Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 41 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Tökum hey- og jarðvegssýni Það er mikilvægt að taka árlega heysýni og senda í efnagreiningu til að hafa í höndunum yfirlit um efnainnihald og gæði heyjanna. Á grunni niðurstaðnanna má svo skipuleggja fóðrun gripanna og sjá hvers konar kjarnfóður hent- ar með heyjunum og annað við- bótarfóður sem þarf til að bæta upp það sem vantar í heyin. Veðrátta hefur mikil áhrif á heygæði og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er sérstaklega mikilvægt að huga að heyefnagreiningum. RML býður upp á heysýnatöku að vanda og hægt er panta heysýnatöku og fóðurráðgjöf á heimasíðu RML (hnappur á forsíðu). Fyrir bændur sem taka sýni sjálf- ir er gott að hafa í huga að hentug stærð sýnis er á stærð við handbolta og gott að reyna að lofttæma hey- sýnapokann. Merkja sýnið vel og frysta strax. Þegar sýni eru tekin úr verkuðu fóðri þarf það að hafa verk- ast í a.m.k. 4-6 vikur áður en sýni er tekið. Á heimasíðu RML, undir eyðublöð má finna fylgiseðil sem fylla má út með upplýsingum sem mikilvægt er að fylgi hverju sýni. Efnagreiningar á jarðvegi rækt- arlands gefa mikilvægar upplýs- ingar um sýrustig jarðvegs og forða hans af mikilvægustu plöntunær- ingaerfnum. Niðurstöðurnar má nota til að ákvarða áburðargjöf og sýrustig jarðvegs til að ákveða kölkun. Niðurstöður jarðvegssýna frá undanförnum árum benda til að sýrustig túna sé mjög víða lægra en þau viðmiðunargildi sem æskileg þykja í jarðrækt. Jarðvegssýni sem ráðunautar RML taka í haust verða send til greiningar hjá Efnagreiningu ehf. Þegar niðurstöður efnagreininga liggja fyrir geta bændur óskað eftir að ráðunautar RML túlki þær og nýti við gerð áburðaráætlana og í önnur verkefni er tengjast jarðrækt. RML tryggir að niðurstöðurnar fari inn í forritið Jörð.is þar sem þær eru geymdar og aðgengilegar bænd- um. Til að fylgjast með breytingum sem kunna að verða á sýrustigi og næringarástandi í efsta jarðvegslagi túna og akra er æskilegt að taka úr þeim jarðvegssýni á nokkurra ára fresti. Æskilegt er að taka jarðvegssýni á haustin áður en búfjáráburður er borinn á. Jarðvegssýnataka mun hefjast í september. Æskilegt er að sem flestar pantanir liggi fyrir snemma í ferlinu til þess að auð- velda skipulagningu heimsókna. Hægt er að panta rafrænt á heima- síðu rml.is, eða með því að hringja í síma 516-5000. Eiríkur Loftsson ráðunautur, Rekstrar- og umhverfissvið el@rml.is Uppskriftabók úr íslenskum eldhúsum eftir stríð Á síðasta ári kom út frá Espólín- forlagi matreiðslubókin Upp- skriftir stríðsáranna eftir Önnu Dóru Antonsdóttur og Kristrúnu Guðmundsdóttur. Með bókinni vilja þær halda á lofti merki formæðra sinna en uppskriftir í bókinni eru teknar úr matreiðslu- bókum systranna Guðbjargar og Sigurlaugar Sveinsdætra en þær stunduðu báðar nám við Kvenna- skólann á Blönduósi og voru upp- skriftabækur þeirra afrakstur matreiðslunáms við skólann. Sigurlaug frá Tjörn (f.1924) stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1943-1944 en Guðbjörg (f.1919 d. 2013) veturinn 1939-1940. Báða þessa vetur voru Sigurlaug Björnsdóttir frá Kornsá matreiðslukennari og Sólveig Sövik skólastýra. Í matreiðslubókinni Uppskriftir stríðsáranna segir: „Kvennaskólinn á Blönduósi var lyftistöng í lífi húnvetnskra og skagfirskra kvenna í lok nítjándu aldar og fram eftir þeirri tuttug- ustu. Húsmæðurnar skynjuðu það og skildu. Þær sendu dætur sínar í þessa menntastofnun sem þær höfðu sjálfar trú á. Bækurnar (systranna) bera þess menjar að hafa verið í mikilli notkun en uppskriftirnar voru, þegar grannt var að gáð, hluti daglegs mataræðis eftirstríðsáranna og lengur, á alþýðuheimilum þessa lands.“ Höfundar bókarinnar Uppskriftir stríðsáranna flétta skemmtilega saman hinum gömlu uppskriftum með textum dagsins og hugleiðing- um um það sem er efst á baugi í sam- tímanum, rifja upp þætti úr kvenna- fræðslu og krydda síðan með heil- ræðum úr smiðju Kvennaskólans. Hér fylgja tvær uppskriftir úr bók- inni: Prinsessusúpa 1 ½ l kjötsoð 1 ¼ hvítkálshöfuð Gulrófa – gulrætur 40 g smjör 40 g hveiti 2 msk. rjómi 1 eggjarauða – gott kjötsoð Aðferð: Konan sker þvegið grænmeti í smábita og hitar á pönnu. Lætur sjóða í tíu til fimmtán mínútur. Þá er grænmetið tekið upp úr og látið í súpuskál. Bakar saman smjör og hveiti og hræri smám saman út með soðinu, lætur sjóða. Rjóminn og eggin hrærð saman og jafnað síðan út í súp- una, má ekki sjóða! Og úr verður prinsessusúpa. Snjóbúðingur 1-2 dl rjómi 2 msk. sykur 3 bl. matarlím 2 msk. heitt vatn 1 tsk. vanilludropar Berjasulta, makkarónur eða smákökur Aðferð: Matarlímið lagt í kalt vatn og látið liggja í stund. Rjóminn þeyttur og droparnir og sykri hrært saman við. Matarlímið hrært út í heita vatninu og látið renna og hrært gætilega saman við rjómann. Og síðan sett í mót sem er bleytt og sykri stráð. Og látið í lögum svo sultan og smákökurnar séu innan í og þær þurfa að vera brotnar í smábita. Rjóminn skal vera allt í hring. /ehg BÆKUR&MENNING Anna Dóra Antontsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir gáfu út matreiðslu- bókina Uppskriftir stríðsáranna á síðasta ári en í henni má finna uppskriftir úr matreiðslubókum systranna Guðbjargar og Sigurlaugar Sveinsdætra. Matreiðslubækur Guðbjargar og Sigurlaugar Sveinsdætra frá því upp úr 1940 hafa varðveist vel og voru efniviður í bókina Uppskriftir stríðsáranna. Prinsessusúpan samanstendur af kjötsoði, grænmeti og eggi. Ábætisréttur sem lítur út eins og snjóhús, Snjóbúðingur, er tilvalinn að búa til með haustinu. TUDOR rafgeymar TUDOR TUDOR Er fjórhjólið tilbúið fyrir fjallaferðina? Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start með TUDOR Stærðir: XS-4XL Efni regnsett: 310gr PU/PVC Efni vesti: 100% pólýester Verð: kr. 10.500,- Verð: kr. 1.190,- KH Vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is Göngum þurr og örugg til alla! Regnsettið er slitsterkt 310 g/m², með hettu, vösum og stillanlegri teygju í mitti. Bjóðum upp á merkingar á hóegu verði og sendingarkostnaður er innifalinn í verði. Smalamennska 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.