Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 20206 Atvinnuleysi mælist nú 3,9% LANDIÐ: Samkvæmt árstíða- leiðréttum tölum vinnumark- aðsrannsóknar Hagstofu Ís- lands voru atvinnulausir í röð- um landsmanna 7.300 í des- ember, eða 3,9% af vinnuafl- inu. Það er 0,2 prósentustig- um lægra hlutfall en í nóvem- ber. Frá desember 2018 hef- ur atvinnuleysi aukist um 1,8 prósentustig á landsvísu, en á sama tíma hefur atvinnuþátt- taka aukist lítillega, eða um 0,2 prósentustig. Aftur á móti hefur hlutfall starfandi lækkað um 1,2 prósentustig. -mm Hundur drapst í bílveltu GRUNDARFJ: Bíll valt í Kolgrafafirði skömmu fyr- ir kl. 13:00 síðastliðinn mið- vikudag. Ökumaður sendibif- reiðar ók þar um Snæfellsnes- veg og var á um 60 km/klst. þegar snörp vindhviða skall á bílnum. Ökumaður reyndi að halda bílnum á hjólunum en tókst ekki. Bíllinn fauk út af og valt á vinstri hliðina. Öku- maðurinn var spenntur í bíl- belti og slapp ómeiddur en hundur sem var laus í bílnum drapst í slysinu. -kgk Undir áhrifum og stýri BORGARBYGGÐ: Öku- maður var stöðvaður á Borg- arbraut í Borgarnesi síðastlið- inn fimmtudag, grunaður um akstur undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna. Munn- vatnspróf sem framkvæmt var á staðnum gaf jákvæða svörun við fíkniefnaneyslu. Maður- inn var því handtekinn, færð- ur á lögreglustöð og gert að gefa blóðsýni og tekin af hon- um skýrsla. -kgk Bílvelta undir Hafnarfjalli HVALFJARÐARSV. Bíll valt undir Hafnarfjalli á sunnudag. Var honum ekið í suðurátt á milli 40 og 50 km/ klst. hraða á eftir snjóruðn- ingstæki. Að sögn ökumanns kom snörp vindhviða á bíl- inn með þeim afleiðingum að hann snerist á veginum og hafnaði utan vegar þar sem hann valt. Ökumaður og tveir farþegar bílsins voru fluttir til skoðunar á heilsugæslustöð- ina í Borgarnesi. -kgk Íbúar fá frítt í sund REYKHÓLAHR: Íbúar með lögheimili í Reykhólahreppi geta fengið árskort í Grett- islaug endurgreitt af hreppn- um. Er þetta liður í heilsu- eflingu í hreppnum. Sveitar- stjórn samþykkti afgreiðslu mennta- og menningarmála- nefndar þess efnis á síðasta fundi sínum og tekur ákvörð- unin gildi þegar í stað. Greint er frá á Reykhólavefnum. Börn og unglingar í hreppn- um hafa undanfarin ár átt rétt á ákveðnum peningastyrk til tómstundaiðkunar með svo- kölluðum íþrótta- og tóm- stundakortum, eins og þekkj- ast víðar. Sundkortunum hef- ur verið bætt þar við og heita kortin núna íþrótta-, tóm- stunda- og sundkort Reyk- hólahrepps og andvirði sund- kortanna er viðbót við þann tómstundastyrk sem börn og unglingar hafa geta fengið síðustu árin. -kgk Í vandræðum á Uxahryggjum BORGARBYGGÐ: Ferða- menn á bílaleigubíl höfðu samband við neyðarlínu laust fyrir kl. 18:00 á föstudag. Höfðu þeir lent í vandræð- um á Uxahryggjum og kváð- ust vera týndir á biluðum bíl á leið á Selfoss. Illa heyrðist í fólkinu í síma og sambandið rofnaði. Lögreglan á Vestur- landi fór í málið, en óskað var eftir aðstoð björgunarsveita úr Borgarfirði og Árnessýslu. Jafnframt fór spænskumæl- andi túlkur með viðbragðs- aðilum á Uxahryggi. