Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 202024
Aðalgeir Vignisson er kvikmynda-
gerðarmaður, búsettur í Grund-
arfirði þar sem hann er uppalinn.
Hann er sjálfstætt starfandi og tek-
ur mest upp á höfuðborgarsvæðinu
en vinnur mestalla eftirvinnu heima
í Grundarfirði. Þangað flutti hann
aftur á síðasta ári, sem lið í því að
láta draum sinn um að geta lifað af
kvikmyndagerðinni orðið að veru-
leika. Skessuhorn ræddi við Aðal-
geir síðastliðinn föstudag og fékk
að kynnast manninum og því sem
hann gerir.
„Get ekki hætt“
Hvernig er starf kvikmyndagerðar-
manns í Grundarfirði? „Tjah, mað-
ur þarf að lifa og ef ég ætti börn
sem ætluðu í kvikmyndagerð myndi
ég hrista hausinn og ekki mæla með
því,“ segir hann léttur í bragði.
„En ég get ekki hætt þessu. Ef ég
myndi neyðast til að fá mér aðra
vinnu myndi ég alltaf að gera þetta
með og ég hef gert það, til að létta
fjárhaginn, eins og stór hluti kvik-
myndagerðarmanna. Margir eru í
öðru með til að ná endum saman,“
segir hann. Undanfarið hefur hann
mikið unnið við heimildarmyndir
og kveðst búinn að missa töluna á
því hvað þær eru margar. Þá hefur
hann einnig gert norðurljósamynd
og er að vonast eftir því að geta selt
hana innan tíðar. „Þetta er svona
það helsta sem ég hef fengist við
undanfarið. En svo er ég alltaf að
skrifa sjálfur og reyna að fá styrki til
að vinna að eigin verkefnum,“ bæt-
ir hann við. „Í gegnum tíðina hef ég
líka komið að auglýsingagerð og er
einmitt að fara í slíkt verkefni sem
ljósamaður eftir helgi. Þannig að ég
tek að mér nánast hvað sem er sem
tengist kvikmyndagerð og er ágæt-
ur í öllu,“ segir Aðalgeir.
Flutti heim til að
elta drauminn
Flest þeirra verkefna sem Aðalgeir
tekur að sér eru tekin upp í höf-
uðborginni, eða nágrenni hennar.
Hann ákvað engu að síður að flytja
á æskuslóðirnar vestur í Grundar-
firði á síðasta ári og sinna starfinu
þaðan. „Ég ákvað að fara vestur til
að lifa spart. Ég sá fyrir mér að það
væri ódýrara að keyra í bæinn og
taka upp, eins og ég gerði til dæmis
á fimmtudaginn. Þá var ég í tökum
í fjóra til fimm tíma, en eftirvinnan
í tölvu er oft alveg þreftalt til fjór-
falt meiri en tökurnar sjálfur. Það
borgar sig fyrir mig eins og stað-
an er í dag að búa aftur í Grund-
arfirði,“ segir hann. „Ég flutti því
aftur heim til mömmu og pabba til
að reyna að láta þetta ganga upp.
Maður er heppinn að eiga foreldra
sem eru tilbúnir að styðja við bakið
á manni, á meðan maður reynir fyr-
ir sér í þessu,“ segir Aðalgeir. Hann
telur að öðruvísi myndi dæmið
varla ganga upp, eins og staðan er í
dag. „Þegar ég bjó í bænum á með-
an ég var í þessu ströggli þá vann ég
alltaf 70-80% starf með, og það var
bara til að geta búið í bænum og lif-
að af. Ég gat ekki gert neitt nema
lifa af, nema þegar maður fékk eitt-
hvað út úr hinum verkefnunum,“
segir hann. „Það er nefnilega þann-
ig að þegar maður byrjar í þessum
geira er maður voða mikið að gera
eitthvað til að sanna sig, fá reynslu
og kynnast fólki, sem manni finnst
pínu sorglegt. En á sama tíma er
þetta bara svona í þessum bransa,
eins leiðinlegt og það er að viður-
kenna það. Maður tekur þátt í ein-
hverju passjón prójekti fyrir ekki
neitt þar sem maður kynnist ein-
hverjum og sá ræður mann í vinnu
seinna. Það virðist vera að alveg
sama hversu góður þú ert, ef ein-
hver hefur ekki unnið með þér eða
hitt þig þá ræður hann þig ekki
í vinnu. Ég veit ekki hvort það er
nokkuð að breytast,“ segir Aðal-
geir.
