Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 49 Vestið er prjónað með stroffi og klauf í hliðum. Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL) - Yfirvídd: 80 (88) 96 (106) 118 (130) cm Garn: DROPS SKY (fæst í Handverkskúnst) - 150 (150) 150 (200) 200 (200) g litur nr 18, dökk- bleikur Prjónfesta: 20 lykkjur x 26 umferðir í sléttu prjóni = 10x10 cm. Prjónar: Hringprjónn 80 cm nr 4,5 og hringprjónn 40 og 80 cm nr 3,5 GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA:Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 88 lykkjur), mínus kantlykkjum að framan í garðaprjóni (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim lykkju- fjölda sem eftir er með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 8) = 9,8. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 9. og 10. hverja lykkju slétt saman (lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkjur) VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum og saumað saman í lokin. Síðan eru prjónaðar upp lykkjur fyrir stroff í kringum handveg og háls. BAKSTYKKI: Fitjið upp 88 (96) 104 (116) 128 (144) lykkjur á hringprjón nr 3,5. Prjónið 1 umferð brugð- ið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, *prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón*, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram í 3 cm. Prjónið nú 1 umferð slétt frá réttu og fækkið um 8 (8) 8 (10) 10 (14) lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 80 (88) 96 (106) 118 (130) lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón nr 4,5. Prjónið slétt prjón fram og til baka með 5 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 34 (35) 36 (37) 38 (39) cm, fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 4 (5) 6 (7) 8 (9) lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 0 (1) 2 (3) 4 (6) sinnum og 1 lykkju 2 (2) 2 (3) 5 (5) sinnum = 68 (70) 72 (74) 76 (78) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorir hlið. Þegar stykkið mælist 50 (52) 54 (56) 58 (60) cm, fellið af fyrir miðju 30 (30) 32 (32) 34 (34) lykkjur fyrir háls- máli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð við hálsmál = 18 (19) 19 (20) 20 (21) lykkjur eftir fyrir öxl. Haldið áfram í sléttu prjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 20 (21) 22 (23) 24 (25) cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg. Fellið af með sléttum lykkjum (passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur). Stykkið mælist alls 54 (56) 58 (60) 62 (64) cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina alveg eins. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 88 (96) 104 (116) 128 (144) lykkjur á hringprjón nr 3,5. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, *prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón*, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram í 3 cm. Prjónið nú 1 umferð slétt frá réttu og fækkið um 8 (8) 8 (10) 10 (14) lykkjur jafnt yfir = 80 (88) 96 (106) 118 (130) lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón nr 4,5. Prjónið slétt fram og til baka með 5 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 34 (35) 36 (37) 38 (39) cm, fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 4 (5) 6 (7) 8 (9) lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 0 (1) 2 (3) 4 (6) sinnum og 1 lykkju 2 (2) 2 (3) 5 (5) sinnum = 68 (70) 72 (74) 76 (78) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttu prjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorir hlið. