaklúbbnum Slóða-
vinum svo Michael er vel kunnug-
ur íslenskri náttúru.
Persónulegar ferðir
Í Danmörku er lítið um breytta
jeppa svo breytingarnar á bíln-
um voru alveg nýtt verkefni fyr-
ir Michael sem þurfti að kynna
sér allt ferlið vel áður en hann gat
byrjað. „Þetta var rosalega spenn-
andi verkefni fyrri mig, ég þurfti
að kynna mér vel hvað ég þyrfti
að gera og hvernig best væri að
gera það og svo bara lét ég vaða
og það tókst og bíllinn er klár,“
segir hann og brosir. Michael hef-
ur aðeins prófað jeppann og seg-
ir hann koma vel út. Þá er hann
líka búinn að skrá sig í björgun-
arsveitina Brák þar sem hann vill
láta gott af sér leiða, taka þátt í
björgun, kynnast fólki og kynnast
íslenskri náttúru betur en Micha-
el er byrjaður á námskeiði til að
verða björgunarmaður. Spurður
hvenær hann fer í fyrstu jeppa-
ferðirnar segist hann vonast til
að geta byrjað í vor en hann ætlar
að bjóða upp á sérsniðnar ferðir
fyrir hvern og einn hóp. „Ég gæti
farið með fólk í alls konar ferðir,
upp á jökul eða jafnvel bara hér út
í sveit að skoða íslenska náttúru.
Ég vil að þetta sé persónulegt,“
segir Michael.
arg
Í Hyrnutorgi í Borgarnesi hefur
verið sett upp sýning á myndum
sem gerðar voru af börnum í leik-
skólanum Panevezio Kastycio Ram-
anausko lopselis-darzelis í Paneve-
zys Litháen. Guðrún Vala Elísdótt-
ir var stödd í Litháen í lok október
þar sem hún hitti Otiliju vinkonu
sína, sem bjó ásamt Dariusi manni
sínum í Borgarnesi um árabil. Þar
hitti Guðrún Vala einnig Karolinu,
systur Otiliju, sem er leikskóla-
kennari og bað Guðrúnu Völu um
að hjálpa sér við að koma listaverk-
um nemenda sinna á framfæri á Ís-
landi sem hluta af verkefni sem þau
kalla „Ég get skapað“. Í verkefninu
eru börnin hvött til að vinna lista-
verk og deila þeim því viðbrögð frá
öðrum krökkum eða fullorðnum
hjálpar vil að auka sjálfstraust og
hefur kynnt fyrir þeim vináttu um
allan heim. Því sendir leikskólinn
listaverk barnanna til Íslands þar
sem þau vonast til að margir sjái og
njóti þeirra. Börnin bíða svo spennt
eftir staðfestingu á að verkin þeirra
hafi ferðast um langan veg, alla leið
til Íslands.
Guðrún Vala hafði samband við
Magréti Katrínu Guðnadóttur
kaupfélagsstjóra og fékk leyfi til að
setja upp myndirnar í Hyrnutorgi.
„Ég vona að sem fleistir hafa gam-
an að sjá og upplifa listsköpun þess-
ara leikskólabarna í Litháen og veit
að þau verða mjög stolt yfir því að
myndirnar hafi náð til Íslands. Satt
að segja finnst mér myndirnar mjög
fallegar hjá þeim og þær sýna okkur
líka hvað við eigum margt sameig-
inlegt þrátt fyrir ólíka menningu.
Mér finnst samstarf á milli landa
bæði gagnlegt og skemmtilegt, það
dregur úr fordómum og opnar á
marga möguleika,“ segir Guðrún
Vala.
argGuðrún Vala Elísdóttir með listaverk Litháísku barnanna í bakgrunni.
Litháísk listaverk til sýnis í Hyrnutorgi
Michael á verkstæðinu sem hann opnaði í Borgarnesi.
Flutti til Íslands frá Kaupmannahöfn
og byggir upp ferðaþjónustu
Michael keypti Land Cruiser jeppa sem hann ætlar að nota til að fara í ferðir með gesti Kríu guesthouse.