Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 17
Skagakonan Anna Lára Stein-
dal hefur verið ráðin til eins árs til
Þroskahjálpar í starf verkefnastjóra
í málefnum fatlaðra barna og ung-
menna og fatlaðs fólks af erlendum
uppruna. Í þeim hópi eru innflytj-
endur, hælisleitendur og flóttafólk.
Undanfarin ár hefur Anna Lára
sinnt fjölbreyttum verkefnum á
sviði mannréttindamála, m.a. unn-
ið að innflytjenda- og flóttamanna-
málum á vettvangi Rauða krossins,
starfað sem verkefnisstjóri mann-
réttindamála hjá Akraneskaup-
stað og sinn fjölbreyttum verk-
efnum sem fyrirlesari og kennari
í fullorðinsfræðslu, einkum á sviði
sjálfbærni, fjölbreytileika og jafnra
tækifæra í samfélagi. Í starfi sínu hjá
Akraneskaupstað verkstýrði Anna
Lára stefnumótun í mannréttinda-
málum og kom auk þess að mót-
un fjölmenningarstefnu fyrir Sand-
gerðisbæ. Árið 2014 fékk hún við-
urkenningu Akraneskaupstaðar fyr-
ir framúrskarandi störf að mann-
réttindamálum.
mm
Borgarnes skutlan er nýtt þjón-
ustufyrirtæki í Borgarnesi. Um
er að ræða sendibílaþjónustu, en
starfsemi hennar hófst í desember
síðastliðinum. Það er Eggert Emil
Ólafsson sem stendur að fyrirtæk-
inu. „Ég var búinn að ganga með
það lengi í maganum að fara út í
þessa starfsemi. Í desember ákvað
ég að láta vaða og fer núna dag-
legar ferðir milli Borgarness og
Reykjavíkur, alla virka daga. Þar
fer ég í fyrirtæki og sæki vörur sem
ég síðan flyt í Borgarnes og dreifi
til fyrirtækja og einstaklinga, auk
þess að sinna allri almennri sendi-
bílaþjónustu hér á Borgarfjarðar-
svæðinu,“ segir Eggert í samtali
við Skessuhorn.
Áður starfaði hann við vöru-
flutninga í tæpan áratug, allt þar
til hann hóf eigin starfsemi seint
á síðasta ári. Hann segir að sér
líki vel að hafa farið út í sjálfstæð-
an rekstur. „Mér fannst þetta vera
eitthvað sem ég þyrfti að prófa og
sé ekki eftir að hafa látið verða af
því. Reksturinn fer ágætlega af
stað og ég sé fram á að þetta geti
orðið að einhverju meiru,“ segir
Eggert og bætir því við að framtak
hans hafi mælst vel fyrir hjá Borg-
nesingum. „Viðtökurnar hafa verið
mjög góðar, framar mínum vænt-
ingum,“ segir hann ánægður og
vonast til að geta bætt við ferðum
innan tíðar. „Vonandi verð ég far-
inn að fara tvær ferðir á dag milli
Borgarness og Reykjavíkur fljót-
lega, það fer að líða að því sýnist
mér. Ég stefni svo á að stækka enn
frekar við mig ef vel gengur. Það
tekur auðvitað smá tíma að byggja
upp fyrirtækið en það er markmið-
ið að auka við, þegar eftirspurnin
er orðin næg,“ segir Eggert Emil
Ólafsson að endingu.
kgk
Hátónsbarkinn var haldinn í Tón-
bergi á Akranesi að kvöldi þriðju-
dagsins 21. janúar síðastliðins. Um
er að ræða söngkeppni Brekkubæj-
arskóla, Grundaskóla og félags-
miðstöðvarinnar Arnardals, í sam-
starfi við Tónlistarskólann á Akra-
nesi. Að þessu sinni voru átta atriði
skráð til leiks og tókst keppnin vel
til í alla staði, að því er fram kemur
á Facebook-síðu Arnardals. „Geta
ungmennin sem stigu á stokk verið
mjög stolt af sér fyrir sína frammi-
stöðu,“ er ritað þar.
úrslit keppninnar voru þau að
Ninja Sigmundsdóttir sigraði, en
hún söng lagið „I‘d rather go blind“.
