Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202036 ÍSLAND ER LAND ÞITT Mikill fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína um Kjalveg í sumar þrátt fyrir ryk og mikinn barning á grófum, hörðum og holóttum niðurgröfnum vegi. Stór hluti þessara ferðamanna hefur ekið inn í Kerlingarfjöll sem nú er búið að friðlýsa. Þessi mynd var tekin í sneiðingnum í hlíðum Innriskúta, skammt sunnan við vegamótin að Kerlingarfjallaafleggjara. Myndir / HKr. Vegabætur á hálendinu ekki í takt við mikla fjölgun ferðamanna – Yfir milljón ferðamenn munu þurfa að þræða illa farinn og niðurgrafinn ýtuslóða yfir Kjöl fram til 2034 Mikill fjöldi Íslendinga hefur lagt land undir fót, eða kannski öllu heldur hjól, í sumar. Vakið hefur athygli hvað víða er unnið að endurbótum á vegum og slitlagsviðgerðum. Mikið verk er þó óunnið til að hægt sé að segja að vegakerfi landsmanna standist kröfur um öryggi til að geta talist boðlegt fyrir þá stórauknu umferð ferðamanna sem skipulega hefur verið unnið að á undanförnum árum. Í tíð Sturlu Böðvarssonar sem samgönguráðherra á árunum 1999 til 2007 voru fimm vegir á hálendi Íslands í fyrsta sinn teknir út og taldir til grunnnets samgangna. Þetta eru Kaldidalur, Fagradalsvegur, Kjalvegur, Sprengisandsleið og Fjallabaksleið nyrðri. Á málþingi sem haldið var í Bændahöllinni, Hótel Sögu sumarið 2013 kom fram að þessar leiðir voru þá enn ekki annað en illa færir troðningar með þeirri undantekningu að nokkuð hefur verið unnið í veginum um Kaldadal. Sú vinna hafði þá að nokkru leyti verið unnin fyrir gýg þar sem ekki tókst að klára að setja bundið slitlag á veginn. Þegar ekið er um þessa vegi sjö árum síðar, eða árið 2020, hefur harla lítið verið unnið þar að endurbótum. Hálendisvegir aftarlega á merinni í samgönguáætlun Í nýlega samþykktri samgöngu­ áætlun 2020 til 2034 eru skilgreindir þeir vegir sem taldir eru til stofnvegakerfis. Þar á meðal er Sprengi sandsleið, Þjórsárdalsvegur – Fjallabaksleið nyrðri, Uxahryggja­ vegur, Kaldadalsvegur – Þing­ vallavegur og Kjalvegur – Hring­ vegur. Í samgönguáætlun eru 1.850 milljónir króna eyrnamerktar framkvæmdum á 23 km kafla sem heitir Brautartunga – Kaldadalsvegur á síðari hluta samgönguáætlunar. Þá eru 1.600 milljónir króna áætlaðar í 37 km vegagerð á Bárðardalsvegi vestri, þ.e. það sem nefnt er Hringvegur – Sprengisandsleið, en ekki fyrr en undir lok samgöngu­ áætlunarinnar 2034. Yfir milljón ferðamönnum stefnt á liðónýtan Kjalveg fram til 2034 Ekki er að sjá að gert sé ráð fyrir einni krónu í framkvæmdir á Kjal­ vegi samkvæmt útlistun í samgöngu­ áætlun fram til 2034. Þar kemur ekki heldur fram hvort fé sem skilgreint er einhverju öðru eins og viðhaldi verði varið í þennan veg. Þarna er um að ræða 14 ára tímabil. Miðað við þróun liðinna ára má varlega áætla að á þeim tíma verði ríflega 1,1 milljón ferðamanna búnir að aka þennan liðónýta ýtuslóða með tilheyrandi þjóðhagslegum kostnaði vegna slits á ökutækjum. Vart þarf mikið ímyndunarafl til geta sér til að öll sú umferð muni valda náttúruspjöllum þegar ferðamenn neyðast til að aka út fyrir vegslóða þegar slóðinn fyllist af vatni og aur. Mikilvægar lagfæringar á hálendisvegum Trausti Valsson, þáverandi prófessor, benti á það á málþinginu 2013 að mikill hugur hafi þá verið í ferðaþjónustuaðilum að efla ferðamennsku á þessum slóðum, ekki síst inn í Kerlingarfjöll og líka norður í land. Þá var talið að um 30 þúsund ferðamenn færu um Kjalveg á hverju ári. Varlega áætlað mætti telja að um 60–70% af þeim hafi verið erlendir ferðamenn, eða hátt í 20.000. Ástand vegarins er hins vegar þannig að rútufyrirtæki voru farin að veigra sér við að senda bíla sína inn á Kjalveg vegna skemmda og mikils viðhaldskostnaðar á bílunum. Árið 2012 var heildarfjöldi ferðamanna til landsins með flugi og Norrænu samtals tæplega 673 þúsund. Miðað við það voru um 3% erlendra ferðamanna að fara um Kjalveg. Litlar vegabætur en fjöldi ferðamanna hefur margfaldast Frá því þetta var sagt sumarið 2013 hefur fátt annað gerst nema að ferðamönnum um þessar slóðir hefur stórfjölgað með tilheyrandi auknum kostnaði vegna slits á ökutækjum. Í dag er vegurinn nánast allur eitt þvottabretti. Árið 2005 komu 378 þúsund erlendir ferðamenn til landsins. Árið 2015 voru erlendir ferðamenn orðnir tæplega 1, 3 milljónir og rúmlega 2,3 milljónir þegar mest var 2018. Miðað við þær tölur má gera ráð fyrir að þeir erlendu ferðamenn sem hafa farið um Kjalveg og upp í Kerlingarfjöll, inn á Sprengisand, eða norður í land, hafi verið nær 70 þúsund talsins. Ferðamönnum fækkaði aðeins 2019, eða í rúmar tvær milljónir og þrettán þúsund. Þannig að það ár má áætla að fjöldi erlendra ferðamanna um Kjalveg hafi verið um 60 þúsund. Varla er þá ofáætlað að því til viðbótar hafi íslenskir ferðamenn verið á bilinu 15 til 20 þúsund og heildarfjöldinn þá kominn í 75 til 80 þúsund. Hóflega byggt upp úr niðurgröfnum ýtuslóða Kjalvegur er um 165 km frá Gullfossi norður að Eiðsstöðum í Blöndudal. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu ferðamanna, þar sem stöðugt vaxandi straumi þeirra er Kjalvegur er um 165 km frá Gullfossi norður að Eiðsstöðum í Blöndudal. Á um níu kílómetra kafla frá brúnni yfir Hvíta rétt ofan við Hólmavað og að veitingaskálanum Hrefnubúð Café hafa Vegagerðarmenn sýnt fram á hvað hægt er að gera á hagkvæman og snyrtilegan hátt með hófstilltri uppbyggingu til að ná veginum upp úr niðurgröfnum ýtuslóða. Þó þetta sé engin hraðbraut, þá kemur slíkur vegur í veg fyrir utanvegaakstur og náttúruspjöll og auðvelt er að margfalda endingu hans og koma í veg fyrir tjón á ökutækjum með því að leggja á hann slitlag. Við brúna yfir Hvítá ofan við Hólmavað er haugur af möluðu efni sem nýta má í slitlag. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.