Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 2020 27 Vísnahorn Jæja gott fólk nú hefst eða raunar er hafinn tími þorrablótanna og vissu- lega mikilvægt að þau fari vel fram. Og að sjálf- sögðu er mikilvægi setningarræðunnar ótví- rætt. Jóhannes í Ásakoti hélt stutta en nota- drjúga setningarræðu á Þorrablóti Biskups- tungna: Gerist okkar geð nú létt, við guðaveigaforða. Þorrablótið það er sett, þið skuluð fara’að borða. Og í svipuðum anda kveður Ingólfur Ómar: Guma er í geði létt gamanvísur kyrjar, þorrablótið það er sett þegar átið byrjar. Einn góður maður var að setja þorrablót sveitar sinnar og kynnti meðal annars happ- drættisvinning sem var „Vodkaflaska sem verður afhent hér við hátíðlega athöfn þeg- ar búið er úr henni.“ Á sinni tíð orti Kristján okkar Eldjárn en ég er reyndar óviss um hvort hann var með þorrablót í huga: Að eyða sínum ævidögum í átveislum og drykkjuklið er synd gegn guðs og lífsins lögum og liggur dauðarefsing við. Sumar konur hafa haldið því fram að leiðin að hjarta karlmannsins liggi um magann. Aðr- ir telja að þær sem halda því fram setji markið of hátt. Hólmfríður Bjartmarsdóttir svaraði þessu þannig: Vonlaus er sá vegurinn víst má nærri geta. Hann verður ekki ástfanginn af öðru en að éta. Og um líkt efni kveður Ingibjörg Gísla- dóttir: Af matarást verður mönnum hlýtt má það styðja rökum. Ég hef fengið bónorð blítt bara af þeim sökum. Böðvar frá Hnífsdal hafði þetta að segja um ástina: Löngum freistar mannsins mær, margur konum unni. Ástin kemur oftast nær undir meltingunni. Einhver ágætur maður orti hinsvegar þegar kærastan sagði honum upp: Þó að bregðist Manga mér mun eg lítið kveina; Guð á margar Gunnur sér og getur lánað eina. Ólína Jónasdótlir á Sauðárkróki orti ein- hvern daginn. Hef svosem ekki hugmynd um hvort það var á þorrablóti en auðvitað get ég heldur ekki afsannað að svo sé: Viðsjár geta verið hér víða á Bretans leiðum, þó að hreti æskan er á reknetaveiðum. Þorrablótin hafa nefnilega reynst drjúggóð til hjúskaparmiðlunar. Ja ekki verr en Tinder allavega. Sveinbjörn Beinteinsson hlaut ein- hvern tímann það verkefni að botna eftirfar- andi fyrripart: Stundum óttan er þeim góð, sem eiga nótt að vini. Hann bætti við á örskammri stundu: n mörgum þótti mjúklátt fljóð morgunljótt i skini. Það er nefnilega ekki alveg sama birtan sem gildir fyrir eitt síðkvöld og fyrir alla morgna ævinnar en einhver orti þessa allavega. Ég hef bara ekki hugmynd um hver það var: Eðlið besta Adam gaf, ekki leiðist neinum við að tína eplin af ástarinnar greinum. Svo enn sé nú haldið áfram að ræða þorra- blótin og þorramatinn sem reyndar var til skamms tíma venjulegur hversdagsmatur á venjulegum heimilum skulu rifjaðar upp nokkrar vísur eftir Björgvin Rúnar Leifsson: Hákarl, hvalur, sultað svín, sviðin höfuð lamba. Á bóndadaginn brennivín bara vil ég þamba. Sjóða mun ég saltað ket senn með gulum baunum. Aftansmatinn etið get engum haldinn raunum. En það má líka vera með tilbreytingu í þorra- matnum alveg á sama hátt og veganistarnir eru stöðugt að finna upp einhverjar grænmetis- eftirlíkingar af kjötréttum í stað þess að leyfa grænmetinu að njóta sín á eigin forsendum. „Tilraunir eiga alltaf rétt á sér“ sagði gamall skólastjóri minn fyrir margt löngu: Stundum et í einum dúr ýmsa skrýtna rétti. Marglittu má setja’í súr með sviðnum villiketti. Í leiðindaveðri einhvern tímann í Þorra- byrjun eða fyrr sat Sigfús Jónson við eldhús- borðið með kaffibollann sinn og virti fyrir sér hryðjurnar: Kneifa hlýðinn kaffilút, kátur bíð í vari. Ég er síður settur út í svona tíðarfari. Ólína Jónasdóttir orti líka þorravísur og hér kemur aðeins sýnishorn af þeim: Fljóða kennir kosta hér kulda enn þau skáka. Fagna menn, því úti er eldri kvenna hláka. Þorra hvæsir hvofti í krapi ræsin hleður. Bárur æsir upp á ný austan þræsingsveður. Finnbogi Kristófersson í Galtarholti er tal- inn hafa ort eftirfarandi vísur trúlega um Þór- unni systur sína. Finnbogi var sjálfur barn- laus og Þórunn eldri en hann þannig að það er spurning sem verður trúlega aldrei svarað héðan af hvort þær eru ekki eftir föður þeirra Kristófer Finnbogason. En hvað um það hér koma þær: Augun bæði blíð og hörð, blika í Tótu minni, engin stúlka eins vel gjörð, er í veröldinni. Sokkar ljótir, greipin grá, gremja snót á sinni, tolla fótum illa á, ungri Tótu minni. