Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 20208 FRÉTTIR Fjögur Angus-naut seld á tæplega 12 milljónir króna Föstudaginn 7. ágúst voru opnuð tilboð á skrifstofu Búnaðar sam­ bands Selfoss í Angus­nautin sem auglýst voru til sölu í Bænda­ blaðinu 16. júlí síðstliðinn. Alls bárust 44 tilboð frá 11 búum. Nautin fjögur seldust á tæplega 12 milljónir króna, eða samtals á 11.751.777 krónur. Hæstu tilboðin voru eftirfarandi: Máttur 19404 kr. 2.522.000 Haukur 19401 kr. 2.430.000 Eiríkur 19403 kr. 2.167.777 Valur 19402 kr. 2.110.000 /MHH Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á smásölumarkaði: Örverufræðilegt ástand gott í íslenskum kjötafurðum – Vísbendingar þó um að STEC-bakteríur séu hluti af bakteríuflóru sauðkindarinnar Matvælastofnun hefur gefið út skýrslu þar sem niðurstöður er að finna úr skimun fyrir sjúk­ dómsvaldandi örverum í kjöti á íslenskum markaði á síðasta ári. Niðurstöðurnar sýna að örveru­ fræðilegt ástand er almennt gott hvað varðar salmonellu og kamp­ ýló bakter. Shigatoxín­myndandi E.coli (STEC) greinist hins vegar í íslenskum sauðfjárafurðum, en það er bakteríustofn sem getur myndað eiturefni og valdið veik­ indum hjá fólki. Tilgangur sýnatökunnar var að skima fyrir sjúkdómsvaldandi örver- um í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur og fór því sýna takan fram í smásöluverslunum. Í skýrsl- unni kemur fram að vísbendingar séu um að sá STEC-stofn sé hluti af nátt- úrulegri flóru sauðfjár. Samsvarandi skimun var gerð hér á landi í fyrsta sinn árið 2018. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að í ófrosnu kjúklingakjöti greindist ekki salmonella. Kampýlo- bakter greindist hins vegar aðeins í litlu magni í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti. Salmonella greindist ekki í nautgripakjöti. Salmonella (Salmonella Kedougou) greindist í einu sýni af innlendu svínakjöti. Dreifing var stöðvuð og kjötið tekið af markaði og innkallað frá neytend- um. STEC meinvirknigen greinst í nautgripum og sauðfé STEC meinvirknigen greindist í 22 prósenta sýna af kjöti af sauðfé og þar af ræktaðist E.coli, sem bar meinvirknigen úr 14 prósenta sýnanna. Árið áður greindist STEC meinvirknigen í um 30 prósenta sýnanna og E.coli með meinvirknigen ræktaðist úr 16 prósenta sýnanna. Árið 2018 var einnig skimað fyrir STEC í nautgripakjöti og greindist þá STEC meinvirknigen í um 11 pró- senta sýnanna. Í skýrslunni kemur fram að eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar sé öflugt hér á landi. Í lokaorðunum segir að ljóst sé að vakta þurfi reglulega STEC í kjöti og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerð- um í sláturhúsum og kjötvinnslum til að minnka líkur á að STEC berist í kjötið. Dóra S. Gunnarsdóttir, einn höfunda skýrslunnar, segir að talið sé að þetta sé ekki ný staða að þessi STEC-stofn sé hluti af náttúrulegri flóru sauðfjár. „Það var hins vegar skimað fyrst fyrir STEC árið 2018, þannig að við vitum ekki hvernig staðan var fyrir þann tíma. Aðferðir til skimunar byggjast á PCR tækni, það er skimun á erfða- efni bakteríunnar. Lifandi E. Coli baktería sem í var eitthvað af þess- um genum greindist í 24 sýnum af 148 árið 2018 og í 21 sýni af 146 árið 2019. Aðferðin er næm og hægt er að greina E. Coli þó að þær séu mjög fáar, til dæmis bara ein í sýninu. Þegar verið er að skima, eða leita að bakteríum með hefðbundinni rækt- unaraðferð þarf ákveðinn fjöldi að vera til staðar og greiningarmörk eru oft meira en tíu bakteríur í grammi, segir Dóra. Nauðsynlegt að gegnumsteikja hamborgara Þegar hún er spurð hvort staðan sé sú að það þurfi nú að fara að um- gangast nauta- og lambakjöt eins og fólk hefur vanist að gera varðandi kjúklinga- og svínakjöt – til að var- ast salmonellusmit – segir hún að ef raunin sé sú að STEC-bakteríurnar séu til staðar í náttúrulegri flóru sauð- fjár og nautgripa þá geti þær borist í kjöt við slátrun. „Ef þær ná að fjölga sér í kjöti við geymslu þá geta þær valdið sýkingum í fólki. Örverurnar sitja á yfirborði kjöts. Við hökkun dreifast þær um kjötið og eiga auð- veldara með að fjölga sér séu skil- yrðin hagstæð, svo sem hitastig. Því er mikilvægt að gegnumsteikja hamborgara þannig að þeir nái 72 gráðu kjarnhita. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru mik- ilvægar til að lágmarka hættu á að bakteríur berist í kjöt og nái að fjölga sér. Það er mikilvægt að gripir sem koma til slátrunar séu hreinir og að aðferðir við fláningu og við innan- úrtöku séu þannig að komið sé í veg fyrir að óhreinindi á skinni og inni- hald meltingarvegar mengi kjötið. Eftir slátrun og við meðhöndlun kjöts er mikilvægt að viðhalda kæl- ingu kjötsins á öllum stigum með- ferðar og dreifingar.“ Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið og Matvælastofnun, í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, skipulögðu sýnatökur árið 2019 á algengustu sjúkdóms- valdandi örverum í kjöti á markaði. Fimm stærstu heilbrigðiseftirlits- svæðin á landinu sáu um sýnatökuna. Sýni voru tekin af innlendu og erlendu kjöti í matvöruverslunum á fjölmenn- ustu svæðum landsins. /smh Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 26. sept. kl. 16.00 Árhólarétt (Unadalsrétt) við Hofsós, Skag. föstudaginn 25. sept. um kl. 13.00 Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 25. sept. um kl. 13.00 Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Fossárrétt á Skaga, A.