Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202018 HROSS&HESTAMENNSKA Samningur Eyjafjarðarsveitar og Funa um uppbyggingu reiðvega: Knýjandi þröf að færa alla ríðandi umferð af og frá akvegum – segir Valur Ásmundsson, formaður reiðveganefndar Funa „Það er knýjandi þörf á að færa ríðandi umferð af og frá akvegum. Umferð um Eyjafjörð hefur aukist mikið á liðnum árum, stór hluti vega er nú með bundnu slitlagi og því fylgir aukinn umferðarhraði. Það tíðkaðist hér áður fyrr að menn riðu eftir malarvegum um alla sveit, en slíkt er beinlínis hættuspil eins og staðan er nú,“ segir Valur Ásmundsson, formað­ ur reiðveganefndar Hestamanna ­ félagsins Funa í Eyjafjarðarsveit. Fulltrúar Funa og Eyjafjarðar­ sveitar hafa skrifað undir áfram­ haldandi samstarfssamning um upp­ byggingu reiðvega í sveitarfélaginu. Leggur Eyjafjarðarsveit til allt að tvær milljónir króna á ári til ársloka 2023 gegn mótframlagi úr reiðvega­ sjóði. Um er að ræða framlengingu á samningi sem áður var í gildi. Mikil uppbygging og aukið umferðaröryggi Vel hefur gengið undanfarin ár að byggja upp reiðvegi í sveitarfélaginu og auka með því umferðaröryggi á svæðinu svo sem er tilgangur verk­ efnisins. Funamenn eru stórhuga þegar kemur að uppbyggingu reiðvega, næsta verkefni þeirra er að byggja upp reiðvegi í efri byggð sveitarfélagsins og einnig við Eyjafjarðarbraut Eystri. „Við höfum síðastliðin ár gert átak í gerð reiðvega í okkar sveitar­ félagi, Eyjafjarðarsveit hefur jafn­ að framlag Vegagerðarinnar til framkvæmda,“ segir Valur, en Funi hefur haft yfirumsjón með verkefn­ inu í samstarfi við sveitarfélagið og Vegagerðina. „Hefðin er sú hér á landi að hesta mannafélögin hafa borið hitann og þungann af reiðvega­ gerðinni, þannig að við erum lánsöm hér um slóðir. Hinir ýmsu verktakar úr sveitinni hafa um árin tekið þátt í uppbyggingunni með okkur og það samstarf hefur verið aldeilis frábært, það er mikilvægt að gera sem mest úr því sem við höfum úr að moða. Þá hafa landeigendur einnig sýnt verk­ efninu mikinn skilning og hjálpað til við að finna bestu lausnir við fram­ kvæmdina hverju sinni.“ Yfir fjórar einbreiðar brýr að fara Valur segir að hestamennska sé talsvert stunduð í Eyjafjarðarsveit en að auki hafi félagar í Hestamanna­ félaginu Létti á Akureyri aðstöðu á Kaupvangsbökkum, rétt sunnan við Akureyri, sem og einnig á Melgerðismelum. Þar er félagsheimili Funa, hesthús, reiðhöll, keppnissvæði, beitarhólf og stóðréttarbygging. Melgerðismelar séu þannig miðstöð hestamennsku í héraði og sannkölluð vin ferðalanga sem ferðist um á hestum. Áhersla hefur á liðnum árum verið lögð á að byggja upp myndar­ legan reiðveg til framtíðar milli Miðbrautar við Hrafnagil og inn á Melgerðismela. Valur segir að sú leið sé nú orðin góð, þó alltaf þurfi eitthvað að laga nýframkvæmdir og viðhalda eldri leiðum. „Nú má segja að helstu hætturnar á þessari leið séu hvorki meira né minna en fjórar einbreiðar brýr sem ríðandi umferð þarf að fara yfir á. Hestamenn og sveitarfélagið voru með metnaðar­ fulla áætlun hér á árum áður að fara meðfram