Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202042 Á þessum merkilegu tímum þegar smitgát er á allra vörum leiðir það hugann að smitgát á kúabúum, sem allt of víða má bæta verulega. Eftir rúmlega tveggja áratuga starf með kúa- bændum víða um heim hefur safnast vel í reynslubankann og eitt af því sem kúabændur í flest- um löndum eiga sameiginlegt er að of margir færa ábyrgðina á smitvörnum eigin kúabúa yfir á þá sem þjónusta búin eins og t.d. dýralækna, ráðunauta, frjótækna, gripa- , fóður- eða mjólkurbílstjóra, þjónustuað- ila mjaltakerfis og fleiri mætti nefna. Smitvarnir eiga að sjálfsögðu að vera á ábyrgð bændanna sjálfra og þeir eiga að setja reglurnar fyrir eigin bú sem svo aðrir eiga að fara eftir. Svona reglur eru víða aðgengilegar og auðvelt að finna og fara eftir. En smitgát er líka eitt- hvað sem þarf að viðhafa innan bús og í því sambandi er talað um ytri smitgát og svo innri smitgát. Ytri smitgát er þá að koma í veg fyrir að smit berist inn á viðkom- andi kúabú með t.d. einhverjum þjónustuaðila en innri smitgát eru góðir búskaparhættir viðkomandi bús við að koma í veg fyrir, eða draga úr, að smit geti borist um innan viðkomandi bús. Ytri smitgát Eins og áður segir eru til margar aðgengilegar reglur og viðmiðanir varðandi það hvernig kúabú geta sett upp eigin reglur varðandi það hvernig búið vill að þeir aðilar sem þangað koma hagi sér. Þetta geta verið reglur eins og að ekki sé gengið inn í fjósið í stígvélum sem notuð hafa verið í öðru fjósi nema þá að sýnt hafi verið fram á fullnægjandi sótthreinsun. Ekki sé farið inn í fjósið í vinnufötum sem hafa verið notuð í öðru fjósi nema þau hafi verið þvegin á milli o.s.frv. Þessar reglur eru allar til og má benda á LK eða RML varðandi frekari upplýsingar. Mín reynsla er þó sú að þó svo að svona einfaldar og sjálfsagðar umgengnisreglur hafi verið til og í notkun í jafnvel áratugi þá veigra bændur sér oft við að fylgja þeim eftir. Kúabóndi í einu landi í Asíu nefndi t.d. við mig að honum þætti óþægilegt og óviðeigandi að biðja dýralækninn sinn að skipta um föt og stígvél við komuna á búið! Að ákveðnu leyti skiljanlegt en um leið óskiljanlegt! Allir vilja auð- vitað og gera ráð fyrir að þeir sem koma inn á búin viðhafi smitgát en ábyrgðin á því er þó kúabóndans og hún/hann á að sjá til þess að smitvörnum sé fylgt og sinnt. Víða pottur brotinn Ég hef á ferlinum upplifað allskonar undarleg brot á smitvörnum frá öllum þjónustuaðilum, allt frá því að dýralæknir ók bíl sínum beint inn á fóðurgang í fjósi í Danmörku, frjó- tæknir var með haugskítuga svuntu framan á sér sem hann rúllaði upp á milli bæjarheimsókna, ráðunautar sem óðu inn í fjós á skóm sem þeir höfðu verið í skömmu áður í öðru fjósi og mörg fleiri dæmi mætti tína til. Hreinar línur Spyrja má hvað er til ráða? Svarið er einfalt, kúabóndinn sjálfur þarf að vera afar skýr varðandi það hvaða kröfur hann/hún gerir og svo fylgja þeim eftir. Sem stendur starfa ég í Kína við ráðgjöf til þarlendra kúabænda og þar er ekki síður en annarsstaðar víða pottur brotinn í þessu sam- bandi. Þó er það svo að stærri búin eru með fullkomnar smitvarnir, allt frá því að eiga einnota klæði fyrir alla gesti og þá bæði plastskó og sloppa og upp í að skikka gest- komandi í að fara í gegnum bún- ingsklefa, fara í sturtu og klæðast svo eingöngu fötum búsins og það allt frá innstu spjör! Þetta er líkt og gert er á einangrunarbúum hér á landi! Nýr galli á hverjum stað Að mínu mati er afar vel staðið að smitgát meðal mjólkurgæðaráð- gjafanna í Danmörku en þeir hafa að atvinnu að fara á milli kúabúa og veita ráðgjöf og fara oft inn á nokkur bú á degi hverjum. Hjá þeim er kerfið þannig að hver ráðunautur er með 15-20 heilgalla hver og tvö sett af stígvélum. Fyrir hverja heimsókn er farið í hreinan galla og stígvél auk þess sem einnota hanskar eru alltaf notaðir. Eftir hverja heimsókn fer notaður galli, jafnvel þó hann virðist hreinn og ónotaður, í þar til gerðan kassa sem er fyrir óhreint tau og stígvélin eru þvegin með heitu vatni, sápu og burstuð í bak og fyrir. Þau eru svo sett í ílát sem inniheldur sterkan sótthreinsilög og ílátinu lokað. Þegar ekið er á næsta bæ er svo annað stígvélapar tekið í notkun og hreinn galli o.s.frv. Ég var oft spurður af bændum út í þessi tvennu pör af stígvélum en þetta verklag tókum við upp þegar við fundum, með stroksýnum, að þó