-Hún. laugardaginn 19. sept. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudaginn 20. sept. Kjalarlandsrétt, A.-Hún. laugardaginn 19. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 26. sept. Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit Upplýsingar liggja ekki fyrir. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardaginn 5. sept. Selnesrétt á Skaga, Skag. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 19. sept. kl. 14.00 Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudaginn 20. sept. kl. 11.00 Staðarrétt í Skagafirði. laugardaginn 19. sept. kl. 16.00 Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Unadalsrétt (Árhólarétt) við Hofsós, Skag. föstudaginn 25. sept. um kl. 13.00 Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardaginn 19. sept. kl. 9.00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 3. okt. Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit Upplýsingar liggja ekki fyrir. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 26. sept. Stóðréttir haustið 2020 Fjár­ og stóðréttir verða með öðrum brag en fyrri ár vegna kórónu veiru­ faraldursins. Vegna smitvarna og fjölda- takmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa í ár. Því verður fylgt eftir að ekki séu fleiri en 100 manns við störf í einu og verður öllum sem taka þátt í göngum og réttum gert að hlaða niður smitrakningarappi almanna- varna. Í leiðbeiningum vegna gangna og rétta, sem gefnar eru út af almannavörnum og fleirum, er jafnframt farið fram á að ekki sé áfengi haft um hönd. Sjá upplýsingar um fjárréttir á bls. 28–29. /TB Stefnir í 10% samdrátt í umferðinni í ár Umferðin á Hringveginum í ný liðnum júlímánuði dróst saman um 3,4 prósent frá sama mánuði fyrir ári síðan. Umferðin var eigi að síður 13% meiri í júlí en hún var í nýliðnum júnímánuði. Líklega munar mestu um auk- inn sumarfrísakstur landsmanna en einnig hefur ferðamönnum fjölgað og þar með umferð þeirra á vegun- um. Útlit er fyrir að gríðarlegur sam- dráttur verði í ár og gæti hann numið 10% þegar upp er staðið. Íslendingar tóku greinilega vel við sér í júlímánuði hvað akstur varðar, en umferð stórjókst á vegum frá því sem hún var í júní. Það dugði þó ekki til að slá út umferð í júlí í fyrra, en umferð í júlí nú var 3,4% minni en var í júlí í fyrra. Umferðin dróst saman á öllum landsvæðum en mestur reyndist samdrátturinn á Austurlandi, eða 8,3%, en minnst dróst umferðin saman í lykilsniðum í grennd á og við höfuðborgarsvæðiðið eða um 0,9%. Örlítið meiri umferð var um Hellisheiði í júlímánuði í ár miðað við í fyrra og er það eini staðurinn þar sem mældist aukning. Hún var hins vegar óveruleg, eða 0,4%. Mestur samdráttur mældist í sniði á Mývatnsheiði, eða 26,3%. 12% samdráttur frá áramótum Nú hefur umferð dregist saman um ríflega 12% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta er langmesti samdráttur sem mælst hefur miðað við árstíma, eða tvöfalt meiri en hann hefur áður mælst. /MÞÞ Nú hefur umferð dregist saman um ríflega 12% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta er lang mesti samdráttur sem mælst hefur miðað við árstíma. Mynd / HKr. Matvælastofnun hefur sent frá sér tilmæli til ferðamanna til að reyna að hindra að smit afrísku svínapest­ arinnar berist til Íslands. Um er að ræða bráðsmitandi drep- sótt í svínum sem hefur dreifst með villtum svínum um Asíu, Afríku og Evrópu. Ekki er til nein meðhöndlun við sjúkdómnum og ekki er hægt að verjast honum með bólusetningum. Veiran sem veldur sjúk dómnum er ekki hættuleg fyrir fólk eða önnur dýr en veldur svínum þjáningum og dauða. Tjón fyrir landbúnað er gíf- urlegt þar sem sjúkdómurinn kemur upp. Sem dæmi þá hafa milljónir svína drepist í Kína úr þessum sjúk- dómi. Veiran sem veldur afrískri svína- pest getur m.a. borist með sýktum svínum og sæði, hráu kjöti af sýkt- um dýrum, farartækjum, búnaði, fatn- aði o.fl. Þeir sem geta borið veiruna á milli landa eru m.a. ferðamenn. Matvælastofnun skorar á ferðamenn að hjálpa til við að hindra að afrísk svínapest berist til landsins og setur fram eftirfarandi leiðbeiningar: • Ekki hafa meðferðis matvörur sem innihalda svínakjöt, eins og skinku og pylsur • Ef þú ert með þessar matvörur, verður þú að framvísa þeim í tollinum (eins og gildir um allar dýraafurðir) • Ef þú ferð í göngu, lautarferð eða jafnvel á veiðar, forðastu alla snertingu við svín og ekki láta nein dýr komast í mataraf- gangana þína • Og gleymdu ekki að þvo skóna þína vel áður en þú ferð heim. /HKr. Matvælastofnun ákallar ferðamenn: Varar við smiti afrísku svínapestarinnar Afríska svínapestin hefur reynst svína stofnum heimsins mjög skæð. Engin lækning er til við sjúkdómnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.