Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 1
16. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 20. ágúst ▯ Blað nr. 569 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Viðbrögð við COVID-19 munu setja mjög óvenulegan svip á göngur og réttir í haust: Ferðamönnum og almenningi meinaður aðgangur að réttum – Hlið verða við aðkeyrslur og engum óviðkomandi hleypt í gegn – Mælst er til að áfengi verði ekki haft við hönd Miklar breytingar verða á aðgengi fólks að réttum landsmanna nú í haust, en fyrstu fjárréttir eru áætlaðar 30. ágúst. Verður ferða­ mönnum og almenningi meinað­ ur aðgangur að réttum. Vegna COVID­19 er einungis þeim sem eiga von á fé af fjalli, eða eru þar til að aðstoða við réttarstörf, heim­ ilt að koma í réttirnar. Embætti landlæknis, Almanna­ varnar deild ríkislögreglustjóra, Bænda samtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Samband íslenskra sveitarfélaga, hafa komið sér saman um leiðbeiningar vegna gangna og rétta í haust samkvæmt hættustigi Almannavarna. Engir óviðkomandi verði í réttum Almenna reglan fyrir árið 2020 er að aðeins þeir sem hafa hlutverk mæti í göngur og réttir og er það vegna 100 manna hámarksreglu. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin fjöldatakmörkun. Hliðvarsla verður við aðkeyrslu að réttum og þangað inn verður aðeins hleypt þeim sem þar eiga erindi. Þeir sem mæta í réttir og hafa nýlega dvalið erlendis þurfa áður að hafa fylgt landamærareglum um sóttkví og sýnatöku. Áfengi verði ekki haft um hönd Gleðskapur og kátína hafa jafnan einkennt mannamót í stærstu réttum landsmanna. Þar hefur gjarnan verið sungið við raust og brennivínspyttlan gengið á milli manna um leið og dregið hefur verið í dilka. Vegna smitvarna er nú mælst til þess að áfengi verði ekki haft um hönd. Smalar hafi með sér handspritt Sveitarstjórn er ábyrg fyrir því að reglum um smitvarnir sé fylgt eftir. Sé þess þörf skal sveitarstjórn gefa út frekari leiðbeiningar. Almenna reglan er að eins fáir fari í göngur og hægt er. Liggja þarf fyrir listi um hvaða einstaklingar fari í göngur með upplýsingum sem nota má til að hafa samband við viðkomandi einstakling gerist þess þörf. Fjallaskálar/húsnæði er aðeins opið fyrir gagnamönnum. Aðrir gestir mega ekki vera í húsnæðinu á sama tíma. Allir einstaklingar, sem taka þátt í göngum og réttum, eru hvattir til að viðhalda 2 metra fjarlægðarreglu í samskiptum við aðra eftir því sem aðstæður leyfa (einstaklingar sem ekki deila heimili). Fjallskilanefnd skal leitast við að bjóða einstaklingum að halda persónulegum nándar mörkum eins og kostur er. Reynist það ekki unnt ber viðkomandi að nota viðurkennda andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Allir smalar skulu hafa hand spritt meðferðis. Þeir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hlaða niður smit­ rakningarappi almannavarna Takmarka skal samskipti milli ólíkra smalasvæða eins og kostur er. Gátlisti fyrir réttir Tryggt skal að þeir sem taka þátt í réttarstörfum hafi verið upplýstir um ábyrgð einstaklinga gagnvart eigin smitvörnum, myndbönd t.d. og upplýsingar um hvar finna megi viðkomandi efni. Skipa skal einn smitvarnar­ fulltrúa í hverri rétt. Hann ber ábyrgð á smitvörnum og tryggir að farið sé að fyrirmælum. Þetta getur hvort sem er verið leitarstjóri/fjallkóngur, réttarstjóri eða aðili skipaður af sveitarstjórn. Koma skal upp aðstöðu til hand­ þvottar við hverja rétt. Einnig skal vera gott aðgengi til sótthreinsunar (vatnsbrúsar, sápa, handspritt og bréfþurrkur). Einungis þeir sem eiga fjárvon í réttum eða eru þar til að aðstoða við réttarstörf er heimilt að koma í réttina. Við innkeyrslu að rétt þarf að telja alla sem þangað koma. Tryggja skal að fjöldi fari ekki umfram hámarksfjölda samkvæmt reglum heilbrigðisráðuneytis (HRN) um hámarksfjölda einstaklinga í sama rými á hverjum tíma. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í hámarksfjölda. Á þeim smalasvæðum þar sem allar líkur eru á að það þurfi fleiri en 100 manns til réttarstarfa þarf að skipuleggja hverjir koma í réttina. Mikilvægt er að velja til réttar­ starfa einstaklinga sem eru öflugir til þess verks og ganga þannig til réttarstarfa að allir hjálpist að við að draga. /HKr. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, er með blómlega vínberjaræktun í garðskála við heimili sitt. Þar ræktar hún tvær tegundir vínþrúga, græn og blá yrki, ásamt kryddjurtum og ýmsu grænmeti. Fyrir rúmum áratug keypti Berglind litla plöntu í Hveragerði sem óx vonum framar og gefur ber á hverju ári. Í dag fær hún um 50 kílóa uppskeru sem eru tínd og borðuð á staðnum af heimilisfólki, vinum og vandamönnum. Mynd / Erla Hjördís Gunnarsdóttir Bændablaðið tekur að venju saman og birtir yfirlit um fjár­ og stóðréttir í blaðinu; stóðréttirnar á blaðsíðu 8 en fjár réttirnar á opnu síðunum 28–29. Í ár verður gestum ekki heimilt að koma í réttir eins og síðustu ár. Ástæðan er varúðarráðstafanir og fjöldatakmarkanir vegna kórónu­ veirufaraldursins. Því verður fylgt eftir að ekki séu fleiri en 100 manns við störf í einu. Sveitastjórnir bera ábyrgð Sveitar stjórnir bera ábyrgð á fram­ kvæmd gangna og rétta og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir. Allir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hlaða niður smitrakn­ ingarappi almannavarna. Réttalistinn birtur að venju í blaðinu 26–274 32–33 „Búið að stela Landgræðsluskólanum” Tjaldsvæðið SKJÓL með sögufrægan bar úr Pálmasal Hótel Borgar Leikur sér við að silkiprernta fjölbreytt og falleg mynstur náttúrunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.