Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 20206 Nú líður að því að bændur fari til fjalla og smali saman búfénaði sem gengið hefur á fjall í sumar. Haustið er annatími til sveita og hefur dregið að brottflutta og aðra áhuga- sama um réttir, hvort sem er fjárréttir eða stóðréttir. En allt er í heiminum hverfult og nú á tímum kórónuveirunnar þarf að setja fjöldatakmarkanir og gera fleiri viðeigandi ráðstafanir. Landssamtök sauðfjárbænda og Bænda­ samtökin hafa í samstarfi við landlæknisemb­ ættið, Almannavarnir og Samband íslenskra sveitarfélaga unnið að leiðbeiningum hvern­ ig við högum þessari vinnu svo alls öryggis sé gætt. Í blaðinu má finna leiðbeiningar um hvernig best er að framfylgja reglunum. Eins eru upplýsingarnar birtar á bondi.is og saudfe. is. Ein af þessum reglum er að ekki skulu aðrir koma til rétta en þeir sem þurfa að vera þar við vinnu. Þetta þýðir því miður að gestir þurfa að sitja heima í ár og er sannarlega breyting frá því sem við erum vön í gegnum aldirnar. En í þessu eins og öðru virðum við settar reglur og vönd­ um okkur til að gæta að heilsu manna. Matvælasjóður í startholunum Stjórn Matvælasjóðs hefur unnið að úthlutunarreglum á síðast­ liðnum vikum. Þær verða birtar á vef sjóðsins þegar auglýst verður eftir umsóknum á næstu dögum. Ég vil hvetja alla sem hafa eitthvað sem þeir vilja þróa eða vinna áfram með í tengslum við matvæli eða aðrar afurðir að sækja um. Það eru mörg tækifæri í íslenskum landbúnaði sem við verðum að nýta okkur. Tæknin er á fleygi­ ferð og fjórða iðnbyltingin handan við hornið sem veitir landbúnaðinum mörg tækifæri til framþróunar. Þar liggja í mínum huga ótrúleg sóknarfæri sem vert er að nýta til hagræðingar í greininni, hvort sem er í frumframleiðslu eða í afurðastöðvum. Félagskerfi bænda Endurskipulagning félagskerfis bænda hefur verið á borði stjórnar BÍ nú á sumarmánuðum. Unnið hefur verið úr þeim hugmyndum og tillögum sem komið hafa frá búgreinafélögum, búnaðarsamböndum og framkvæmdastjórum búgreinafélaganna. Stjórn var sammála um það að til að vinna málið áfram yrði samið við KPMG um ráðgjöf. Sú vinna er komin vel á veg og er stefnt á að í lok mánaðarins verði kominn rammi utan um verkefnið. Ég sagði í leiðara fyrr á þessu ári að í framhaldi af þessari vinnu yrði boðað til funda með bændum víðs vegar um landið. Það er enn stefnt á það en í ljósi þess að vinnan hefur heldur dregist þá stefnum við á að hefja fundina upp úr mánaða­ mótum september/október. Tekjufall í ferðaþjónustunni Það er viðbúið að næsti vetur verði mörgum erfiður, þar horfum við til vanda ferðaþjónustubænda sem sjá nú fram á enn minni tekjur af ferðamönnum en vonir stóðu til í upphafi vors. Við höfum rætt við félagsmálaráðuneytið hvernig við nálgumst einyrkja í stöðunni og er mér sagt að verið sé að vinna að tillögum í þeim efnum. Ég vona svo sannarlega að við fáum einhver viðbrögð fyrr en síðar. Það er mikið áhyggjuefni að landinu hafi nánast verið lokað með síðustu aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ekki ætla ég að setjast í dómarasæti í því máli en það eru mjög margir sem hafa treyst á tekjur af ferðamönnum sem sitja nú eftir með sárt ennið. Atvinnustefna fyrir landið allt Bændur hafa kallað eftir landbúnaðarstefnu sem vonandi verður farið að vinna að í bráð. En er ekki nauðsyn­ legt fyrir íslenska þjóð að móta atvinnustefnu í heild sinni svo við horfum til meiri framleiðni í hagkerfinu? Ekki er síður vandi í öðrum greinum, eins og loðdýra­ rækt, þar sem bændur hafa ekki getað selt afurðir á þessu ári. Ríkisstjórnin samþykkti á vor­ dögum 80 milljóna stuðning inn í greinina. Það var fagnaðarefni en enn bólar ekkert á hvernig þetta verður útfært. Eftir sitja framleiðendur með dýr á fóðrum og takmarkað fjármagn til fóð­ urkaupa. Þessu verður að kippa í liðinn, helst í gær. Ég vona að bændur og búalið eigi ánægjulegt haust og væna dilka af fjalli. Munum bara að „hlýða Víði“ sem fyrr og að við erum öll almannavarnir. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Það eru mikil átök í fræðslumálum sem snerta landbúnaðinn um þessar mundir. Má segja að þau átök kristallist í því að fagfólk í garðyrkju hafi séð sig knúið til að stofna Garðyrkjuskóla Íslands. Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi hefur margoft komist í umræðuna á liðnum árum vegna fjársveltis. Einhvern veginn hefur þótt við hæfi að skilja þennan fag­ skóla garðyrkjunnar eftir úti á jaðrinum þegar komið hefur að viðhaldi og endur­ bótum húsnæðis. Á sama tíma hefur ekkert skort á fjármagn við byggingu bóknáms­ skóla og skóla á háskólastigi. Það að færa skólann á Reykjum undir háskólastigið og gera hann að einingu í Landbúnaðarháskóla Íslands virðist alls ekki hafa lagað ástandið heldur þvert á móti. Fagskóli í garðyrkju stendur í eðli sínu mun nær iðnskólum og í sumum greinum skrúðgarðyrkjunnar skarast námið meira að segja við iðngreinar eins og múrverk. Í þessu eðli skólans liggur sennilega hundurinn grafinn. Það hefur nefnilega verið lenska hjá pólitískum ráðamönnum í menntakerfinu áratugum saman að flokka skóla í virðingarstiga, meðvitað eða ómeðvitað. Þannig hafa verkmenntaskólar eins og iðnskólar og aðrir skólar af þeim toga nær alltaf átt undir högg að sækja. Greinilegt er líka að litið hefur verið á fólk sem útskrifast með fagmenntun sem óæðri persónur í menntakerfinu en það fólk sem útskrifast með háskólagráður upp á vasann. Þetta hafa verið eins og skítugu börnin hennar Evu, eins og sést best á því að skólar á háskólastigi hafa gjarnan verið nefndir „æðri“ menntastofnanir. Jafnvel þótt háskólagráðufólkið þurfi svo að ganga um atvinnulaust árum saman vegna offramboðs í einhverri greininni. Vonir hafa verið bundnar við það á síðustu árum og misserum að ráðamönnum væri að takast að snúa þessari misskiptingu í menntakerfinu við. Enda hefur blasað við eftir efnahagshrunið 2008 að þjóðina sárvantaði fleiri hendur til starfa með þekkingu í faggreinum. Þegar aðkeypts vinnuafls fagmenntaðs verkafólks naut ekki lengur við eftir hrunið kom í ljós að margar greinar þjóðfélagsins voru nær óstarfhæfar. Skortur var á menntuðum bifvélavirkjum, múrurum, smiðum, rafvirkjum, pípulagningamönnum, fisktæknifólki og fólki í fjölda annarra iðngreina. Það var hins vegar lítil eftirspurn eftir sprenglærðum hagfræðingum með fullri virðingu fyrir því fagi. Meðal hugmynda um endurreisn þjóð­ félagsins var að stórefla landbúnað og þá ekki síst garðyrkjuna. Gallinn var bara að þarna truflaði pólitíska hugsunin um mik­ ilvægi menntagreina framgöngu málsins. Í stað þess að fara á fullt í að efla fagmenntun í garðyrkjunni virðist þetta hafa farið að snúast um að setja garðyrkjunámið sem hækju undir rekstur menntastofnunar á háskólastigi. Það var vísasta leiðin til að drepa upprunalegan tilgang með skóla eins og Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Landgræðslustjóri hefur nú einnig blásið í viðvörunarflautur varðandi annan skóla sem er með snertiflöt við landbúnaðinn, eða Landgræðsluskólann. Þar gagnrýnir hann einmitt þann verknað að gera þann skóla, sem byggt hefur verið að mestu á fagþekk­ ingu starfsmanna Landgræðslunnar, að deild í Landbúnaðarháskóla Íslands. Er ekki tími til kominn að yfirmenn menntamála í landinu fari alvarlega að hugsa sinn gang þegar horft er til iðn­, tækni­ og annarrar fagmenntunar í landinu? Það fólk er ekkert ómerkilega en aðrir þegnar þjóðfélagsins, ekki frekar en rauðhærðir eða fólk með annan litarhátt en hvítan. /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Á klettadrangnum Stóra-Karli undir Skoruvíkurbjargi á Langanesi er annað mesta súluvarp landsins. Útsýnispallur var tekinn í notkun í Skoruvíkurbjargi 2014. Hann er mikið járnvirki sem skagar fram af brún Skoruvíkurbjargs í námunda við Stóra Karl, eða Karlinn eins og hann er jafnan nefndur í daglegu tali. Af pallinum er fyrirtaks útsýni yfir þá einstöku súlubyggð sem þarna er. Mynd / Hörður Kristjánsson Hinir óæðri Göngur og réttir með öðrum brag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.