Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.01.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 20202 Hryllingsmyndahátíðin Frostbiter verður haldin í fjórða sinn á Akra- nesi um komandi helgi. Þar verða sýndar um 25 myndir og er frítt á alla viðburði. Þá verða fjölmörg þorrablót haldin í landshlutanum um næstu helgi. Á morgun er spáð norðaustanátt 8-13 m/s á Vestfjörðum en hæg- ari austlæg átt annarsstaðar. Dá- lítil él norðvestanlands en annars þurrt víða og bjart. Frost víða 1-10 stig, mest inn til landsins. Á föstu- dag er útlit fyrir norðlæga átt 5-15 m/s, hvassast norðvestanlands. Él einkum norðvestantil á landinu en víða bjart sunnanlands. Frost um allt land. Á laugardag verð- ur norðvestlæg átt 3-10 m/s og hvassast við norðausturströndina. Skýjað og lítilsháttar él, en bjart- viðri sunnantil á landinu. Kalt í veðri. Á sunnudag snýst í suðlæga átt með dálítilli snjókomu eða élj- um á Suður- og Vesturlandi, en víða bjart norðan- og austanlands. Áfram kalt í veðri. Á mánudag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt og stöku él. Frost um land allt. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvaða náttúruvá lesendur óttast mest. Flestir, eða 31%, óttast ofsaveður mest. 23% óttast jarðskjálfta, 16% eldgos, 10% þurrka, 9% flóð/flóðbylgjur, 4% óttast eitthvað annað mest, 4% óttast hita/elda mest en fæstir, eða 2% óttast mest kuldann. Í næstu viku er spurt: Borðar þú súrmat? Aðalgeir Vignisson, kvikmynda- gerðarmaður í Grundarfirði, lætur drauminn um starf í kvikmynda- geiranum rætast þó oft reynist erfitt að komast inn í stéttina og lifa á starfinu. Aðalgeir er Vest- lendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Fráfarandi sveitarstjóri tilkynnir máls- sókn BORGARBYGGÐ: Lög- maður Gunnlaugs A Júlí- ussonar, fráfarandi sveitar- stjóra í Borgarbyggð, hefur tilkynnt lögmanni sveitar- félagsins að hann muni leita til dómstóla til þess að fá kröfur Gunnlaugs um bæt- ur vegna uppsagnar hans hjá sveitarfélaginu viður- kenndar og dæmdar. Í bréfi lögfræðings Borgarbyggð- ar 20. janúar sl. til lögfræð- ings Gunnlaugs sagði m.a. „Hagsmunir umbjóðanda þíns voru tryggðir með ríf- legum biðlaunarétti sam- kvæmt ráðningarsamningi. Verður sá biðlaunaréttur vitaskuld virtur. Allri frek- ari greiðsluskyldu er hafn- að. Kjósi umbjóðandi þinn að gera ágreining um þá af- stöðu umbjóðanda míns er allur réttur áskilinn.“ Í til- kynningu til Skessuhorns segir Gunnlaugur: „Miðað við viðbrögð sveitarfélags- ins er fátt annað í stöðunni en að leita réttar síns fyrir dómstólum. Þegar ekki er ljáð máls á að ræða uppgjör á óteknu sumarfríi og túlk- un annarra ákvæða í ráðn- ingarsamningi, þá er ekkert annað í stöðunni en að leita réttar síns. Fyrst farið er í þessa vegferð á annað borð þá verða fleiri atriði einnig tekin með.“ -mm Leit hefst brátt aftur VESTURLAND: Lög- reglan á Vesturlandi hefur unnið að rannsókn á hvarfi manns í Hnappadal 30. desember. Veðurskilyrði undanfarið hafa gert erfitt um vik að leita hans en að sögn lögreglu stendur til að hefja hana af fullum krafti að nýju innan tíðar. Lög- reglan á Vesturlandi fær aðstoð frá tæknideild sér- sveitar Ríkislögreglustjóra. Búið er að kortleggja staði sem lögregla telur að skoða þurfi betur og stendur til að fljúga yfir þau svæði með dróna. -kgk Veðurhorfur „Hjartans þakkir kæru Skaga- menn,“ eru upphafsorð félaga í Club71 á Akranesi í tilkynningu sem þeir sendu frá sér að loknu þorrablóti Skagamanna síðastliðin laugardag. „Þið eigið heiður skilinn fyrir að mæta á Þorrablót Skaga- manna og gera þennan magnaða menningarviðburð jafn stórkost- legan og raun ber vitni. Því án já- kvæðra og fjörugra gesta verður engin veisla.