Í öðru sæti hafnaði Maja Daníels-
dóttir Schnell með laginu „Fly me
to the Moon“ og í þriðja sæti höfn-
uðu þær Anna María Sigurðardótt-
ir og Bergþóra Edda Grétarsdóttir
sem sungu lagið „You are the rea-
son“.
Tvö efstu sætin í keppninni
tryggja þátttökurétt á söngkeppni
félagsmiðstöðva á Vesturlandi, en
sú keppni verður haldin á Akranesi
í dag, miðvikudaginn 29. janúar.
kgk
Borgarnes skutlan er ný
sendibílaþjónusta í Borgarnesi
Eggert Emil Ólafsson við sendibílinn. jósm. arg.
Þrjú efstu atriðin í Hátónsbarkanum. F.v. Maja Daníelsdóttir Schnell sem hafnaði í öðru sæti, þá sigurvegarinn Ninja Sig-
mundsdóttir fyrir miðju og henni á vinstri hönd þær Anna María Sigurðardóttir og Bergþóra Edda Grétarsdóttir sem höfnuðu
í þriðja sæti. Ljósm. Arnardalur.
Ninja Sigmundsdóttir
sigraði í Hátónsbarkanum
Anna Lára verkefnisstjóri hjá Þroskahjálp
að við hefðum tekið lán til að gera
upp laun og gerðum auk þess upp
við birgja og skuldsettum fyrirtæk-
ið meira með því og þar af leiðandi
væri tjónið meira. Þegar yfirmatið
kom, að beiðni Matvælastofnun-
ar, vildu þeir matsmenn ekki viður-
kenna þessi rök og sögðu að Kræs-
ingar hefðu breytt um stefnu, þ.e.
farið í meiri veisluþjónustu, farið að
kaupa og selja fisk til endursölu og
minnkað aðra framleiðslu sem því
nam. Yfirmatið hljóðaðið því upp á
69 milljónir í skaðabætur til okkar.
Því var haldið fram að þar sem fyr-
irtækið hafði aldrei verið sett í þrot,
væri skaði þess minni en ella. Okkur
var semsé refsað fyrir að hafa látið
fyrirtækið lifa, haldið áfram rekstri
á sömu kennitölu og gert upp við
starfsfólkið okkar. Við áttum því
samkvæmt niðurstöðu yfirmats að
hafa fengið hærri bætur ef við hefð-
um valið að kafkeyra fyrirtækið sem
hefði þýtt að ríkið hefði þurft að
standa undir launum starfsfólks á
uppsagnarfresti í gegnum Ábyrgð-
arsjóð launa og birgjar þar að auki
ekki fengið sína skuld gerða upp.
Þannig varð 69 milljóna króna nið-
urstaða yfirmats notað sem grunnur
að greiðslu skaðabóta til okkar, sem
ásamt vöxtum og kostnaði okkar
að hluta gerir 112 milljónir króna.
Vissulega dugar þessi peningur til
að gera upp við alla okkar birgja,
greiða upp lán, lögfræðikostnað
og annað sem til hefur fallið. Hins
vegar er það miklu lægri upphæð
en tapaðist í raun við það að fyrir-
tækið fékk ekki að halda áfram að
dafna eins og það hafði gert fram
að 2013. Ég var auk þess gerður að
glæpamanni, rúinn trausti, á einni
nóttu,“ segir Magnús.
Hann bætir því við að ekki megi
heldur horfa fram hjá skaða sam-
félagsins af því að tólf manna fyr-
irtæki í Borgarnesi nánast lippaðist
niður. „Tólf manna fyrirtæki í okk-
ar samfélagi jafngildir stórfyrirtæki
á höfuðborgarsvæðinu miðað við
höfðatölu. Þá væri þetta svipaður
skellur fyrir samfélagið þar eins og
ef t.d. eitt stykki álver í Straumsvík
yrði gert óstarfhæft.“
Eins og sprungin blaðra
Magnús Níelsson ber sig ótrúlega
vel í dag miðað við það sem hann
hefur mátt þola á síðustu sjö árum.