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var í æfingaflugi skammt frá, var jafnframt send á stað- inn. Það voru síðan björg- unarsveitarmenn úr Oki sem fundu fólkið um klukkustund eftir að það kallaði eftir að- stoð. Kom þá í ljós að fólkið hafði fest sig í snjó. Fólkið var aðstoðað til byggða. -kgk Virti ekki gang- brautarrétt AKRANES: Ökumaður var stöðvaður á Þjóðbraut á Akranesi kl. 14:00 síðastlið- inn laugardag fyrir að virða ekki gangbrautarrétt gang- andi vegfaranda. Ökumað- urinn játaði brot sitt og gert að greiða 20 þús. króna sekt, sem hann greiddi á staðnum. -kgk Þrjú byggðarlög á Vesturlandi fá úthlutað almennum byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2019/2020. úthlutun til Arnarstapa nemur 27 þorskígild- islestum, Ólafsvík fær 107 þorskí- gildislestir og 140 þorskígildislestir koma í hlut Grundarfjarðar. Hellis- sandi, Rifi og Stykkishólmi er ekki úthlutaður almennur byggðakvóti. Samtals koma því 274 þorskígild- islestir í hlut byggðarlaga á Vestur- landi, en það er 330 þorskígildis- lestum minna en á síðasta fisk- veiðiári, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Samdrátturinn er 366 þorskígildislestir á Suðurnesj- um, 99 á Vestfjörðum, 17 á Norð- urlandi vestra og 16 á Austurlandi. Hins vegar er aukning á Suðurlandi um 26 þorskígildislestir og um fimm þorskígildislestir á Norður- landi eystra. Alls nemur úthlutun almenns byggðakvóta 5.374 þorskígildis- lestum. Er það 797 þorksígildis- lestum minna en úthlutað var fisk- veiðiárið á undan. Byggðarlög með færri en 400 íbúa fá 3.384 þorskí- gildislestum úthlutað, sem er 20% aukning sem hlutfall af heildarút- hlutun samanborið við fyrra fisk- veiðiár. Byggðarlög með fleiri en 400 íbúa fá 1.990 þorskígildislest- um úthlutað, sem er 22% samdrátt- ur sem hlutfall af heildarúthlutun frá fiskveiðiárinu í fyrra. Á þessu ári er úthlutað til 45 byggðarlaga í 28 sveitarfélögum, samanborið við 42 byggðarlög í 24 sveitarfélögum á síðasta fiskveiðiári. Þeim byggð- arlögum sem fá hámarksúthlutum, 300 þorskígildislestir, fækkar um fjögur í þrjú frá síðasta fiskveiði ári og fjögur byggðarlög fá lágmarks- úthlutun, 15 þorskígildislestir. kgk Róið til veiða frá Ólafsvík. Ljósm. úr safni/ af. Ríflega helmingi minni byggðakvóti á Vesturland Stefán Eiríksson verður nýr út- varpsstjóri og tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Stjórn RúV tilkynnti um ákvörðun sína að ráða Stefán í gær, þriðjudag. Var hann valinn úr hópi 41 umsækjanda. Umsóknarfrestur var upphaflega til 2. desember en var framlengd- ur til að stjórn hefði úr fleiri um- sóknum að velja. Ekki var opin- berað hverjir stóttu um starfið. Stefán Eiríksson hefur gegnt starfi borgarritara Reykjavíkur- borgar frá því í desember 2016 en var þar áður lögreglustjóri á höf- uðborgarsvæðinu. Stefán er lög- fræðingur að mennt, lauk emb- ættisprófi frá Háskóla Íslands árið 1996 og hdl. árið 1997. Þá hefur hann sótt ýmis námskeið tengd stjórnun og lokið sérhæfðu stjórn- endanámi Bloomberg Harvard City Leadership Initiative. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri, sem stjórnandi opin- berrar stofnunar um árabil, sem skrifstofustjóri og stðagengill ráðuneytisstjóra, stjórnarmað- ur og stjórnarformaður opinbers hlutafélags, sviðstjóri velferðar- sviðs Reykjavíkurborgar og nú síðast sem borgarritari og stað- gengill borgarstjóra. kgk/ Ljósm. Reykjavíkurborg. Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.