Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 202022 Nýlega uppgötvuðu starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, ásamt vísindamönnum við Náttúrugripa- safnið í Lundúnum, áður óþekkta tegund rauðþörunga hér við land, sem þeir hafa nú nefnt klóblöðku. Þörungurinn er blaðlaga, getur orðið 30 til 40 cm langur og 10 til 25 cm breiður. Hann er áberandi í fjörum, sérstaklega við Suðvestur- land en finnst einnig víða við vest- urströndina, við Vestfirði og hefur fundist á einum stað við Norður- land. Þörungurinn fannst fyrst við Öndverðarnes, yst á Snæfellsnesi, um aldamótin 1900. Þörungurinn var þá talinn tilheyra áður þekktri tegund. Það reyndist síðar rangt. Í ljós kom að hér var um að ræða al- gerlega óþekkta tegund sem á sína nánustu ættingja í Kyrrahafi. Teg- undin hefur hlotið nafnið Schizy- menia jonssonii á latínu til minn- ingar um Sigurð Jónsson þörunga- fræðing og á íslensku er hún nefnd klóblaðka. Í frétt Hafrannsóknastofnun- ar kemur fram að Norður-Atl- antshafið sé sennilega best þekkta svæði í heiminum hvað varðar grunnsævislífverur vegna langr- ar og samfelldrar sögu rannsókna á þörungum og dýrum á grunn- sævi í Norður Evrópu. Það kemur því verulega á óvart að svo stór og áberandi tegund sem klóblaðkan er, skyldi hafa farið fram hjá rann- sakendum og ekki uppgötvast um hvaða tegund var að ræða, fyrr en nú. Erfðagreining leiddi í ljós að þörungurinn getur vaxið ýmist sem skorpa eða verið blaðlaga og er líklega um að ræða mismunandi ættliði í æxlunarferli tegundarinn- ar. Þess má einnig geta að kló- blaðka er góður matþörungur og að í tilraunaeldisstöð Hafrann- sóknarstofnunar við Grindavík eru um þessar mundir í gangi tilraunir með ræktun klóblöðku til matar, í samvinnu við Hyndlu ehf. mm Afurðahæsta kúabú Vesturlands er bú Jóhannes Eybergs Ragn- arssonar og Guðlaugar Sigurðar- dóttur á Hraunhálsi í Helgafells- sveit, þar sem meðalnyt árskúnna var 8.307 kíló mjólkur árið 2019. Hraunhálsbúið hefur reglulega verið meðal afurðahæstu kúabúa landsins undanfarinn áratug eða svo. Er þetta til að mynda annað árið í röð sem búið er það afurða- hæsta á Vesturlandi og í þriðja sæti á landsvísu. Jafnframt hafa kýrnar á Hraunhálsi alloft komist á lista yfir þær afurðahæstu á landinu. Nýkomin úr fjósinu Það var vel við hæfi að Eyberg væri nýkominn úr fjósinu þegar Skessuhorn heyrði í honum hljóð- ið. „Við vorum að koma inn úr fjósinu hjónin og erum að fá okk- ur morgunkaffi,“ segir Eyberg í samtali við Skessuhorn. Hann var að vonum ánægður að heyra að Flekkir af rauðleitri klóblöðku neðan til í fjörunni á utanverðum Reykjanesskaga. Ljósmynd: Karl Gunnarsson. Klóblaðka er nýuppgötvaður rauðþörungur við Ísland „Leggjum okkur fram um að gera vel“ Kúabúið á Hraunhálsi er það afurðahæsta á Vesturlandi Hraunhálsbúið hafi verið afurða- hæsta kúabú landshlutans og þriðja afurðahæst á landsvísu. „Þetta er alltaf gaman en við reynum að passa okkur að vera aldrei í fyrsta sæti, þá höfum við ekki að neinu að stefna,“ segir Eyberg léttur í bragði, en tekur þó fram að það sé ekkert markmið í sjálfu sér sér að komast á einhverja topplista. „Við reynum bara að gera okkar besta, gera vel við kýrnar