Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 202014 Afurðahæsta kúabú Vesturlands 2019 og þriðja afurðahæsta bú landsins er bú Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar og Guðlaugar Sig- urðardóttir á Hraunhálsi í Helga- felssveit. Meðalnyt árskúa á Hraun- hálsi var 8.307 kg mjólkur. Þetta má sjá í niðurstöðum skýrsluhalds í nautgriparækt fyrir árið 2019, sem birtar voru á vef Ráðgjafamiðstöðv- ar landbúnaðarins í síðustu viku. Hraunhálsbúið hefur iðulega verið meðal afurðahæstu kúabúa landsins undanfarinn áratug eða svo. Er þetta til að mynda annað árið í röð sem búið er það afurða- hæsta á Vesturlandi og það þriðja afurðahæsta á landsvísu. Jafnframt hafa kýrnar á Hraunhálsi alloft ver- ið með afurðahæstu kúm landsins. Eyberg bóndi var að vonum ánægður þegar Skessuhorn heyrði í honum hljóðið síðastliðinn fimmtudag. „Þetta er alltaf gaman en við reynum að passa okkur að vera aldrei í fyrsta sæti, þá höfum við ekki að neinu að stefna,“ segir Eyberg léttur í bragði, en áréttar að það sé ekki markmið í sjálfu sér að komast á einhverja topplista. „Við reynum bara að gera okkar besta, gera vel við kýrnar og standa okk- ur í þessu. Það hefur blessunar- lega gengið vel hjá okkur hjónun- um við búskapinn og við reynum að sinna þessu samviskusamlega,“ segir hann. Nánar er rætt við Eyberg bónda hér aftar í blaðinu. Afurðahæsta kýrin á Lyngbrekku Í niðurstöðum skýrsluhaldsins kemur einnig fram að afurðahæsta kýrin á Vesturlandi er kýr núm- er 1377801-0643 á Lyngbrekku á Fellsströnd. Er hún jafnframt fimmta afurðahæsta kýr landsins, með 13.219 kg mjólkur. Þá má einnig geta þess að afrek- skýrin Jana 432 á Ölkeldu 2 í Stað- arsveit komst á síðasta ári í hóp þeirra gripa sem rofið hafa 100 tonna mjólkurmúrinn í æviafurð- um. Það gerði hún um mánaðamót nóvember og desember, eins og áður hefur verið greint frá í Skessu- horni. Sjá nánar viðtal við Eyberg á Hraunhálsi á bls. 22. kgk Viðbygging sem hýsa mun leikskól- ann Hnoðraból og kennslurými kennara við Grunnskóla Borgar- fjarðar á Kleppjárnsreykjum er nú fokheld. Verkið er á áætlun og áætlað er að taka húsið í notkun fyrir upphaf næsta skólaárs. Bygg- ingin er reist úr forsteyptum ein- ingum, alls 530 fermetrar að flatar- máli. Byggingarverktaki er Eiríkur J. Ingólfsson. Stjórnendur Hnoðrabóls og GBF fóru í skoðunarferð í bygg- ingunni í vikunni sem leið. Á myndinni eru f.v. Dagný Vilhjálms- dóttir deildarstjóri á Hnoðrabóli, Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri og Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri Grunn- skóla Borgarfjarðar. mm/ Ljósm. borgarbyggd.is Síðastliðið haust tók sjávarútvegs- ráðuneytið, að frumkvæði Krist- ján Þórs Júlíussonar ráðherra, til umræðu á vettvangi norræns sam- starfs í fiskimálum hvort fram- kvæma mætti samanburð á kjörum og launakerfum sjómanna í hinum norrænu ríkjum, sérstaklega með tilliti til umræðu sl. haust um verð- mun á uppsjávarafla hér á landi og í Noregi. Vilhjálmur Birgisson for- maður Verkalýðsfélags Akraness hefur verið í hópi þeirra sem gagn- rýnt hafa núverandi kerfi og vakti máls á því. Í framhaldi þess að ráð- herra vakti máls á þessu ákvað Nor- ræna ráðherranefndin um sjávar- útveg og fiskeldi í þessum mánuði að veita styrk af fjárlögum nefndar- innar til rannsóknar á launakerfi í sjávarútvegi í norrænu ríkjunum og gagnkvæmum áhrifum þess á stjórn- kerfi fiskveiða og sjálfbærni. Ensk yfirsögn verkefnisins er: Crew Pay- ment