Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 27 upp í sjö til átta þúsund. Síðustu ár hafa komið hér um 13 til 14 þúsund manns yfir sumartímann, þ.e. frá maí fram í september. Ég hef verið með opið nær allt árið, nema hvað ég hef lokað frá miðjum desember og fram í miðjan janúar, m.a. til að gefa starfsfólkinu frí. Þegar flugfélagið WOW var og hét, var mjög áberandi að ungt ferðafólk kæmi hér á litlum „camper“ ferðavögnum og legðu á planinu fyrir utan húsið allt árið um kring. Þetta fólk þurfti á þjónustu að halda, bæði varðandi sturtuaðstöðu, netsamband og mat. Ég sá því í hendi mér að ef það lögðu 20 „camper-bílar“ hér á planinu fyrir utan þá gæti ég átt von á 40 manns í mat um kvöldið. Það var því nauðsynlegt að hafa hér opið að mestu allt árið. Ég hef verið að ráðleggja kollegum mínum úti á landi það sama og benda á að það þurfi að vera svona aðstaða í boði í öllum landshlutum sem opin er allt árið. Fyrst við vorum að blása til sóknar og hvetja ferðamenn til að koma til Íslands allt árið, þá verðum við líka að hafa aðstöðu fyrir þetta unga fólk sem nýtir sér þennan ferðamáta. Við fundum hins vegar fyrir talsverðu höggi þegar WOW air hætti starfsemi.“ Í harðri samkeppni við ríki og sveitarfélög Jón segir ekki alveg sanngjarnt að bera saman aðstöðu á einkareknum tjaldsvæðum sem hafa ekki annað en innkomuna til að byggja á hverju sinni, eða tjaldsvæðum sem rekin eru af sveitarfélögum eða jafnvel ríkinu. „Fólk vill eðlilega hafa allt til alls á tjaldstæðum, eins og sturtur, þvottavélar og annað en við erum þar alltaf í harðri samkeppni við ríki og sveitarfélög. Ég hef til dæmis aldrei fengið styrki til að byggja upp þessa aðstöðu á Skjóli, né niðurgreiðslur á rafmagni eða öðru. Þá þarf ég sjálfur að skaffa sorpgám sem ég borga fyrir tæmingu á, en ég fæ þó á þriggja ára fresti tæmingu á rotþró, en borga sjálfur fyrir seyrulosun. Þá verð ég einnig að sjá um snjómokstur inn á svæðið. Það segir sig því sjálft að í harðri samkeppni við opinbera aðila gengur uppbyggingin kannski örlítið hægar en maður vildi.“ Þrátt fyrir harða samkeppni er ekki annað að sjá en að Jóni hafi tekist af miklum dugnaði og eljusemi að byggja upp tjaldstæði og veitingaaðstöðuna í Skjóli af myndarbrag. Vaxandi vinsældir staðarins benda reyndar til þess að gestir kunni að meta það sem þar er boðið upp á og margir koma þangað aftur og aftur. Hefur staðurinn líka verið hátt skrifaður á vefsíðu Tripadvisor og oft skartað þar fimm stjörnum. Það skiptir miklu máli í því skrítna árferði sem ríkt hefur undanfarin misseri í skugga COVID- 19 heimsfaraldursins. Gott samstarf er lykilatriði „Tíðarfarið var líka erfitt í vetur, en ég hef verið svo heppinn hvað ég hef átt í góðu samstarfi við ferðaþjón- ustufyrirtæki eins og Mountainers og Arctic Ventures sem hafa verið með vélsleðaþjónustu. Hópar frá þeim hafa komið til mín í mat á kvöldin. Svo er River Rafting hér með að- stöðu í nokkurra kílómetra fjarlægð. Eins hafa strákar sem hafa verið að bjóða upp á akstur á „Buggy“ bílum verið með aðstöðu hér þar til nú í sumar.