Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 2020 11 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Þaktúður• Hurðastál• Áfellur• Sérsmíði• Viðgerðir• Málmsuða• www.blikkgh.is • blikkgh@blikkgh.is • Akursbraut 11b • 431-2288 Golfklúbburinn Glanni auglýsir laust starf sumarstarfs- manns við umhirðu á Glannavelli sem er staðsettur í Norðurárdal á móts við Hreðavatn. Starfið er fullt starf frá byrjun maí og fram í september. Reynsla af vélavinnu og umhirðu og viðhaldi véla er kostur. Þá er þekking á golfíþróttinni mikilvæg en ekki skilyrði. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 820-0989. Umsóknir óskast sendar rafrænt á netfangið ggbgolf@gmail.com. Golfklúbburinn Glanni Um nónbil á sunnudaginn hélt Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi afmælis- og hátíðar- fund sinn í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Viðstaddir voru gestir, makar félagsmanna og fulltrúar kiwanishreyfingarinnar. Rétt 50 ár eru nú liðin frá stofnun Þyr- ils. Stefán Lárus Pálsson forseti setti fundinn og Sigursteinn Há- konarson stýrði dagskrá. Ólafur Ingi Jónsson fór yfir aðdragand- ann að stofnun klúbbins á sín- um tíma, en hann var einn af þrjátíu stofnfélögum. Við þetta tilefni var fjórum af sex stofn- félögum veitt viðurkenning, en fjarstaddir voru Hinrik Haralds- son og Ásgeir Rafn Guðmunds- son. Aðrir núlifandi stofnfélag- ar fengu áletraðan skjöld að gjöf; þeir Ólafur Ingi Jónsson, Halldór Friðgeir Jónsson, Guð- mundur Vésteinsson og Þröst- ur Stefánsson. Að endingu gaf Kiwanisklúbburinn veglega gjöf, en félagið hefur látið gott af sér leiða ýmissa mannúðar- starfa alla tíð. Steinunn Sigurð- ardóttir formaður Hollvinasam- taka HVE veitti viðtöku 1.620 þúsund króna styrk sem not- aður verður til kaupa á þrem- ur nýjum sjúkrarúmum á spítal- ann á Akranesi. Þakkaði Stein- unn klúbbfélögum fyrir rausn- arskap alla tíð. Fram kom í ávarpi hennar að Hollvinasam- tökin hafi nú tekið við 74 millj- ónum króna í styrk frá stofnun félagsins og hafi styrkirnir ver- ið notaðir í að bæta tækjakost á heilsbrigðisstofnunum HVE víðsvegar um Vesturland. Gat hún þess að Kiwanisklúbburinn hefði þar af látið á sjöttu milljón króna rakna til félagsins. mm Landsréttur hafnaði því með úr- skurði 17. janúar síðastliðinn að verða við beiðni Akraneskaup- staðar um áfrýjun dóms Héraðs- dóms Reykjavíkur frá síðasta ári þar sem umsækjanda um starf for- stöðumanns íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar voru dæmdar miskabætur þar sem framhjá hon- um hafði verið gengið við ráðn- ingu í starfið. Var umsækjandan- um, Indriða Jósafatssyni, dæmd- ar 700 þúsund króna miskabæt- ur auk vaxta samkvæmt úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur hef- ur nú staðfest. „Nú er endanlega staðfest að á mér var brotið með saknæmum hætti í ráðningarferli um starf forstöðumanns íþrótta- mannvirkja Akraneskaupstað- ar og hefur nú bæði héraðsdóm- ur og Landsréttur staðfest það,“ segir Indriði í samtali við Skessu- horn. Í niðurstöðu þriggja dómara í Landsrétti segir m.a.: „Vísað er til þess að úrslit málsins hafi veru- legt almennt gildi þar sem í mál- inu reyni á túlkun á meginreglum stjórnsýsluréttar og stjórnsýslu- laga. Þar sem reglurnar segi ekki fyrir um með nákvæmum hætti hvernig skuli staðið að ráðningar- ferli séu dómar um þetta afar þýð- ingarmiklir. Málið varði mikils- verða hagsmuni umsækjanda þar sem ljóst sé að dómurinn varði mun meiri fjárhagslega hagsmuni en þær 700.000 krónur sem um- sækjanda var gert að greiða gagn- aðila.“ „Það er ljóst að ég fór í þessa málssókn til að krefjast skýringa og fá rökstuðning á þessari ráðn- ingu þar sem ég kom vel út úr við- tali og var með mun meiri mennt- un og reynslu í málaflokknum en sá sem fékk starfið. Nú er úr því skorið að þarna var haft rangt við og nú þurfa væntanlega þeir sem það gerðu að gefa skýringar á því. Mér gekk það eitt til með þess- ari málssókn að bæta og vanda stjórnsýsluna og hér með er þetta mál vonandi orðið fordæmisgef- andi við aðrar sambærilegar ráðn- ingar sveitarfélaga,“ segir Indriði Jósafatsson. mm Steinunn Sigurðardóttir formaður stjórnar HVE tekur hér við gjafabréfi úr hendi Stefáns Lárusar Pálssonar forseta Þyrils. Hálfrar aldar afmælisfundur Kiwanisklúbbsins Þyrils Stefán Lárus Pálsson forseti Kiwanisklúbbsins Þyrils ásamt stofnfélögunum Hall- dóri, Þresti, Guðmundi og Ólafi Inga. Indriði Jósafatsson. Landsréttur vísar frá beiðni um áfrýjun máls

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.