Systems in Nordic Fisheries: How different systems depend on or influence fisheries management and sustainability. Kristján Þór gerði grein fyrir verkefninu á fundi ríkisstjórnarinn- ar fyrir helgi. Í verkefninu verður leitast við að greina og lýsa launa- kerfi í sjávarútvegi í norrænu ríkj- unum, þróun þess og skiptingu fiskveiðirentu milli sjómanna, eig- enda skipa og handhafa aflakvóta. „Horft er til þess að sú þekking sem verði til með verkefninu geti nýst við töku ákvarðana á sviði fiskveiði- stjórnar í krafti bestu þekkingar um hagræna þætti og sjálfbærni. Stefnt er að því að niðurstöður verkefnis- ins verði kynntar á norrænni fiski- málaráðstefnu í Færeyjum næsta haust,“ segir í tilkynningu frá ráðu- neytinu. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að leiða í ljós skýringar á þeim verðmun sem hef- ur verið í umræðunni enda hefur sú umræða einkennst af tortryggni um kjör sjómanna. Það er mikill styrkur fyrir þetta verkefni að öll norrænu ríkin koma að því og því verður hægt að bera saman upplýs- ingar milli landa. Það er fyrirhugað að niðurstöður liggi fyrir í haust og vonandi munum við í kjölfarið hafa betri mynd af þeim mun sem kann að vera milli landa,“ segir Kristján Þór Júlíusson. mm Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæj- ar samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að veita tímabund- inn afslátt af gatnagerðargjöldum. Nær afslátturinn til eldri íbúðalóða í bænum, sem og tilbúinna iðnað- arlóða í iðnaðarhverfinu Ártúni/ Hjallatúni. Um er að ræða 50% afslátt í sex mánuði frá endanlegri samþykkt nánari skilmála sem bæj- arráði var falið að útfæra. „Ráðstöf- unin er gerð til að ýta frekar und- ir byggingu íbúðarhúsnæðis sem skortur er á, sem og atvinnuhús- næðis,“ segir í fundargerð bæjar- stjórnar. Ráðstöfunin tekur ekki til nýrra lóða og ekki byggingarreits- ins í miðbæ Grundarfjarðar, við Grundargötu/Hrannarstíg. kgk Héraðsdómur Reykjaness vísaði síðastliðinn fimmtudag frá dómi máli sem Stangaveiðifélag Kefla- víkur höfðaði gegn Fiskistofu og Fiskræktar- og veiðifélagi Reykja- dalsár í Borgarfirði. Krafðist SVFK þess að felld yrði úr gildi stjórn- valdsákvörðun Fiskistofu frá 15. janúar 2019 þar sem felldur var úr gildi samningur sem meirihluti stjórnar Veiðisfélags Reykjadalsár hafði gert við SVFK um ráðstöfun á veiði í Reykjadalsá 3. apríl 2018. Veiðifélagið tók síðasta sumar sjálft yfir sölu veiðileyfa í ána, nokkrum dögum fyrir upphaf veiðitímabils, í ljósi stjórnvaldsákvörðunar Fiski- stofu. Þessu vildi Stangaveiðifélag Keflavíkur ekki una og stefndi því Fiskistofu og veiðifélagi árinnar. Krafðist SVFK lögbanns síðastliðið vor á sölu veiðifélagsins, en sýslu- maðurinn á Vesturlandi féllst ekki á það í úrskurði frá 12. júní 2019. Stangaveiðfélag Keflavíkur var gert að greiða allan málskostnað fyr- ir héraðsdómi, 800 þúsund krónur til Fiskistofu annars vegar og hins vegar sömu upphæð til Fiskræktar- og veiðifélagi Reykjadalsár. mm Leikskólabygging fokheld á Kleppjárnsreykjum Norræn rannsókn á launakerfi í sjávarútvegi Hraunháls í Helgafellssveit. Ljósm. Mats Wibe Lund. Afurðahæsta kúabú landshlutans er á Hraunhálsi Þriðja afurðahæsta búið á landsvísu Frá Grundafirði síðastliðið sumar. Ljósm. úr safni/ tfk. Slá tímabundið af gatnagerðargjöldum Klettsfoss, þriðji neðsti merkti veiðistaður í Reykjadalsá í Borgarfirði. SVFK tapar máli um veiðirétt í Reykjadalsá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.