og standa okk- ur í þessu. Það hefur blessunar- lega gengið vel hjá okkur hjónun- um við búskapinn og við reynum að sinna þessu samviskusamlega,“ segir hann. Margt smátt Til að vel megi ganga við kúabú- skapinn segir Eyberg að margt smátt geri eitt stórt. Lykilinn að góðum árangri þeirra í mjólkur- framleiðslu sé að finna í mörg- um smáatriðum. „Númer eitt er að eiga góð hey og svo að passa burðartímann, að halda rétt- um tíma á kúnum. Hver mánuð- ur í geldstöðu, sem kýrin seinkar á sér burði er mjög dýr,“ útskýr- ir hann og bætir því við að til að fá góð hey sé lykilatriði að endur- rækt tún reglulega. „Þannig fást bestu heyin,“ segir hann. „Það er mjög mikilvægt í kúabúskap að vera með nýræktir. Það er auðvit- að misjafnt eftir túnunum hvað þau endast lengi. Það fer líka eft- ir vetrunum, hvort það klakar á túnunum eða þau kelur, hvað sáð- gresið lifir lengi í túnunum,“ seg- ir bóndinn. Ekki hentug kúajörð Árskýr á Hraunhálsi voru 28,2 á síðasta ári og er búið það minnsta sem ratar inn á lista yfir tíu af- urðahæstu bú landsins. Þrátt fyr- ir góðan árangur í mjólkurfram- leiðslunni segir Eyberg aðspurð- ur að Hraunháls sé ekki hentug jörð til kúabúskapar. „Nei, hún er það ekki. Þetta er bara glíma, bæði við veðráttuna og landslag- ið. Það er helst veðráttan sem get- ur gert okkur erfitt fyrir í kúabú- skap hérna á norðanverðu Nesinu, með tilliti til uppskeru og heyja. Hér geta komið mjög þurr vor og vindasöm haust,“ segir hann. „Við prófuðum að rækta korn í nokk- ur ár en komumst fljótlega að því að það er útilokað hérna norðan- megin vegna veðurs. Það er of kalt með norðanáttinni, þurr vor og oft vindasöm haust, sem er einmitt á uppskerutíma kornsins. Ef korn- ið er orðið mjög þroskað þá getur uppskeran bara hrunið, það þarf bara einn góðan sunnanhvell að hausti til að eyðileggja kornupp- skeruna,“ segir bóndinn. „Þetta er bara glíma,“ bætir hann við. Búskapurinn í blóðinu Eyberg og Guðlaug eru engir ný- græðingar þegar kemur að kúabú- skap, en þau hafa verið við bústörf á Hraunhálsi í bráðum 40 ár. „Við tókum við af mömmu minni ára- mótin 1981-1982, en pabbi var þá dáinn. Þá vorum við bara krakkar, innan við tvítugt bæði tvö,“ segir Eyberg. „Þetta var það sem okkur langaði til að gera og þarna höfð- um við tækifæri til að láta verða af því,“ bætir hann við. „Kúabúskap- urinn er bara í blóðinu og þetta er lífsstíll, að fá að vakna á hverjum einasta morgni, fyrir klukkan sjö, allt árið um kring,“ segir bónd- inn. En er þetta alltaf jafn gam- an? „Auðvitað koma í þessu hæð- ir og lægðir eins og gengur, það er eðlilegt. Er ekki oft sagt að líftími manns í starfi sé sjö ár? Þau eru nú að nálgast 40 hjá okkur, þannig að það er eðlilegt að þetta hafi gengið í bylgjum. Búskapurinn hefur ekki verið eintóm sæla og hamingja, langt því frá, en heilt yfir hef- ur þetta verið gott,“ segir hann. „Þetta er það sem við kunnum. Við leggjum okkur fram um að gera vel og reynum að hafa gaman af á meðan við höfum heilsu til,“ segir Eyberg á Hraunhálsi að end- ingu. kgk Guðlaug Sigurðardóttir og Jóhannes Eyberg Ragnarsson, bændur á Hraun- hálsi í Helgafelssveit. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.