Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 2020 15 Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir til úthlutunar Akraneskaupsstaður auglýsir nýjar lóðir lausar til umsóknar undir par- og raðhús í Akralundi. Um er að ræða tvær raðhúsalóðir við Akralund 8-10-12-14 og 20-22-24-26 og eina parhúsalóð við Akralund 16-18. Lóðirnar eru byggingarhæfar. Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur Akraneskaupsstaðar frá árinu 2018, en auglýsa skal lóðir sérstaklega með 2ja vikna umsóknarfresti að lágmarki og fer úthlutun fram sam- kvæmt vinnureglum ef fleiri en einn sækir um hverja lóð. Séu umsækj- endur fleiri en einn um ákveðna lóð verður dregið um úthlutun hennar. Sá aðili sem fær úthlutað lóð hefur sex mánuði til að hefja uppbyggingu en að þeim tíma liðnum fer við- komandi lóð á almenna listann yfir lausar lóðir sé uppbygging ekki hafin. Akraneskaupstaður áskilur sér þann rétt að vera ekki bundinn röð úthlut- unar lengur en umrætt tímabil. Jafn- framt er gert ráð fyrir að úthlutun fari ekki fram að nýju fyrr en að liðnum tveimur vikum eftir að lóðin kemur fram á listann yfir lausar lóðir. Umsóknareyðublöð, lóðarblöð, gjald- skrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar um lóðirnar eru að finna á heimsíðu Akraneskaup- staðar, www.akranes.is/nyjarlodir Sótt er um lóð í gegnum þjónustugátt Akraneskaupstaðar. Umsóknafrestur er til og með föstudeginum 14. febrúar 2020. Breiðafjarðarnefnd, í samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands, stendur þessa dagana fyrir fræðslufundaröð um framtíð Breiðafjarðar í sveitar- félögum við fjörðinn. Fundir hafa þegar verið haldnir í Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Grundarfirði og á næstunni verður sömuleiðis boðað til funda í Dalabyggð, á Reykhól- um og í Vesturbyggð. Á fundunum kemur fram að Breiðafjarðarnefnd hefur ekki myndað sér skoðun á hvort og þá hvaða skref sé heppileg- ast að stíga varðandi framtíð fjarð- arins enda leggur hún áherslu á að heyra í sem allra flestum áður en nokkuð verður aðhafst. Fundirnir eru haldnir í framhaldi af málþingi sem Breiðafjarðarnefnd stóð fyrir í Tjarnarlundi í Döl- um í október á síðasta ári. „Á síð- ustu misserum hefur nefndin sann- færst um að endurskoða þurfi lög um vernd Breiðafjarðar með það að markmiði að skýra þau og styrkja. Samhliða þeirri vinnu sem og vinnu umhverfis- og auðlindaráðuneytis- ins við undirbúning stofnunar Þjóð- garðastofnunar, hefur nefndin rætt ýmsa möguleika og tækifæri fyrir framtíð Breiðafjarðar. Málþingið í október og fræðslufundirnir nú í byrjun árs eru liður í því að kalla eftir viðbrögðum íbúa, atvinnu- lífs, sveitarstjórna og annarra hags- munaaðila við vangaveltum Breiða- fjarðarnefndar,“ segir í kynningu á heimasíðu Breiðafjarðarnefndar. Menn óttast þjóðgarð í firðinum Þónokkur fjöldi fólks mætti á fund- inn í Grundarfirði síðastliðið mánu- dagskvöld og ljóst að margir sem láta sig málefnið varða. Róbert Arn- ar Stefánsson sem situr í nefndinni fyrir hönd Náttúrustofu Vesturlands hélt erindi um lífríki Breiðafjarð- ar og á eftir honum steig Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar í pontu og sagði frá Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og þeim áhrifum sem hann hefur haft á byggðina. Eftir þessi tvö erindi stýrði Björg Ágústs- dóttir bæjarstjóri Grundarfjarðar- bæjar umræðum um efni fundar- ins. Það voru skiptar skoðanir um framtíð Breiðafjarðar og ljóst að all- ar umræður um þjóðgarð í Breiða- firði vöktu ugg hjá fundargestum. Mönnum var heitt í hamsi er viðr- aðar voru hugmyndir um að gera fjörðinn að þjóðgarði og þar höfðu menn aðallega áhyggjur af stýringu hverskonar með tilheyrandi boðum og bönnum. Erla Friðriksdóttir for- maður nefndarinnar, Kristinn Jón- asson og Róbert Arnar Stefánsson sátu fyrir svörum frá fundargestum og spunnust málefnalegar umræð- ur um framtíð svæðisins. Allir við- staddir voru þá á eitt sammála um áframhaldandi sjálfbæra nýtingu og uppbyggingu á svæðinu á komandi árum og áratugum. mm/tfk/sá Ljóst er að allar hugmyndir um þjóðgarð í Breiðafirði vekja upp blendnar tilfinn- ingar hjá íbúum. Hér ræðir Unnsteinn Guðmundsson skotveiðimaður við frum- mælendur á fundinum í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Breiðafjarðarnefnd vill endurskoða lög um vernd fjarðarins Hérna eru þau Erla Friðriksdóttir, Kristinn Jónasson og Róbert Arnar Stefánsson að taka við spurningum úr sal á fundinum í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Svipmynd frá fundinum sem fram fór í Stykkishólmi. Róbert A Stefánsson útskýrir það sem umfram allt einkennir Breiðafjörð, þ.e. 3009 eyjar og 1275 sker. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.