Því erfiðara því betra
Hann kveðst njóta sín vel í heimild-
armyndagerð en vonar að með tíð
og tíma geti hann framleitt frum-
samið leikið efni. „Mig langar að
starfa áfram við heimildarmyndir
og vonandi líka leikið efni í fram-
tíðinni. Stefnan er að koma því sem
er í hausnum á mér frá mér þann-
ig að það verði að einhverju sem
ég get haft lifibrauð mitt af,“ seg-
ir hann og vonast til að það komi
með tíð og tíma, eftir því sem hon-
um sjálfum fer fram. „En mað-
ur verður samt aldrei nógu góður
fyrir sjálfan sig, finnst maður alltaf
geta gert betur,“ segir hann. En er
það ekki bara til vitnis um metnað
og brennandi áhuga á faginu? „Jú,
jú, maður er alltaf að hækka eig-
in standard og verða betri,“ seg-
ir Aðalgeir. „En skemmtilegast af
öllu finnst mér alltaf að taka þátt í
verkefnum sem eru bara einn, tveir,
kannski þrír að vinna að. Bara pínu-
lítið tökulið og helst mjög erfitt,
því erfiðara því betra,“ segir Aðal-
geir og hlær. „Markmiðið er að búa
til leikið sjónvarpsefni frá grunni
og koma að hverjum einasta hluta
þess. Það er ekkert smáatriði í kvik-
myndagerð sem mér finnst ekki
áhugavert,“ segir hann. „En þang-
að til þá þarf maður bara að halda
áfram, gera það sem maður vill og
síðan taka að sér hvað sem er þegar
maður þarf pening. Maður verður
að tækla þetta á þrautseigju og stað-
festu,“ bætir hann við.
Alltaf haft áhuga
á sköpun
Það er auðheyrt á Aðalgeiri að
hann hefur brennandi áhuga á sínu
fagi. Hefur hann alltaf verið áhuga-
maður um kvikmyndir og kvik-
myndagerð? „Ég hef alltaf verið að
skrifa, mest bara svona í felum en
ekki opinberlega. En 2012 ákvað
ég bara að gera eitthvað, hætti að
vinna og ákvað að fara í listnám,
sem mig hafði alltaf langað til. Ég
var að velja á milli þess að læra eitt-
hvað tengt skrifum eða ljósmynd-
un. Ég ákvað því að kýla á kvik-
myndanámið, fannst það góður
farvegur fyrir mínar hugmyndir,“
segir hann. „Áður en ég fór í nám-
ið var ég búinn að prófa ýmislegt.
Ég hafði unnið í fiski og á jarðýtu,
reynt fyrir mér á sjónum, ég keyrði
fóðurbíl í tvö ár og var í bygging-
arvinnu. Þar kynntist ég alls konar
fólki og karakterum, sem mig lang-
aði alltaf að gera. Ég sá, þegar ég
var yngri, að ég myndi aldrei eiga
heima í skóla og fannst spennandi
að fara og læra á lífið, vera í því og
kynnast mismunandi fólki. Ég bý
að því í mínum skrifum í dag og
kvikmyndagerðinni,“ segir Aðal-
geir. „Allan þennan tíma og í raun
frá því ég var lítill hef ég vitað að
mig langaði alltaf að skrifa og skapa
eitthað fyrir fólk að sjá, en þó fyrst
og fremst fyrir sjálfan mig. Mað-
ur verður alltaf að gera hlutina fyr-
ir sig og fylgja eigin sannfæringu,“
segir hann. „Mín helsta fyrirmynd
í listinni er tónlistarmaðurin John
Cage,“ segir Aðalgeir og blaða-
maður hváir. „Hann bjó til dæmis
til tónverk sem heitir 4:33, þar sem
hljómsveitin situr bara í fjórar mín-
útur og 33 sekúndur og gerir ekki
neitt.. Hann hefur trú á áheyrend-
um að fylla upp í tómarúm og með-
taka listina sjálfir í stað þess að láta
mata allt ofan í sig, sem er oft erf-
itt fyrir listamenn að gera. Hann
einhvern veginn fylgir sinni sann-
færingu svo gersamlega út í eitt að
fólk hrífst með honum, bæði áheyr-
endur og þeir sem vinna með hon-
um,“ segir Aðalgeir. „Þetta hljómar
auðvitað allt rosa vel en er kannski
kjánalegt að tala um þegar maður
er sjálfur bara eitthvað peð,“ bætir
hann við léttur í bragði.