Hins vegar hefur málið tekið sinn
toll. „Því er alls ekki að neita að
þetta hefur allt saman tekið á mig
og mína fjölskyldu. Heilsu konunn-
ar minnar hrakaði við þetta mótlæti
og þær árásir sem hún og við höfum
orðið fyrir. Á hana var jafnvel ráðist
úti í kjörbúð með óbótaskömmum
og svívirðingum um hvað við hefð-
um eiginlega gert samfélaginu hér í
Borgarnesi! Ég hins vegar tvíefldist
við mótlætið, en það helgast kannski
af því að ég er ofvirkur að eðlisfari.
Ég var staðráðinn í að komast í
gegnum þennan skafl og láta fyrir-
tækið okkar rísa að nýju. Hins veg-
ar viðurkenni ég fúslega núna að ég
er eins og sprungin blaðra. Loftið
er einfaldlega búið eftir þetta langa
og erfiða ferli. Auðvitað er ég sátt-
ur við að búið sé að greiða út þess-
ar sanngirnisbætur, jafnvel þótt sú
upphæð sé miklu lægri en eðlilegt
mætti telja og matsmenn áætluðu
að raunverulegt tap okkar hefði
verið. Ég er hins vegar dapur yfir
að það skuli vera íslenska ríkið sem
gengur svona á rétt þegna sinna.“
Treystir ekki á hlutleysi
Magnús segist skynja það í samfé-
laginu að fólk taki jákvætt í að feng-
in sé niðurstaða í greiðslu skaða-
bóta til Kræsinga. „Þetta er náttúr-
lega uppreist æru fyrir mig og mitt
fyrirtæki. Undangengnir dómar og
nú greiðsla skaðabóta undirstrik-
ar að við vorum aldrei að gera neitt
rangt í rekstri okkar. Mér finnst af-
skaplega dapurlegt að Matvæla-
stofnun, eftirlitsaðilinn sem á að
halda verndarhendi yfir neytend-
um með því að fylgjast með fyrir-
tækjum, skuli vera sá aðili sem á að
samræma reglugerðir hjá okkur við
reglugerðir Evrópusambandsins og
fer svo sjálfur ekki að lögum. Í einu
landi í Evrópu segir að ef eftirlits-
aðili gruni fyrirtæki um ásetning
að broti skuli það taka að minnsta
kosti tíu sýni á sex mánaða tíma-
bili úr mismunandi framleiðslulot-
um til að sanna að satt reynist. Fara
þá af stað með aðgerðir sem fælust
í að svipta fyrirtæki framleiðsluleyfi
og kæra til lögreglu. En hér vinnur
eftirlitsaðilinn eins og í villta vestr-
inu; skýtur fyrst og spyr svo! Í til-
felli nautakjötsbakanna frá Gæða-
kokkum var tekið eitt einasta sýni,
í Kosti í Kópavogi í febrúar 2013.
Niðurstöðunni komið á framfæri í
fjölmiðlum og fimmtán ára vinna
okkar í fyrirtækinu eyðilögð á einni
nóttu. Mér finnst þetta hneyksli
og er ekkert hissa á að fólk finni til
með okkur við þessar aðstæður,“
segir Magnús.
Hann bætir því við að ríkið hafi
verið dæmt til að greiða fyrirtæki
hans bætur, en þrátt fyrir það hafi
starfsmenn Matvælastofnunar hald-
ið áfram að skirrast við að ganga við
sök. „Vissulega hefðum við helst
viljað strax höfða skaðabótamál,
en í ljósi þess að ríkið borgar bæði
dómurum og skaðabætur, tókum
við ekki áhættuna á að láta reyna
á hlutleysi dómsvaldsins, eða öllu
heldur ríkisvaldsins. Ég vil nefni-
lega meina það við búum ekki í
óspilltu landi,“ segir Magnús.
Aðspurður að lokum segir Magn-
ús Níelsson að nú í ársbyrjun 2020
sé fyrirtækið Kræsingar ehf. skuld-
laust og starfsfólkið smám saman að
ná vopnum sínum að nýju í rekstri.
Veltan sé nú komin upp í helming
þess sem hún var í krónum talið
fyrir réttum sjö árum. „Við erum
staðráðin í að halda áfram starf-
semi. Það munar um fyrirtæki eins
og okkar í litlu samfélagi þar sem
hvert eitt og einasta starf skiptir
máli.“ mm
Halldóra Jónasdóttir í Rauðanesi var að sækja þorrabakkann fyrir heimilisblótið
til Magnúsar þegar blaðamaður staldraði við á bóndadaginn.