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Ég er síður settur út - í svona tíðarfari Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út fornbátaskrá og leið- arvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa. útgáfan er afrakstur mikillar vinnu undanfarin ár og hef- ur það að meginmarkmiði að vekja aukna athygli á stöðu bátaverndar í landinu. Um tuttugu söfn, setur og sýningar um land allt eiga aðild að samtökunum. „Tilgangurinn með gerð forn- bátaskrárinnar er að safna upplýs- ingum um varðveitta fornbáta og gefa yfirlit yfir stöðu bátaverndar í landinu; þ.e. hvaða bátar hafa ver- ið teknir til varðveislu, gefa grein- argóða lýsingu á þeim, segja sögu þeirra og fleira. Lögð var áhersla á gildi einstakra báta en einnig að fá yfirsýn yfir hvað til er í landinu og draga fram sérstöðu bátanna sem hluta af heild. Skránni er ætlað að stuðla að bættri bátavernd og auðvelda alla vinnu við ákvarðatökur um hvað æskilegt sé að varðveita til fram- tíðar og hvað ekki. Það getur bæði átt við um ný aðföng á söfnum, báta sem ekki hafa hlotið formlega við- urkenningu sem safngripir og grisj- un, en þá er yfirsýn grundvallaratr- iði. Þá mun skráin væntanlega einn- ig koma að gagni við styrkveitingar. Ennfremur er skránni ætlað er að gera bátaarfinn sýnilegan umfram það sem nú er í þeirri von að auka skilning stjórnvalda og almennings á gildi hans. Skráin mun jafnframt stórbæta aðgengi almennings að þessum hluta menningararfsins og auðvelda frekari rannsóknarvinnu,“ segir í tilkynningu frá útgefendum. Ritin má nálgast hér: http://ba- tasmidi.is/files/ mm Þriðjudagskvöldið 4. febrú- ar næstkomandi flytur Víf- ill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV og dósent við Há- skólann á Akureyri, fyrirlest- ur í Snorrastofu með heitinu Grasrótin og gervigreind. Undirheiti hans ber í sér hina áhugaverðu spurningu: Geta mennta- og menn- ingarstofnanir fleytt lands- byggðinni inn í framtíðina? Fyrirlesturinn byggir á könnun, sem gerð var árin 2016 og 2017, þar sem leit- að var svara við því hvort menntunarstig sé hærra á svæðum landsbyggðarinnar þar sem mennta- og menn- ingarstofnanir eru og meðal annars hvernig það hafi áhrif á viðhorf íbúanna til búsetu og brottflutnings. Vífill seg- ir um efnið: „Yfirleitt er tal- að um að menntun sé mikil- væg samfélögum. Það virðist engum vafa undirorpið þeg- ar stór samfélög eru skoðuð. Þegar kemur að einstaka land- svæðum fullyrða menn ekki alltaf af mikilli sannfæringu að menntun sé til bóta. Stundum er því haldið fram að menntastofnanir mennti unga fólkið „í burtu“ vegna þess að það séu engin eða illa launuð tækifæri fyrir það í heimabyggð sinni.“ Í erindinu verður skoðað hvort meiri menntun fólks hafi mögulega áhrif á hvort það sé ánægðara með stöðu sína á vinnu- markaði úti á landi t.d. atvinnuör- yggi og laun. Einnig hvort meiri menntun fólks hafi áhrif á ánægju með þau gæði og þá þjónustu sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða, t.d. leikskóla, grunnskóla, menninguna heima í héraði, ná- lægðina við náttúruna og margt fleira. Vífill Karlsson lauk Cand. Mag. prófi í hagfræði árið 1995 frá Há- skólanum í Björgvin og Cand. Polit. prófi í hagfræði frá sama skóla árið 1997. Hann starfaði að kennslu og rannsóknum við Háskólann á Bifröst 1996 - 2008, þar af sem aðstoðarrektor 1999 – 2000. Vífill hóf kennslu við Háskólann á Akureyri samhliða atvinnuráðgjöf hjá SSV árið 2008 og lauk dokt- orsnámi í hagfræði frá Há- skóla Íslands 2012. Nú er hann dósent við Háskólann á Akureyri. Svæðahagfræði er hans fyrsta sérsvið en auð- linda- og umhverfishagfræði annað sérsvið. Vífill hefur einkum rannsakað orsakir búferlaflutninga og velferð íbúa í hinum dreifðu byggð- um ásamt rannsóknum á samgöngum og fasteigna- markaði. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 í Bókhlöðu Snorrastofu og er hluti fyrirlestraraðarinn- ar Fyrirlestrar í héraði og að venju verður boðið til kaffiveit- inga og umræðna. Eins og geta má nærri er efni fyrirlestursins hugleikið efni í menningarstofn- unum héraðsins og snertir íbúa þess með beinum hætti. Snorra- stofa hvetur því alla til að koma og hlýða á þetta áhugaverða sjón- arhorn, sem Vífill Karlsson kynn- ir. Aðgangseyrir er kr. 1000. mm Gustur SH á Bátadögum á Breiðafirði. Ljósm. úr fornbátaskrá. Fornbátaskrá og leiðarvísir um varðsveislugildi gamalla báta Grasrótin og gervigreind á fyrirlestri í héraði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.