Mun aldrei hætta
En allir verða nú að hafa eitthvað
markmið til stefna að og einhvern
til að líta upp til. „Ég er dálítið á
þeim stað núna að þar sem ég bíð og
sé hvort ég hafi eitthvað, hvort ég
sé nógu góður til að geta gert þetta
að ævistarfinu. Ef svo reynist ekki
fer ég bara að gera eitthvað annað
og held áfram að búa til kvikmyndir
í frítímanum, nú eða reyni aftur eft-
ir tíu ár og sé hvort ég hafi eitthvað
þá. En ég vona auðvitað núna að ég
nái að koma mér áfram og komist á
flug,“ segir hann. „Hvað sem gerist
þá mun ég aldrei hætta þessu. Ég
get þá alltaf sagt að ég hafi reynt.
Mér finnst nefnilega erfitt að hitta
fólk sem gaf sjálfu sér aldrei færi á
að gera það sem það vildi í lífinu,
það vil ég ekki gera,“ segir Aðal-
geir. „Ekki að fólk þurfi að fara á
fullu í allt, en að minnsta kosti gefa
sér færi til að reyna eitthvað sem
það virkilega langar. Kynslóðirnar
á undan okkur ólust auðvitað bara
upp við að vinna og ég upplifi alveg
þessa baráttu innra með mér. Ég
þarf alveg að slást við sjálfan mig
að hætta ekki og fara bara að vinna
venjulega vinnu og safna pening-
um, kaupa hús og allt það. En ég
veit að það myndi aldrei veita mér
sömu ánægju og að berjast í að láta
kvikmyndadrauminn rætast,“ seg-
ir hann. „Ég vil frekar vera fátæk-
ur það sem eftir er en vakna einn
daginn og sjá eftir því að hafa aldrei
reynt,“ bætir Aðalgeir við.
Fór að þykja vænt
um þunglyndið
En það liggja fleiri ástæður að baki
kvikmyndagerðinni hjá Aðalgeiri
en bara áhugi á sögum, skrifum og
kvikmyndum. „Ég veit það er algjör
klisja, en hluti af ástæðunni fyrir því
að ég ákvað að fara inn á þessa braut
var að ég glímdi við geðræna erf-
iðleika þegar ég var yngri, og geri
reyndar enn. Kvikmyndagerðin
hefur hjálpað mér mikið að vinna á
þunglyndi og fleiri hlutum. Kannski
er það ástæðan fyrir því að ég leyfi
mér þetta frekar en aðrir, því þetta
gefur mér kannski svolítið meira en
öðrum,“ segir hann, en með tím-
anum hefur hann lært að lifa með
þunglyndinu. „Mér fór að þykja
svolítið vænt um þunglyndið, á ein-
hvern undarlegan hátt sem er erfitt
að lýsa. En ef ég hefði það ekki væri
ég ekki sá sem ég væri núna, að gera
það sem ég elska,“ segir Aðalgeir.
„Stundum veltir maður því fyrir sér
hvort það haldi aftur af manni. En á
sama tíma held ég að ég væri annars
bara að gera eitthvað sem maður-
inn sem ég er núna vildi ekki gera,“
segir hann. „Það hljómar furðulega
að þykja vænt um að verða þung-
lyndur og fara niður. En það er ein-
hver safi þarna sem gerir eitthvað
fyrir mig. Ég er miklu sáttari við að
fara niður en ég var, því mér finnst
þetta vera hluti af því hver ég er.
Ef ég á að vera alveg hreinskilinn
myndi ég ekki vilja vera neitt öðru-
vísi, þó stundum sé þetta auðvitað
erfitt. En þá gefur þetta mér samt
einhvern furðulegan kraft sem ýtir
mér áfram, hvort sem það tengist
listinni eða einhverju öðru. Það er
bara ákveðin melankólía í manni.
Þegar allt er orðið nógu erfitt, þá
fúnkerar maður best,“ segir hann
léttur í bragði. „Þó það hljómi
kannski furðulega þá held ég að
maður eigi ekki að vera hræddur
við að vera þunglyndur. Maður þarf
bara að læra á það,“ segir Aðalgeir
að endingu.
kgk
Aðalgeir einbeittur við tökur. Hér er matreiðsla viðfangsefni kvikmyndagerðar-
mannsins. Ljósm. Árni Rúnar Hrólfsson.
„Maður verður að tækla þetta á
þrautseigju og staðfestu“
segir Aðalgeir Vignisson, kvikmyndagerðarmaður í Grundarfirði
Aðalgeir Gestur Vignisson, kvikmyndagerðarmaður í Grundarfirði. Ljósm. Jóhanna Sif Þórðardóttir.