Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 20202 FRÉTTIR Starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum líta ekki á stofnun nýs garðyrkjuskóla sem vantraust á þeirra störf. Guðríður Helgadóttir, fyrrverandi staðarhaldari á Reykjum, segir að starfsmenn þar hafi átt mjög gott samstarf við atvinnulífið í garðyrkju í gegnum tíðina. „Hins vegar hefur atvinnulífið haft verulegar áhyggjur af nýrri stefnu og skipulagi skólans hvað garðyrkjunámið varðar og þeir starfsmenn sem sinna kennslu í garðyrkjugreinum hér á Reykjum verið sammála atvinnulífinu í öllum aðalatriðum,“ segir Guðríður, sem er garðyrkjufræðingur og í kennarahópi skólans. Garðyrkjunám á Reykjum í uppnámi „Við starfsmenn teljum að garð­ yrkju n ámið verði aldrei rekið nema í góðu samstarfi við at­ vinnulífið í garðyrkju og þar sem atvinnulífið hefur lýst því yfir að það sjái ekki samstarfsgrund­ völl við núverandi stjórn Land­ búnaðar háskóla Íslands að þá sé garðyrkjunámið hér við skólann í miklu uppnámi. Við höfum verulegar áhyggjur af stöðu námsins en vonum að stjórnvöld og atvinnulífið finni góða og farsæla lausn á framtíð garðyrkjumenntunar á framhalds­ skólastigi í landinu, það bráð­ vantar fólk með þessa menntun til starfa. Stofnun Garðyrkjuskóla Íslands gæti verið lausnin á þeim vanda sem steðjar að garðyrkju­ náminu við núverandi aðstæð­ ur,“ segir Guðríður og bætir við að þetta sé almenn skoðun starfs­ manna á Reykjum. Stofnun nýja skólans til marks um vaxandi áhuga Í svari Ragnheiðar I. Þórar ins ­ dóttur, rektors Landbúnaðar­ háskóla Íslands (LbhÍ), við fyrirspurn um viðbrögð hennar við stofnun hins nýja garðyrkjuskóla, kemur fram að LbhÍ telji að stofnun þessa félags sé merki um það hversu vaxandi atvinnugrein garðyrkja er. „Það sýnir að það starf sem Landbúnaðarháskólinn hefur innt af hendi er að skila sér í auknum áhuga á garðyrkjunni,“ segir í svari Ragnheiðar. „Landbúnaðar háskólinn von­ ast til að stofnun félagsins efli aðsókn í námið enn frekar. Það þarf að efla nýliðun í greininni og þörf á því að ná til unga fólksins sérstaklega. Metaðsókn er í garð­ yrkjunám Landbúnaðar háskólans á Reykjum þetta árið, alls bárust 144 umsóknir og hafa þær aldrei verið jafn margar í sögu skólans,“ bætir hún við. /smh Guðríður Helgadóttir er fyrrverandi staðarhaldari Garðyrkjuskólans á Reykjum. Hún er nú í kennarahópi skólans. Mynd / smh Ragnheiður I. Þórarinsdóttir er rekt- or Landbúnaðarháskóla Íslands. Mynd / Aðsend Hart tekist á um garðyrkjunám í landinu og vaxandi ágreiningur eftir skipun nýs rektors við LbhÍ á Hvanneyri 2019: Starfandi fagfólk í garðyrkju stofnar Garðyrkjuskóla Íslands Þann 12. ágúst var tilkynnt um stofnun félagsins Garðyrkjuskóli Íslands. Félagið er stofnað af starfandi fagfólki í garðyrkju sem flest hefur verið eða er í forsvari fyrir hagsmunafélög í greininni. Tilgangur félagsins er að standa að faglegri og vandaðri fræðslustarfsemi á sviði garðyrkju og tengdra greina. Nokkur styr hefur staðið um rekstur Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi eftir að hann var settur undir stjórn Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Virðist ágreiningur um skólann hafa aukist verulega eftir að dr. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir tók við starfi rektors þann 1. janúar 2019. Hún var skipuð í embættið til fimm ára af Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Garðyrkjuskólanum á Reykjum lokað tímabundið Þann 14. ágúst sendi rektor frá sér tilkynn ingu um að tekin hafi verið ákvörðun um að loka starfsstöð LbhÍ á Reykjum í Ölfusi tímabundið. Í tilkynn ingunni kemur fram að mikið tjón hafi orðið á Reykjum vegna vatnsleka og miklar skemmdir hafi orðið á veggjum, hurðum og innanstokks munum skólans. Þá segir: „Það er mat framkvæmdastjórnar að út frá heilbrigðissjónarmiðum sé ekki hægt að halda úti kennslu né hefðbundnu starfi meðan á endur­ bótum stendur. Því hefur verið tekin ákvörðun um að loka starfsstöðinni á Reykjum tíma bundið meðan unnið verður að viðgerðum og mati á þeim skaða sem orðinn er. Búið er að setja upp skrifstofur sunnan megin á fyrstu hæðinni á Keldnaholti fyrir starfsmenn. Nemendur sem eiga að hefja nám á Reykjum verða boðaðir á Keldnaholt þar sem kennsla þeirra mun fara fram í fyrstu. Farið verður nánar yfir fyrirkomulagið á nýnema­ kynningum.“ Óskað eftir viðræðum við menntamálaráðherra Forsvarsfólk Garðyrkjuskóla Íslands óskuðu eftir viðræðum við menntamálaráðherra í því skyni að leita samninga um grunnnám í garðyrkju á framhaldsskólastigi með svipuðum hætti og gert hefur verið varðandi nám á framhaldsskólastigi, svo sem í Kvikmyndaskóla Íslands, Ljósmyndaskóla Íslands, Fisktækniskóla Íslands og Tækni­ skóla Íslands. Ekkert hefur frést af þeim viðræðum. Fjaraði undan náminu í háskólaumhverfinu Einn af stofnendum félagsins er Gunnar Þorgeirsson garðyrkju­ bóndi sem jafnframt er formaður Bænda samtaka Íslands. Hann segir að þegar Garð yrkjuskóli ríkisins var sameinaður inn í Landbún­ aðar háskólann fyrir 15 árum síðan hafi mörgum sem starfa á vettvangi garðyrkju fundist hafa fjarað undan umgjörð námsins þegar það færðist inn í háskólaumhverfið. „Eðlilega eru áherslur í háskóla­ starfi með öðrum hætti en í fram­ halds skólum, enda gilda önnur lög um nám á framhaldsskólastigi. Þó að hópurinn sem stendur að félaginu telji mikilvægt að feta veginn fram á við, þarf nú að stíga skref til baka og gera framhaldsskólanám í garð­ yrkju að sjálfstæðri rekstrareiningu á ný, þar sem megináherslur verða á starfsmenntanámið í samræmi við gildandi námskrár. Þessi vinna er í raun í samræmi við ályktanir hagsmunafélaga í garðyrkju sem ályktað hafa um nauðsynlegar breytingar. Mörg fordæmi eru fyrir því hér­ lendis og víðar að nám á framhalds­ skólastigi sé starfrækt á vettvangi félagasamtaka með samningi við ríkið, ekki síst þegar um sérhæft nám er að ræða.“ Námið verði í sem bestu samstarfi við atvinnulífið Gunnar segir að áherslan í Garðyrkju­ skóla Íslands verði á að námið sé framkvæmt í sem bestu samstarfi við atvinnulífið og þá sem menntast hafa í faginu. „Grunnnámi á framhaldsskóla­ stigi er ætlað að undirbúa nemend­ ur sem best til starfa í atvinnulífinu en einnig til áframhaldandi náms. Garðyrkjuskólinn horfir líka til þess að bjóða aukinn sveigjanleika varð­ andi styttri námsleiðir fyrir almenn­ ing og þjónustu við fólk sem starfar í garðyrkju eða hefur áhuga á að bæta við sig þekkingu á því sviði. Þetta verður gert með námskeiðahaldi, vefnámskeiðum, samstarfi við ýmsar aðrar rekstrar einingar og fleiru. Við teljum að það muni verða mikil eftir­ spurn eftir fólki sem kann raunveru­ lega til verka í ræktun og framleiðslu og viljum tryggja að námið verði í takti við það.“ Reykir eru mjög ákjósanlegur kostur fyrir garðyrkjunám – Hvað með framtíð skólans á Reykjum? „Ríkið er eigandi að Reykjum í Ölfusi og þar er rúmlega áttatíu ára saga garðyrkjunáms á Íslandi. Það er ekki launungarmál að óskastaðan væri sú að garðyrkjunámið yrði áfram vistað þar. Garðyrkjufólki er staðurinn mjög kær og ýmislegt sem hefur verið nýtt við kennslu og starfsemina þar í gegnum tíðina hefur komið þangað sem gjöf frá garðyrkjufólki.“ Horft á samstarf við aðrar menntastofnanir? „Forsvarsmenn félagsins líta mjög til þess að eiga gott samstarf við fyrirtæki, félög og menntastofnanir á öllum skólastigum. Það er mjög mikilvægt að greiða götu þeirra sem vilja menntast og starfa í garðyrkju. Með auknum áherslum á garðyrkju­ afurðir, umhverfismál, lýðheilsu og sjálfbærni eykst þörfin fyrir fólk sem kann til verka við ræktun og skyld störf. Þetta þýðir að við þurfum að byrja fyrr að kynna garðyrkju og ræktun fyrir fólki, styðja vel við þá sem starfa á vettvangi garðyrkjunnar og auka möguleika þeirra sem vilja halda áfram í námi, innan lands og utan. Við horfum á námið og at­ vinnulífið sem sterka heild sem vinni samhent að sameiginlegum mark­ miðum. Það er gaman að segja frá því að síðan tilkynnt var um stofnun félagsins hafa fjölmargir haft sam­ band og lýst yfir vilja til samstarfs við Garðyrkjuskóla Íslands með ýmsu móti,“ segir Gunnar. Tilkynnt um samstarf LbhÍ við tvær stofnanir Í kjölfarið af fréttum af stofnun Garð­ yrkjuskóla Íslands vakti athygli að Ragnheiður I. Þórarins dóttir, rektor LbhÍ, sendi út tvær tilkynningar með skömmu millibili um samstarf LbhÍ við aðrar stofnanir er varðar garð­ yrkjunám. Annars vegar var um að ræða undirritun samstarfs samninga Fjölbrautaskóla Suðurlands og Landbúnaðarháskóla Íslands um sameiginlega náttúru fræðibraut og búfræði/garðyrkjusvið til stúd­ entsprófs. Hin tilkynningin er um þjónustusamning sem undirritaður var á milli GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsam vinnu og Landbúnaðar­ háskóla Íslands í síðustu viku. Landgræðsluskóli GRÓ er ætlaður fyrir nemendur frá þróunarlöndum sem hluti af þróunaraðstoð íslenskra stjórnvalda. –Sjá nánar á bls. 4. /HKr. Nám í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í uppnámi og starfsmenn uggandi um framtíð skólans: Telja að Garðyrkjuskóli Íslands gæti verið lausn á aðsteðjandi vanda – Rektor LbhÍ telur stofnun nýs skóla til marks um aukinn áhuga á garðyrkju Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi. Myndir / HKr. Gunnar Þorgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.