Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202010 Hálf öld er liðin frá því að Mið­ kvíslarstífla var sprengd. Miðkvísl er ein þriggja kvísla Laxár þar sem áin fellur úr Mývatni. Hópur manna í sveitinni tók sig til, þann 25. ágúst árið 1970, og sprengdi stífluna með dýnamíti eftir deilur um hvort nýta bæri Mývatns­ og Laxársvæðið til raforkufram­ leiðslu. Í framhaldinu var fallið frá áformum um frekari virkjanir og lög sett um verndun Laxár og Mývatns. Atburðarins verður minnst með veglegum hætti. Heimildarmyndin Hvellur verður sýnd í Skjólbrekku mánudaginn 24. ágúst en daginn eftir, þann 25., hittist fólk við Miðkvísl. Eftir það verður hátíðarsamkoma í Skjólbrekku með ræðum og tónlistaratriðum. /MÞÞ FRÉTTIR Styrkir voru veittir til 15 verkefna út frumkvæðissjóði Brothættra byggða til verkefna innan verkefnisins Betri Borgarfjörður, samtals 14,4 milljónir króna. Á myndinni eru styrkþegar við úthlutun styrkjanna. Mynd / Kristján Þ. Halldórsson Þrjú ný fyrirtæki hafa hafið starf­ semi eða flutt starfsemi sína á Borgar fjörð eystri á undanförnum tveimur árum, eða á þeim tíma sem verkefnið Betri Borgarfjöður hefur staðið yfir. Mörg af þeim verkefnum sem íbúar settu sér þegar verkefn­ inu var ýtt úr vör árið 2018 hafa náðst eða eru vel á veg komin. Eitt fyrirtækjanna er Íslenskur dúnn ehf., sem sérhæfir sig í full­ vinnslu á afurðum úr íslenskum æðardúni. Eitt stærsta æðarvarp á Íslandi er innan seilingar, í Sævarenda í Loðmundarfirði. Fyrirtækið Fjarðarhjól ehf. var stofnað á liðnu ári, en hjá félaginu er hægt að leiga fjallahjól og fá leiðsögn með reyndu leiðsögufólki um Borgarfjörð og nágrenni. Þá keypti borgfirskt athafnafólk harðfiskverkunina Sporð hf. frá Eskifirði á liðnum vetri og framleiðir nú bitafisk úr ýsu og steinbít sem rennur ljúflega ofan í landann. Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Eitt af þeim atriðum sem Borgfirð ingar settu sér þegar verkefnið fór af stað var bætt heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Þeim áfanga var fagnað á liðnu hausti að hjúkrunarfræðingur tók til starfa í hálfri stöðu með aðsetur á staðnum en hefur til umráða fjarlækningatæki sem er bylting í þjónustu við íbúa. Í vor fékk vettvangsliðahópur sjúkrabíl til vörslu frá Slökkviliði Fjarðabyggðar svo viðbragðstími styttist til muna. Búðin tveggja ára Búðin í Borgarfirði fagnar nú tveggja ára afmæli en áður en hún var opnuð í júlí 2018 höfðu Borgfirð ingar verið án matvöruverslunar í um eitt ár. Þá hafa verið stigin stór skref í vegagerð og bættum fjarskiptum á liðnum tveimur árum og öryggi á Borgarfjarðarvegi hefur stórbatnað. Bættar samgöngur og betri fjarskipti Vegurinn um Njarðvíkurskriður og hluta Vatnsskarðs var klæddur haustið 2019 og lýkur því verki nú á komandi hausti. Þá er forhönnun hafin á veginum frá Eiðum að Laufási en því verki var flýtt í átaki stjórnvalda vegna COVID­19 og eru verklok áætluð 2022. Lagður var ljósleiðari um sveitir Borgarfjarðar 2018 og til Njarðvíkur 2019. Vegur hefur verið lagður út í Höfn og útskotum bætt við. Þá er símasamband nú komið á á Vatnsskarði, Njarðvík og í Njarðvíkurskriðum. Tvö ný parhús hafa verið byggð í Borgarfirði eystri og þá sótti Borgarfjarðarhreppur um stofnframlag til byggingar almennra leiguíbúða í fyrravor og var hún staðfest síðastliðið haust en byggðar verða alls fimm íbúðir. /MÞÞ Borgarfjörður eystri: Glimrandi góður gangur í verkefnum – Þrjú ný fyrirtæki hefja starfsemi á svæðinu Birna Þórarinsdóttir frá UNICEF, Björg Erlingsdóttir og Ásmundur Einar Daðason við undirritun samkomulagsins. Mynd / Félagsmálaráðuneytið Svalbarðsstrandarheppur barnvænt samfélag Svalbarðsstrandarhreppur verð­ ur barnvænt samfélag. Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri Sval­ barðs strandarhrepps, Ásmundur Einar Daðason félags­ og barna­ málaráðherra og Birna Þórarins ­ dóttir hafa undirritað samstarfs­ samning þess efnis. Með undirskriftinni bætist Sval­ barðsstrandarhreppur í ört stækk­ andi hóp sveitarfélaga sem hefja nú vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu sína með stuðningi félagsmálaráðu­ neytisins og UNICEF á Íslandi. Mikill áhugi Þátttaka Svalbarðsstrandarhrepps í Barnvænum sveitarfélögum er liður í að byggja upp breiðfylkingu sveitarfélaga á Íslandi sem láta sér mannréttindi barna varða, með Barnasáttmálann að leiðarljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga. Akureyrarbær hóf vinnu við að verða Barnvænt sveitarfélag árið 2016, og varð í lok maí fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta þá viðurkenningu. Áhugi á þátttöku í verkefninu hefur verið mikill og biðlistar myndast þar sem UNICEF hefur hingað til ekki getað annað eftirspurn áhugasamra sveitarfélaga. Þetta kemur fram á vef félagsmálaráðuneytisins. Hlakka til Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Svalbarðs strandarhrepps, segir þar að íbúar hlakki til að hefja samstarfið um innleiðingu sáttmálans og nýta þá verk færakistu sem þau fái að­ gang að. Í Svalbarðsstrandarhreppi er rekinn leikskóli, Álfaborg, fyrir börn frá 9 mánaða aldri og grunn­ skóli með kennslu út 10. bekk. Markvisst sé unnið að því að styrkja nemendur þannig að þeir verði hæf­ ari til að takast á við verkefni fram­ tíðarinnar. /MÞÞ SLÁTTUTRAKTORAR Mótorstærð: 382 cc, afl: 6,8 kW, sláttubreidd: 76 cm, safnkassi: 200 l., rafstart, beygjuradíus aðeins 46 cm. SMART RC125 með vsk 456.000 Verð kr Mótorstærð: 500 cc, afl: 8,9 kW, sláttubreidd: 105 cm, safnkassi: 240 l., rafstart, beygjuradíus aðeins 46 cm. SMART RN145 með vsk 585.000 Verð kr Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is LANDBÚNAÐARDEILD AFLVÉLA Hálf öld frá sprengingu Miðkvíslarstíflu Byggðaráð Langanesbyggðar: Mótmæla lokun skoðunar- stöðvar á Þórshöfn Byggðaráð Langanesbyggðar hefur öðru sinni ályktað um lokun Frum herja á bifreiðaskoðunar­ stöð fyrirtækisins á Þórshöfn. Í ályktun er bent á að Frumherji sé með samning við ríkið um lög­ bundna skoðun bifreiða sem allar bifreiðar verði að undirgangast og að fyrirtækið hafi verið einkavætt á þeim forsendum að það sinnti þessari þjónustu við íbúa. Kostnaður bifreiðaeigenda við akstur til Vopnafjarðar eða Húsavíkur á opnunartíma Frumherja er talsverður, sérstaklega fyrir atvinnubíla, sem jafnvel þurfa að fara fleiri ferðir vegna tengivagna og annars búnaðar. Til viðbótar kemur að bifreiðaeigendur þurfa flestir að taka sér frí úr vinnu heilan dag til að komast með bifreiðar sínar til skoðunar. Frumherji hefur verið með aðstöðu á svæðinu til skoðunar bif­ reiða og það gengið vel. Bæjarráð hafnar því þeim fullyrðingum að um „fábrotnar“ aðstæður sé að ræða. „Rauntilgangur Frumherja virðist því fyrst og fremst vera að draga úr þjónustu við bifreiðaeigendur til að lækka eigin rekstrarkostn­ að,“ segir í ályktun byggðaráðs Langanesbyggðar. Ráðið bendir einnig á að það sé gagnstætt byggðastefnu stjórnvalda að skerða þjónustu ríkisins í hinum dreifðari byggðarlögum landsins eins og Frumherji gerir með þessari ákvörðun sinni. Krefst ráðið þess að Frumherji og ríkisvaldið tryggi að skoðun bifreiða verði áfram á Þórshöfn og öðrum nærliggjandi byggðarlögum eins og verið hefur. /MÞÞ Hópur manna í Mývatnssveit fóru í skjóli nætur og sprengdu upp stíflu í Miðkvísl við Mývatnsósa þann 25. ágúst 1970. Bænda 10. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.