svo að stígvél hafi fengið „gusu“ af sótthreinsandi við brottför frá einu búi, þá drápust ekki allar örverur og hefðu getað borist inn á næsta bú. Þá var tekin upp reglan um að láta stígvél liggja í sótthreinsilegi í amk. 20 mínútur og þar sem oft er stutt á milli bæja þá var ljóst að það þyrfti að vera með tvö sett af stíg- vélum svo hægt væri að gera þetta vel. Það má vera að sumum finnist þetta heldur róttækar aðgerðir en þá er rétt að minna á að mjólkur- gæðaráðgjafar vinna oft með afar viðkvæmar kýr og oft veikar líka og því meiri hætta en ella til staðar. Innri smitgát Þegar rætt er um innri smitgát þekkja flestir vel hvað gera þarf. Algengasta ráðstöfunin sem flestir þekkja er að nota spenadýfu til að hindra bakteríusmitt, skipta um undirburð, halda svæðum hreinum og fleira slíkt. Það er þó víða hægt að gera miklu betur og of oft ná smitefni að fjölga sér og dreifa sér innan kúabúa að óþörfu. Staðan á Íslandi er reyndar einstaklega góð enda er miklu minna um smitefni en víða erlendis. Þetta getur þó breyst mjög hratt og ástæðulaust að bíða eftir því. Við erum t.d. vön því að skepnur smiti varla hver aðra þegar og ef þær veikjast en það ætti þó alltaf að hafa varann á sér. Stöðvun útbreiðslu Júgurbólga er líklega algengasta vandamálið á kúabúum hérlendis og eins og flestir kúabændur vita þá getur uppruni júgurbólgu verið afar mismunandi. Sum smitefnin geta borist á milli kúa og önnur geta leynst í umhverfinu og fer það eftir því hvaða smitefni er í gangi, hvaða aðgerðaráætlun er sett af stað til að útrýma viðkomandi smitefni. Innri smitgátaráætlun kúabús tekur einmitt á þessu at- riði. Þannig gæti þurft að viðhafa allt öðruvísi vinnubrögð á kúabúi sem er að slást við Kólí, Klebsíella eða Úberis sýkingar en á búum sem eru oftast með Áreus sýkingar svo dæmi sé tekið. Það er þó afar góð vinnuregla að halda umhverfinu vel hreinu og lausu við skít, það hjálpar flestum langt á þessari vegferð. Ég hef oft séð kínverska bændur með einhver „töfraefni“ sem eiga að geta komið í veg fyrir vöxt á örverum og smitefnum en þessi efni virka oft ekki þar sem verið er að reyna að nota þau í óhreinu umhverfi þrátt fyrir að tunguliprir sölumenn haldi oftast öðru fram. Gullskítur er líka skítur Við þessa bændur hef ég oft sagt að gullskítur er líka skítur þ.e. kúadella er kúadella alveg sama þó maður máli hana með gull- málningu! Þetta tengja kínverskir bændur vel við en gull er þar í miklu uppáhaldi. Með öðrum orðum þá er ekki hægt að sótt- hreinsa skít eða óhreinindi. Fyrst þarf að fjarlægja skítinn með vatni og etv. hreinsiefnum og svo sótt- hreinsa, það væri óskandi að það þyrfti ekki að gera þetta svona því það er töluverð vinna en svona er þetta og það sem meira er, þetta skilar sér! Mín reynsla er líka sú að á þeim búum þar sem nærum- hverfi kúa er haldið afar hreinu og snyrtilegu þar er miklu minna um vandamál heldur en á þeim búum þar sem góð vinnubrögð eru ekki viðhöfð. Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Smitgát Misjafnt er hvað menn taka smitvarnir alvarlega í landbúnaði. Þegar alvarleg tilfelli koma upp má þó oft sjá viðbragðsteymi í fullum skrúða eins og á þessari mynd sem tekin var í Malasíu. Til ýmissa ráða er gripið til við að tryggja sóttvarnir. Plasthlífar utan um stígvél er eitt, en hætt er þó við að slíkar hlífar rifni auðveldlega í ati sem skapast getur í kringum nautgripi. Fyrir hverja heimsókn mjólkurgæðaráðgjafa í Danmörku er farið í hreinan galla og stígvél auk þess sem einnota hanskar eru alltaf notaðir. Eftir hverja heimsókn fer notaður galli, jafnvel þó hann virðist hreinn og ónotaður, í þar til gerðan kassa sem er fyrir óhreint tau og stígvélin eru þvegin með heitu vatni, sápu og burstuð í bak og fyrir. Sótthreinsun á skófatnaði áður en gengið er inn í gripahús er víða viðhöfð í Danmörku. Blaðið Jamestown Sun í Norður-Dakota í Bandaríkjunum birti þessa ágætu skýringarmynd af því hvernig nautgripabændur gætu metið heppilega nálgunarfjarlægð á tímum COVID-19 faraldursins. Handþvottur er eitt af lykilatriðunum til að verjast útbreiðslu COVID-19. Of oft ná smitefni að fjölga sér og dreifa sér innan kúabúa að óþörfu. Staðan á Íslandi er reyndar einstaklega góð enda er miklu minna um smitefni en víða erlendis. Þetta getur þó breyst mjög hratt og ástæðulaust að bíða eftir því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.