“ Kappkostar að bjóða íslenskt hráefni úr héraðinu „Ég hef boðið hér upp á tiltölulega einfaldan mat, hamborgara, pitsur, fisk og franskar, grænmetisbar og súpu. Þar er ég mjög heppinn með að fá mest allt hráefni frá bændum hér á svæðinu. Bjarki Long í Mjólkursamsölunni kemur svo með ostinn til mín. Ég fer með um 75 kg af pitsuosti á viku fyrir utan annan ost sem ég kaupi.“ Gestir sem gista á Skjóli fá svo afslátt af aðgangi í Gömlu laugina á Flúðum (Secret Lagoon). Í nágrenninu eru svo hestaleigur og ekki má gleyma hinum glæsilega Haukadalsvelli fyrir kylfingana sem er í tveggja kílómetra fjarlægð. Þá er stutt í Haukadalsskóg fyrir lengri eða styttri gönguferðir. Góð samvinna rekstraraðila á svæðinu „Við verðum þá líka að passa okkur að bjóða upp á sanngjarnt verð. Það er mikilvægt, ekki síst vegna þess að Ísland hefur legið undir ámæli vegna þess hversu dýrt sé að koma hingað. Ef fólk hefur viljað gera enn betur við sig í góðum steikum eða öðru, þá hef ég bent okkar gestum á Hótel Geysi og veitingaaðstöðuna sem þar er. Góð samvinna skiptir öllu máli í svona rekstri og við höfum verið mjög dugleg að benda hvert á annað. Það hefur komið mjög vel í ljós hin síðari ár hvað veitingaþjónustan og gistingin er að vinna vel saman með afþreyingunni. Ég hef notið þess að eiga mjög ánægjuleg samskipti við þessi ferðaþjónustufyrirtæki.“ Jón segist telja að sanngjörn verðlagning skili sér alltaf til baka. Þó margir vilji helst fá fleiri vel stæða ferðamenn til landsins, þá séu þeir ekkert frekar tilbúnir að greiða hvað sem er fyrir þjónustuna. Þarna gildi orðsporið sem af staðnum fer vegna upplifunar ferðamanna, en fátt er dýrmætara en gott orðspor þegar til lengdar lætur. Erfitt og skrítið rekstrarár „Rekstrarárið 2020 er búið að vera mjög erfitt og skrítið fyrir flesta í þessum bransa. Ég þakka því fyrir að vera hér á Suðurlandinu og staðsettur við fjölförnustu ferðamannaleiðina. Mér heyrist að staðan hafi verið mun erfiðari víða annars staðar. Hér er rúnturinn allt árið um kring, en þar var ég líka heppinn að vera í samstarfi við kínverska konu og í gegnum hana fékk ég daglega til mín Asíubúa í norðurljósaferðir frá miðj- um janúar og fram í apríl. Í desember á síðasta ári fór þessi kona að tala um gríðarlegar afbókanir út af einhverri flensu. Þessi flensa reyndist svo vera COVID-19. Fram að því voru um 80% af mínum gestum útlendingar og því þurfti ég að fara að vekja meiri athygli á staðnum meðal Íslendinga. Þrátt fyrir þennan faraldur er ég því mjög þakklátur fyrir hvað Íslendingar hafa verið duglegir að koma til mín og þá sérstaklega í júlí. Helgarnar í júní voru líka fínar, en þetta fór aðeins af stað í maí. Vegna faraldursins var maður þó svolítið á báðum áttum hvernig maður ætti að gera þetta og nú spyr maður sig að því á hverjum einasta degi. Þar er að mínu mati ekkert annað í stöðunni en að fara eftir öllum þeim tilmælum sem yfirvöld beina til okkar.