Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 2020 9 RARIK - Febrúar 2019: 167x214mm RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is Deildarstjóri Framkvæmdasviðs Vesturlandi • • • • • • • Starfs- og ábyrgðarsvið • • • • • • • Menntunar- og hæfniskröfur Atvinna RARIK - janúar 2020: 167x241mm Skipulags- og umhverfisráð Akra- neskaupstaðar samþykkti á fundi sínum 13. janúar að láta bjóða út hönnun nýs leikskóla í Skógar- hverfi í gegnum rammasamning Ríkiskaupa. Ráðið samþykkti jafn- framt að litið yrði til verðs, reynslu og gæðakerfa hönnuða við mat á tilboðum. Af hverju var ákveðið að fara þessa leið, í gegnum rammasamning Rík- iskaupa? Ragnar B. Sæmundsson er formaður skipulags- og umhverfis- ráðs. „Í gegnum tíðina hafa sveitar- félög oft haldið í lokuð útboð vegna ýmissa verkefna. En nú hafa við- miðanir um þau verkefni sem sveit- arfélög mega ráðast í án þess að fara í opin útboð lækkað. Að því leyti eru hendur sveitarfélaga bundnari en áður,“ segir Ragnar í samtali við Skessuhorn. „Jafnframt felur samn- ingurinn í sér að fyrirtæki sem eru aðilar að honum gefa út verð fyrir- fram. Opinberir aðilar eiga því að geta séð að vinna við ákveðið verk á til dæmis ekki að kosta meira en þær X krónur á tímann sem fyrir- tækin hafa gefið út. Síðan geta þau gert tilboð,“ bætir hann við. „En það sem er mest um vert er að út- boð í gegnum rammasamninginn felur í sér aukið gagnsæi og kem- ur í veg fyrir að einum sé hyglað á kostnað annars. Þarna er öllum gefinn kostur á að bjóða í verk, all- ir sitja við sama borð og leikregl- urnar eru skýrar frá upphafi. Það eina sem fyrirtæki þurfa að gera til að taka þátt í útboðunum er að vera aðilar að rammasamningnum,“ segir hann. En telur hann að útboð í gegnum rammasamning Ríkiskaupa muni koma niður á fyrirtækjum í héraði, þar sem fyrirtæki alls staðar að af landinu geta boðið í verk í gegnum samninginn? „Ég myndi frekar líta svo á að þetta haldi þeim á tánum,“ segir Ragnar. „Vissulega geta allir gert tilboð, en reynsla okkar er sú að það eru fyrst og fremst fyrirtæki héðan af svæðinu sem hafa verið að bjóða í verk hjá Akraneskaup- stað. Þannig virðist það vera víðast hvar á landinu, flestir virðast hafa haft nóg að gera á sínum svæðum,“ segir hann. „Ef við lítum á þetta til- tekna útboð, um hönnun leikskóla í Skógahverfi, sjáum við enn fremur að flestar þær stofur sem við höfum á undanförnum árum boðið að taka þátt í lokuðum hönnunarútboðum eru aðilar að rammasamningnum og geta því tekið þátt,“ bætir Ragn- ar við. Hann segir að mörgu leyti þægi- legt fyrir sveitarfélög að bjóða út í gegnum rammasamninginn. Með honum sé búið að útbúa ákveð- ið staðlað útboðsferli sem sveitar- félögin geta gengið inn í. „Sérstak- lega ímynda ég mér að þetta komi til með að nýtast minni sveitarfé- lögum vel, sem hafa ekki mannskap í að stilla upp öllum útboðsgögnum Bjóða út í gegnum rammasamning Ríkiskaupa „Allir sitja við sama borð,“ segir formaður skipulags- og umhverfisráðs heldur þyrftu að kaupa þá vinnu annars staðar frá,“ segir Ragnar. Hann kveðst hins vegar ekki vita hvort þessi leið komi til með að lækka mikið endanlegan kostnað sveitarfélaga vegna þeirra verka sem boðin eru út. „En þetta hefur í för með sér vandaðri vinnubrögð, aukið gagnsæi og er til þess fallið að auka traust og trúverðugleika,“ seg- ir Ragnar B. Sæmundsson og bætir því að fyrir liggi gögn um útboð á hönnun við grunnskólalóðir bæjar- ins. Þar verði sama leið farin. kgk/ Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.