“ Eftir tíu ár verða nú breytingar á Þorrablóti Skagamanna. „Hópur úr árgangi ´71 keyrði þessa hugmynd í gang fyrir áratug og hefur haldið utan um málin síðan þá í samvinnu við fjöldann allan af góðu fólki. Umfram allt er að Skagamenn og góðir gestir komi saman, njóti sam- verunnar og njóti lífsins og það hefur tekist ljómandi vel. Ekki er nú verra þegar allt þetta fer saman í þágu góðra málefna en á þessum tíu árum hafa safnast milli 20 og 30 milljónir króna sem runnið hafa til góðgerða- og íþróttamála á Akra- nesi. Félagar í Club 71 vilja þakka kærlega öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóg með okkur til að gera þetta allt að veruleika í gegnum árin en ekki síður þeim sem hafa komið og notið með okk- ur á blótinu sjálfu - og styrkt þann- ig gott málefni. Árgangur ´79 tek- ur nú við boltanum og mun án efa gera það með glæsibrag.“ mm Leigufélagið Heimavellir sagði ný- verið upp húsaleigu allra þeirra sem leigja af þeim íbúðir í fjölbýlishús- inu Holtsflöt 4 á Akranesi, alls 18 fjölskyldum. Það er gert í kjölfar þess að fyrirtækið seldi húsið í byrj- un árs. Í tilkynningunni frá Heima- völlum kemur fram að leigusamn- ingar hafi verið seldir með húsinu, en nú hefur komið í ljós að nýju eigendurnir hafa ekki í hyggju að Íbúum í fjölbýlishúsum sagt upp húsnæði leigja íbúðirnar áfram heldur fara þær allar í sölu. Lítið framboð er af leiguhúsnæði á Akranesi og því sjá íbúar í húsinu fram á veruleg vand- ræði þegar leigusamningar þeirra renna út. Þeir fyrstu renna út í lok mars og aðrir nokkrum mánuðum síðar. Heimavellir hafa selt fleiri fjölbýlishús á Akranesi, en húsið við Holtsflöt 4, á liðnum misserum og snertir því kúvending fyrirtæk- isins í leigumiðlun afar marga íbúa á Akranesi, enda hefur fyrirtækið verið umsvifamikið á markaði eftir að það fékk þessar fasteignir keypt- ar á afar góðum kjörum af ríkinu í gegnum Íbúðalánasjóð fyrir um fjórum árum. Vilhjálmur Birgisson formað- ur Verkalýðsfélags Akraness vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni fyrir helgi og uppskar mikla athygli fjölmiðla. „Það er óhætt að segja að pistill minn hafi vakið gríðarlega athygli, en þar fjalla ég um ótrúlega og siðlausa framkomu leigufélagsins Heimavalla í garð leigjenda að Holtsflöt 4 á Akra- nesi. Það er í raun rannsóknarefni að Heimavellir sem keyptu þessar íbúðir á sérstökum sérkjörum af Íbúðalánasjóði árið 2016 skuli geta einungis fjórum árum eftir kaupin komist upp með að selja allar eign- irnar og skilja um leið 18 fjölskyld- ur eftir í fullkominni óvissu,“ skrif- ar Vilhjálmur. Meðal þeirra viðbragða sem orð- ið hafa við skrifum Vilhjálms er að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hefur heitið því að brugð- ist verði við stöðunni og að reynt verði að koma til móts við íbúa sem standa frammi fyrir að verða hús- næðislausir. Þær hugmyndir eru á byrjunarstigi en samkvæmt frétt mbl.is um liðna helgi er stefnt að því að fá Bríet, opinbert leigufélag í eigu ríkisins, til að fjölga íbúðum á svæðinu. Eitt af markmiðum með stofnun félagsins er að stuðla að virkum leigumarkaði á landsbyggð- inni í samstarfi við sveitarfélög. mm Fjölbýlishúsið við Holtsflöt 4 á Akranesi. Hluti hóps Club71 á Akranesi. Club71 sendir þakkir til Skagamanna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.