Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 2020 13 félags Grundartanga eigi að hefjast með formlegum hætti á þessu ári. Varðandi Akraneshöfn sagði bæj- arstjórinn að aðal- og deiliskipu- lag gerði ráð fyrir lengingu aðal- hafnargarðsins. Ný uppfylling sem þá verður til verður svo stór að þar mætti koma fyrir frystigeymslu af stærstu gerð. Þvínæst vék Sævar Freyr máli sínu að Breiðinni og þeirri vinnu sem þar er að hefjast við skipulag með tilliti til atvinnuþróun. KPMG hefur verið fengið til að vinna þá stefnumótun og snerist síðari hluti fundarins um þau áform. Unnið verður í nánu samstarfi við Brim sem á stóran hluta Breiðarinnar, auk Akraneskaupstaðar. Til greina kæmi að byggja upp hátækniþorp, silfurþorp, heilsuþorp og sjávar- útvegsþorp, eins og sérfræðing- ar KPMG útskýrðu nánar síðar á fundinum. Hraðar breytingar Sævar Kristinsson, sérfræðingur hjá KPMG, fór yfir nýlega skýrslu um sviðsmyndagreiningu fyrir Vestur- land til ársins 2040. Í henni er reynt að varpa ljósi á hvernig búseta og atvinna mun þróast í landshlut- anum næstu 20 árin. Rakti Sævar hvernig atvinnulíf á Vesturlandi hefur breyst frá því að byggjast að stærstum hluta upp á sjávarútvegi og landbúnaði, yfir í að iðnaður og ferðaþjónusta eru stærstu atvinnu- greinarnar, auk sjávarútvegs á Snæ- fellsnesi. Varðandi Akranes sérstak- lega benti hann á að annað þúsund manns aka daglega frá Akranesi á höfuðborgarsvæðið til náms eða at- vinnu. Á Akranesi var sjávarútvegur lengi vel öflugur, eða allt til síðustu aldamóta. Nú er hlutdeild sjávarút- vegs lítil í heildar samhenginu, en stærra hlutfall sem starfar við þjón- ustu og verslun, heilbrigðismál og fræðslu. Ýmis iðnfyrirtæki hafa einnig verið öflug sem og fyrirtæki í hátækniiðnaði. Fjölmargir sækja auk þess atvinnu á Grundartanga. Fjórar sviðsmyndir Steinþór Pálsson, fyrrum banka- stjóri, er í dag ráðgjafi hjá KPMG. Hann rakti frumhugmyndir um hvernig nýta mætti svæðið á Breið- inni og nágrenni til uppbyggingar fyrir samfélagið í heild. Nú verð- ur sjónum beint að þeirri vinnu og unnið út frá styrkleikum, straum- um og stefnu. Nefndi hann að hægt væri að bjóða upp á heilsueflandi starfsemi, íþróttir, menningu, heil- brigðisþjónustu og sitthvað fleira. Svæðið væri um 11 hektarar að flat- armáli og í mikilli nálægð við perl- ur sem gestir og gangandi eru að sækjast eftir. Steinþór nefndi fjór- ar sviðsmyndir sem unnið yrði út frá í upphafi til að nálgast viðfangs- efnið. Í fyrsta lagi sagði Steinþór að fanga mætti hátæknifrumkvöðla, nýta húsnæði sem fyrir er á Breið með lagfæringum á því og laða að skapandi fólk til búsetu, starfa og leiks. Við þessa leið þyrfti samstarf Brims og bæjarins sem landeigenda. Í öðru lagi nefndi hann heilsu- tengda ferðaþjónustu; að byggður verði upp eftirsóttur áfangastaður þar sem náttúran á svæðinu yrði í lykilhlutverki. Í þriðja lagi nefndi hann sambland heilsu- og heil- brigðismála, kallaði þá leið Silfur- þorpið. Byggt verði upp eftirsókn- arvert umhverfi fyrir einstaklinga á eftirlaunaaldri, eða eftirsóttan hóp „gráhærðs fólks,“ eins og Steinþór orðaði það. Loks í fjórða lagi nefndi hann að nýta mætti Breiðina til að byggja upp hafsækna starfsemi, en þá væri farið styst frá þeirri starf- semi sem menn þekkja Breiðar- svæðið í dag og frá fyrri tíð. „Hér hef ég nefnt fjóra val- kosti en ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um hvert skuli stefna. Við köllum því eftir sýn ykkar íbúanna og atvinnulífsins um hugmyndir um hvernig skilgreina á Breiðina í framtíðinni. Hver er drauma sýn ykkar um svæðið,“ spurði Stein- þór. Hann og Sævar Kristinsson útskýrðu loks fyrir gestum hvernig bera ætti sig að við hópavinnu þar sem allar góðar hugmyndir yrðu settar á blað. Unnið verður úr þeim gögnum sem söfnuðust fyrir næstu skref stefnumótunar fyrir Breiðina. Ráðstefnunni lauk því með hópa- vinnu, þar sem viðstaddir settust við borð sem merkt höfðu verið ákveðnum málaflokkum og þemu, að fyrirkomulagi þjóðfundar. Hver fundargestur gat valið úr þremur þemum og hópavinna á hverjum stað í um 20 mínútur í senn. mm Þeir héldu framsögu á fundinum og stýrðu hópavinnu. F.v. Steinþór Pálsson, Sævar Freyr Þráinsson, Sævar Kristinsson og Bjarki Benediktsson. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður og formaður atvinnumálanefndar Alþingis, er hér á tali við Guðmund Pál Jónsson og Jóhannes Simonsen sem eru í forsvari fyrir félag smábátaeigenda á Akranesi. Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranessofn.is SK ES SU H O R N 2 02 0 Rýmri opnun á Bókasafni Akraness Afgreiðslutími: Mánudaga – Föstudaga: Sjálfsafgreiðsla frá kl. 10:00-12:00. Full þjónusta frá kl. 12:00-18:00. Laugardaga: kl. 11:00-14:00 (okt. - apríl) Svöfusalur (gengið inn að norðanverðu) er opinn mánudaga – föstudaga frá kl. 8:00-18:00 og laugardaga frá kl. 11:00-14:00 (okt. - apríl). Prjónakaffi á mánudögum kl. 14• Heklhópur annan hvern miðvikudag kl. 15• Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10• Karlaspjall á föstudögum kl. 12• Fjölskyldudagar á laugardögum• Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Þriðjudagurinn 4. febrúar 2020 kl. 20 í Bókhlöðu Snorrastofu Skoðað verður, hvort menntunar- stig sé hærra á svæðum lands- byggðarinnar þar sem mennta- og menningar stofnanir eru, og hvort það hafi áhrif á afstöðu fólks til búsetu á þessum svæðum. Kaffiveitingar og umræður Aðgangur kr. 1000 Athugið breyttan tíma á fyrirlestrum vetrarins Verið velkomin Grasrótin og gervigreind Geta mennta- og menningarstofnanir fleytt landsbyggðinni inn í framtíðina? Vífill Karlsson ráðgjafi SSV og dósent við Háskólann á Akureyri FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2019 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 6. febrúar Föstudaginn 7. febrúar Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 02 0 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.