“ Útilegukortið mikilvægt og gefur fleirum kost á að ferðast ódýrt – Nú eruð þið aðilar að útilegukortinu, hefur það skipt ykkur máli? „Já, það hefur skipt miklu máli og trekkir til mín fólk. Ég sé að sveitarfélög eru að sækjast meira og meira eftir að fá útilegukortið vegna þess að sá fjöldi sem með það er sækir líka í aðra þjónustu á svæðunum fyrir utan tjaldstæðin. Útilegukortið gefur fleira fólki kost á að ferðast á ódýran hátt og nýta sér þá um leið niðurgreiðslur sinna stéttarfélaga. Það skiptir líka miklu máli þegar fólk er með mörg börn, því þarna er allt frítt fyrir börn undir 16 ára aldri og það á bæði við sturtur og aðra þjónustu. Þetta er mikil kjarabót. Á sama hátt er sérkennilegt að ferðagjöf ríkisins skuli ekki gilda á tjaldsvæðum.“ Tjaldstæði njóta ekki ferðagjafar ríkisins „Ferðagjöfin gildir ekki á tjald- svæðum vegna þess að þau flokk- ast ekki undir staði sem bjóða upp á gistiherbergi. Fram yfir síðustu ára- mót hafði ég samt verið að rukka hér gistináttagjald á tjaldsvæðinu. Þá var rukkað fyrir hverja ferðaeiningu og skipti engu máli hvort um var að ræða einn Ítala á hjóli með lítið tjald, eða fimm Asíubúa í húsbíl. Það kostaði það sama fyrir eininguna.“ Margir hafa einnig bent á að það sé sérkennilegt að hægt sé að nota ferðagjöfina á veitingastöðum í Reykjavík en ekki á tjaldstæði í höfuðborginni og víðar um land sem mikið eru nýtt af fjölskyldufólki. Jón telur að kannski hafi þetta ekki verið ígrundað nógu vel þegar ákvörðunin var tekin. Skattur á skatt ofan „Reyndar var ég alltaf á móti því að við værum að rukka gistináttagjald á tjaldsvæðum þar sem ekki var verið að leigja neitt gistihúsnæði. Þá var annað undarlegt við þetta að gistináttagjaldið var 300 krónur og síðan lagðist virðisaukaskattur þar ofan á sem var 33 krónur. Þannig var verið að innheimta skatt ofan á skatt. Nú er búið að leggja þennan skatt af, allavega til apríl 2021, en ég trúi því ekki að þeir haldi áfram með þennan skatt eftir það á tjaldsvæðagesti.“ Á „köldu“ svæði mitt á þekktasta háhitasvæði landsins Þó einkennilegt mætti virðast þá er ekki jarðhiti svo heitið geti í landi Kjóastaða þó örstutt sé í eitt þekktasta háhitasvæði veraldar við Geysi. Því hefur raforkukostnaðurinn verið drjúgur í rekstrinum hjá Jóni. „Þó staðsetningin sé hér góð til reksturs með Gullfoss og Geysi hvort sínum megin, þá er það viss kald- hæðni að hér skuli ekki vera jarðhiti í næsta nágrenni við Geysi. Þá eru ekki nema um 20 km í Efri-Reyki, þar sem maður sér gufustrókinn stíga upp af hitaveitunni alla daga. Þetta háði okkur strax í byrjun, m.a. við að skaffa heitt vatn í sturturnar fyrir gestina. Vegna þessa lét ég bora hér í landinu niður á 80 metra dýpi og náði þar í 20 gráðu heitt vatn. Það er sjálfrennandi og dæli ég því inn á varmadælu sem sér mér fyrir heitu vatni í dag, fyrir sturtur, eldhús og annað.“ Jón leiddi einnig heitt vatn í vaskaðstöðu fyrir tjaldstæðisgesti sem er við austurgafl veitingastaðarins. „Maður sá það fljótt að Íslendingar kunna ekki að spara vatn og því kláraðist heita vatnið fljótt í uppvaskinu hjá gestunum á tjaldstæðinu og sturturnar urðu kaldar. Því skrúfaði ég fljótt þar fyrir heita vatnið í vaskana úti. Nú safna ég heita vatninu frá varmadælunni í tank og nota það fyrir sturturnar og eldhúsið og það hefur dugað ágætlega. Það er reyndar með ólíkindum að við skulum vera komin fram á 2020 og það skuli ekki vera komið heitt vatn á bæina hér í kring frá jarðhitasvæðunum í næsta nágrenni. Enda eru íslenskir gestir sem hingað koma mjög hissa á þessari stöðu. Það hefur þó verið reynt að bora hér víða á svæðinu en árangurinn hefur ekki orðið eins og menn vonuðust til.