ánni að austanverðu eins og gert er norðan Miðbrautar en því miður náðist ekki samkomulag við landeiganda svo þær áætlanir runnu út í sandinn. Sú framkvæmd hefði verið langsamlega öruggasta leiðin og nánast engin skörun við akandi umferð og mjög hagkvæm leið,“ segir hann. Tengja Efri-byggðina við reiðvegakerfið Núverandi áætlanir miðast fyrst og fremst við að vera á veghelgunarsvæði sem Valur segir vissulega hafa sína kosti. Þær leiðir þjóni vel þeim sem búa nærri þeim og eins þeim sem stunda útreiðar út af bæjum sínum. Nú í sumar var hafist handa við að leggja reiðveg í svokallaðri „Efri­ byggð“ sem tengist svo reiðvegi sem liggur fram að Melgerðismelum. Þannig tengjast bæirnir á því svæði reiðvegakerfi sem tengist Melgerðismelum, til Akureyrar og þaðan austur í Þingeyjarsýslur og norður eftir Eyjafirði. Þá segir Valur að meðal verkefna á dagskrá næstu ára sé að byggja upp reiðvegi í veghelgunarsvæðinu meðfram Eyjafjarðarbraut Eystri en þar er víða nánast ófært fyrir ríðandi umferð um sveitina nema þá að fara eftir vegkanti sem sums staðar er malbikaður. Hið sama megi segja um sveitina inna við Melgerðismela og leiðina upp á hálendið. Þar sé langur kafli þar sem ríðandi umferð þurfi að fara eftir akvegi eða um illfært land meðfram honum. „Það væri sannarlega ánægjulegt ef hestamenn gætu farið að ríða niður í Eyjafjörð af hálendinu á góðum og öruggum stíg,“ segir hann. Skortur á reiðvegasamgöngum stendur ferðaþjónustu fyrir þrifum Valur nefnir að hestatengd starf­ semi hafi þróast mjög á síðustu árum, hvort sem um er að ræða ferðaþjónustu eða faglegt starf við þjálfun hesta eða reiðkennslu. Í Eyjafjarðarsveit hefur Funi haldið Valur Ásmundsson, for maður reið- veganefndar Hesta manna félagsins Funa, segir ánægjulegt að Eyja- fjarðarsveit og Vegagerðin taki höndum saman um uppbyggingu reið­vegakerfis­ í­ sveitarfélaginu,­ öryggismál og framþróun hesta- mennsku sé háð uppbyggingu reið- veganna. Mynd / Valur Ásmundsson Fulltrúar Funa og Eyjafjarðarsveitar hafa skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning um uppbyggingu reiðvega í­sveitarfélaginu.­Hér­er­unnið­að­reiðvegagerð­í­sveitarfélaginu. Fulltrúar Funa og Eyjafjarðarsveitar handsala undirritaðan samning um uppbyggingu­reiðvega­í­sveitarfé- laginu. Eyjafjarðarsveit leggur til allt að tvær milljónir króna á ári til ársloka 2023 gegn mótframlagi úr reiðvegasjóði. Um er að ræða fram- lengingu­á­samningi­sem­áður­var­í­ gildi. Mynd / Eyjafjarðarsveit Valur­Ásmundsson­og­Elva­Díana­Davíðsdóttir,­Haukur­Skúli,­Hafþór­Bjarki,­Ólöf­Milla­og­Kristján­Atli­taka­þátt­í­ ratleik­á­Æskulýðsdögum­Norðurlands­á­Melgerðismelum.­­ Mynd / Valur Ásmundsson KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Opnar stöðvar Stöðvar í húsi Stöðvar í gám Aukabúnaður eins og sjálfvirkur skiptirofi og fleira Öflug og góð þjónusta Gerðu kröfur — hafðu samband við Karl í síma 590 5125 eða sendu línu á kg@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. Allar stærðir af AJ Power rafstöðvum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.