Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 202012 Síðastliðið fimmtudagskvöld boð- aði Akraneskaupstaðar íbúa og full- trúa atvinnulífsins til opins fund- ar um atvinnumál á Garðavöllum. Óhætt er að segja að mikill áhugi hafi verið fyrir umræðuefninu, en gestir voru um 130 þegar mest var. Markmið bæjaryfirvalda með fund- inum var að fá íbúa og fyrirtækja- eigendur að borði og ræða upp- byggingu atvinnulífs með sérstakri áherslu á Breið og nágrenni. Bæj- arfélagið og sjávarútvegsfyrirtækið Brim á mestan hluta lands á Breið- inni, alls um ellefu hektara lands. Fyrirkomulag fundarins var með þeim hætti að Sævar Freyr Þráins- son bæjarstjóri fór í upphafi yfir helstu mál sem snerta uppbygg- ingu atvinnulífs, fasteignaskatta, möguleika, áskoranir, skipulags- mál og einstök verkefni. Að því búnu kynntu tveir sérfræðingar frá KPMG, þeir Steinþór Pálsson og Sævar Kristinsson, sviðsmynd- ir um framtíð atvinnulífs á Vestur- landi og kynntu auk þess ólíka val- kosti um hvernig styrkja má upp- byggingu atvinnulífs í bæjarfélag- inu með áherslu á Breið og ná- grenni. Eftir framsögur og kynn- ingar var fundarfólki skipað í hópa sem ræddu aðgreind mál og skráðu á blöð hugmyndir um Akranes framtíðarinnar. Afrakstur þeirrar hugmyndavinnu verður síðan not- aður sem innlegg til áframhaldandi stefnumótunar í atvinnulífi í bæjar- félaginu. Flóahverfi með skipu- lögðum atvinnulóðum Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fór í upphafi fundar yfir ýmis at- riði sem unnið er að og snertir at- vinnuuppbyggingu og skipulags- mál. Í skipulagsmálum nefndi hann að í Flóahverfi eru 58 atvinnulóð- ir skipulagðar og tilbúnar til út- hlutunar, frá 0,4 - 1,7 hektarar að stærð. Bæjarfélagið hyggst mark- aðssetja þær sem vænlegan kost fyrir fyrirtæki. Orkuveita Reykja- víkur mun verða frumbyggi í Flóa- hverfi með byggingu yfir starfsemi sína og þar með flutning frá Dal- braut. Þá er að sögn Sævars í gangi vinna við skipulag við Langasand- sreitinn, en á honum verður byrjað að byggja við Mánabraut og Suð- urgötu, áfram er unnið að skipulagi í Skógarhverfi og á Dalbrautarreit og næst í röðinni verður enn frek- ari uppbygging á Langasandsreitn- um, sem fram til þessa hefur gengið undir nafninu Sementsreitur. Sæv- ar gat þess að vel heppnað verk- efni um Guðlaugu við Langasand gæfi fyrirheit um að aukin heilsu- tengd ferðaþjónusta á svæðinu við Langasand gæti reynst skynsamleg ráðstöfun. Hugmyndasamkeppni um framtíðar skipulag svæðisins væri framundan. Sérfræðisetur í lið- skiptum og gagnaver Þá nefndi bæjarstjórinn að í um- ræðunni væri að skapa Heilbrigðis- stofnun Vesturlands sérstöðu með því að byggja þar upp sérfræðiset- ur í liðskiptaaðgerðum. Batt hann miklar vonir við það verkefni. Heil- brigðisyfirvöld stefndu að allt að 430 liðskiptaaðgerðum á ári. Slík starfsemi gæti kallað á bæði bein og afleidd störf. Þá nefndi hann und- irbúningsvinnu að því að fjárfestar kæmu að uppbyggingu á gagnaveri á Akranesi. Slík starfsemi þykir geta hentað vel á Akranesi út frá land- fræðilegum þáttum, orkuöflun og fjölmörgu öðru. Sömuleiðis sagði Sævar Freyr að mikil tækifæri liggi í bættri nýtingu orku á Grundar- tangasvæðinu. Þar yrði nú til 12% alls kolefnisútblásturs hér á landi en með virkjun orku sem þar fellur til ónýtt mætti á 10-12 árum stefna að því að útrýma með öllu því kol- efnisspori. Slíkt yrði krefjandi en frábært markmið. Þar félli til allt að 125 MW af orku sem hægt er að virkja og nýta. Upplýsti Sæv- ar Freyr að það verkefni Þróunar- Rætt um atvinnumál með áherslu á framtíð Breiðarsvæðis Fjölmenni mætti á íbúafund á Akranesi þar sem stigin voru fyrstu skrefin í átt til stefnumótunar Hér er hópavinna í gangi þar sem íbúar gátu bent á leiðir til eflingar á ýmsum sviðum menningar- og atvinnulífs. Svipmyndir úr hópavinnu á fundinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.