“ Skemmtilegur og gefandi rekstur Jón segir að þó hann sé að tuða yfir ákveðnum hlutum er varða rekstrarskilyrði tjaldsvæða, þá sé ákaflega gaman að starfa í þessari grein. „Maður verður þó að hafa gaman af fólki og vera þjónustulundaður til að finnast þetta gaman. Þetta er því ekki fyrir hvern sem er. Það hafa komið margir hér inn sem hafa haft áhuga á þessum bransa. Á árunum 2014, 2015 og 2016 var mikill uppgangur og marga langaði að spreyta sig á ferðaþjónustu. Þetta varð svolítið „trend“, en maður fann það samt fljótt að fólk þurfti að hafa ákveðinn karakter til að þrífast vel í þessari grein.“ Hagsýni skiptir miklu máli á óvissutímum Jón segir að nú sé ferðaþjónustan að upplifa mjög skrítna tíma sem muni eflaust knýja mörg fyrirtæki í þrot. Því sé eina ráðið að vera eins hagsýnn og hægt er, bæði í innkaupum og daglegum rekstri. Sjálfur er hann að alla daga en hefur auk þess tvær stúlkur sér aðstoðar í fullu starfi. Til að reksturinn gangi upp á svo litlum mannskap ákvað Jón að hætta að vera með opna veitingaaðstöðu í hádeginu sem útheimti meiri mannskap. Hann segir að starfsstúlkurnar verði þó bara við störf út ágústmánuð og eftir 1. september ríki algjör óvissa vegna COVID-19. „Það er samt ekkert annað í stöðunni hjá mér en að halda þessu áfram.“ Jón segist líka vonast til að Íslendingar, sem hafa verið að fjárfesta grimmt í hjólhýsum og húsbílum á þessu ári, reyni að nýta þá eign sína allavega fram á haustið. Margir séu að upplifa þennan ferðamáta í fyrsta sinn og líki vel. „Þetta fólk er að kynnast landinu sínu á nýjan hátt sem er mjög gaman. Því er vonandi að fólk nýti sér þetta áfram,“ segir Jón Örvar Baldvinsson, sem hefur notið ómetanlegrar aðstoðar frá fjölskyldu sinni við uppbygginguna í Skjóli. ÍSLAND ER LAND ÞITT Tjaldstæðið Skjól í Bláskógabyggð er 3,5 km austur af Geysi í Haukadal. Hér sést 500 fermetra þjónustuhús tjaldsvæðisins þar sem eru íbúðir starfsmanna, veitingasalur sem tekur allt að 180 manns í sæti, eldhús, bar, salerni og sturtur. Jón við tjaldstæðið sem er stórt og rúmgott. Þar hefur hann verið að planta skjólbeltum og hefur í huga að byggja nýtt aðstöðuhús fyrir gesti tjaldsvæðisins til að auka þægindi gesta. Í dag er klósett, þvotta- og sturtuaðstaða, sem er reyndar góð, í sömu byggingu og veitingasalurinn. Í Skjóli má sjá peningaseðla hengda upp á snúrur í stafrófsröð yfir barnum. Eigandinn segir að þetta hafi byrjaði með nafnspjöldum en smám saman hafi það undið upp á sig og gestir skilið eftir áritaða seðla með kveðju fyrir góða þjónustu. Þarna getur að líta marga merkilega seðla og suma sjaldgæfa. Jón Örvar segir þó að tíkall með mynd af Jóni Sigurðssyni sé í mestu uppáhaldi hjá sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.