Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202044 Afurðaverð til sauðfjárbænda 2020 Árin 2016 og 2017 varð algjört hrun á afurðaverði sauðfjár- bænda. Ástæðurnar voru af ýmsum toga. Einkum verðfall á erlend um mörkuðum og óhagstæð gengis þróun. Afleiðingin kom m.a. fram í óhóflegri birgðasöfnun hjá sláturleyfishöfum og hruni í afurðaverði til bænda. Haustið 2016 lækkaði afurða­ verð á lambakjöti um 9,1% og öðru kindakjöti um 33,4%. Árið eftir lækkaði afurðaverðið aftur um 30% og verð á öðru kindakjöti stóð í stað. Hrun í afkomu á erlendum mörkuð­ um fyrir kindakjöt og hliðarafurðir þeirra samhliða óhagstæðri geng­ isþróun var meginástæðan fyrir þessari þróun. Landssamtök sauð­ fjárbænda beittu sér fyrir aðgerð­ um sem myndu leiða greinina sem fyrst út úr þessari stöðu. Einkum var horft til aðgerða sem myndu draga úr framleiðslu og jafnframt taka á vandamálum í birgðasöfnun. Ríkisstjórnin kom til móts við hluta kjaraskerðingar bænda í upphafi árs 2018 og farið var í sérstök átaks­ verkefni í útflutningi 2016–2017 og 2017–2018. Eigin legar aðgerð­ ir vegna stöðunnar komu ekki til framkvæmda fyrr en endurskoðun sauðfjársamnings lauk í janúar 2019. Inn í þann samning sóttust sauðfjárbændur eftir verkfærum sem gætu til framtíðar hjálpað til við að takast á við ófyrirséða mark­ aðsbresti. Fullyrða má að nær öll landbúnaðarkerfi í heiminum eru byggð upp með slíkum hætti. Krafa um leiðréttingu á afurðaverði Stjórn Landssamtaka sauðfjár­ bænda gaf út viðmiðunarverð fyrir dilkakjöt haustið 2020. Þess er krafist að bændur fái að lágmarki 132 kr/kg hækkun frá reiknuðu meðalverði haustið 2019 að við­ bættum þeim viðbótargreiðslum sem greiddar hafa verið. Það gerir reiknað meðalverð um 600 kr/kg. Í tillögu Landssamtaka sauð­ fjárbænda er gert ráð fyrir að það fari fram leiðrétting á afurða­ verði á næstum tveimur árum þannig að haustið 2021 verði hér greitt sambærilegt afurðaverð og var haustið 2013 að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Samkvæmt 8. grein búvöru­ laga (99/1993) er Lands­ samtökum sauðfjárbænda heim­ ilt að gefa út viðmiðunarverð á sauð­ fjárafurðum. Viðmiðunarverðið er hins vegar ekki bindandi fyrir kaupendur afurða. Verðlagning sauðfjárafurða er frjáls á öllum sölustigum. Hefði afurðaverð fylgt almennri þróun verðlags frá árinu 2014 þá ætti afurðaverð nú í haust að vera 690 kr/kg. Lægsta afurðaverð í Evrópu Landssamtök sauðfjárbænda hafa tekið saman gögn sem sýna að það afurðaverð sem íslenskir sauðfjár­ bændur fengu greitt á síðasta ári er það lægsta sem finnst í Evrópu. Evrópusambandið gefur vikulega út yfirlit yfir afurðaverð allra aðildar­ landa í skýrslu sem nefnist. Weekly price report on Heacy Lamb and Light Lamb price in the EU. Um er að ræða afurðaverð til bænda (farm gate price). Lægsta afurðaverð er greitt til bænda í Rúmeníu sem fá 3,03 evrur/ kg sem er um 485 kr/kg (miðað við að gengi evru sé 160). Hæsta afurða­ verð er greitt til bænda í Frakk landi sem fá 6,55 evrur/kg sem er um 1.048 kr/kg. Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda haustið 2019 með viðbótargreiðslum var 468 kr/kg. Lambakjöt hefur ekki fylgt almennri verðþróun Landssamtök sauðfjárbænda hafa tekið saman gögn sem sýna það að verð á lambakjöti til neytenda hefur ekki fylgt almennri verþróun. Frá árinu 2014 hefur verðlag hækkað um 12,7% á meðan smásöluverð á lambakjöti hefur aðeins hækkað um 2,7%. Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ kostaði stöðluð matarkarfa í sept­ ember 2019 að meðaltali 24.360 kr. Þar af voru 2 kg af lambalæri sem kostaði 2.607 kr., eða 1.303 kr/ kg. Þessi sama matarkarfa hefði við upphaf árs 2016 kostað 22.181 kr og lambalærið kostað 1.348 kr/kg miðað við þróun vísitölu og að sama skapi hefði í júlí 2020 matar karfan kostað 24.999 kr. og lambalæri kostað 1.385 kr/kg. Raunhækkun á lambalærinu er 36 kr/kg en hefði verð á lambalæri fylgt verðlagsþró­ un þá ætti það að kosta 1.520 kr/ kg, sem væri hækkun um 171 kr/kg. Mismunurinn er um 135 kr/kg sem er gott betur en sú krónutöluhækk­ un sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa lagt fram í viðmiðunarverði haustsins. Bændur vilja sanngjörn viðskipti Samkvæmt greiningu Landssamtaka sauðfjárbænda er hluti bænda af smásöluverði aðeins 37%. Í ná­ grannalöndum okkur er hlutur sauðfjárbænda að jafnaði 45–50% af smásöluverði. Landssamtök sauðfjárbænda fylgjast með þróun smásöluverðs með verðlíkani sem samtökin hafa þróað. Samkvæmt verðlíkani Landssamtaka sauðfjárbænda er smásöluverð á lambakjöti miðað við kaup á heilum skrokk 1.264 kr/kg. Meðalafurðaverð haustið 2019 með viðbótargreiðslum var 468 kr/kg. Því er hlutur bóndans af smásöluverði 37%. Ef hlutur íslenskra sauðfjár­ bænda af smásöluverði væri t.d. 47% þá væri afurðaverð 607 kr/kg miðað við að meðal smásöluverð á heilum skrokk sé 1.264 kr/kg. Á FAGLEGUM NÓTUM Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda unnsteinn@bondi.is Á myndinni hér fyrir ofan má sjá þróun afurðaverðs allt frá árinu 2007. Landssamtök sauðfjárbænda reikna árlega út meðal afurðaverð hvers árs. Útreikningarnir byggja á landsmeðaltali í vikum 34–45. Vægi einstakra vikna í verðinu byggir á sláturmagni á landinu öllu og sömuleiðis kjötmati á landinu öllu eftir einstökum vikum hvers árs. Vægi afurðastöðva í landsmeðaltali er síðan eftir hlutdeild þeirra í slátrun á tímabilinu í heild. Raunverð sem einstakar afurðastöðvar greiða er síðan breytilegt, enda er niðurstaða kjötmats hjá hverri fyrir sig ekki sú sama og landsmeðaltalið, né heldur sláturmagn í einstökum vikum. Af sömu ástæðum er meðalverð sem einstakir bændur fá líka breytilegt. Myndin sýnir reiknað meðal afurðaverð fyrir dilkakjöt á árunum 2013–2019 og útgefið viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda fyrir árin 2020–2021. Tómi hluti stöplanna sýnir mun á afurðaverði hvers árs og framreiknuðu afurðaverði haustsins 2013 miðað við verðlagsþróun mælda af Hagstofu Íslands. Myndin sýnir afurðaverð innan aðildarlanda Evrópusambandsins í viku 27 (28.6-4.7). Hagstofa Íslands notar vísitölur til þess að fylgist með þróun verðlags. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá þróun á vísitölu neysluverðs frá árinu 2016 borið saman við vísitölu lambakjöts, nýtt eða frosið, sem er ein af þeim fjölmörgu undirvísitölum sem vísitala neysluverðs byggir á. Hér má sjá hvernig verðlíkan LS greinir smásöluverð á heilum skrokk í júlí 2017. Skrokkhlutföll eru byggð á eftirfarandi heimild: Ólafur Reykdal & Guðjón Þorkelsson, 1994. Efnasamsetning og nýting lambakjöts. Fjölrit Rala nr. 176. Verðhlutföll milli skrokkhluta eru byggð á verðkönnun í smásölu. Smásöluverð á heilum skrokk er þannig reiknað úr frá þróun á smásöluverði á læri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.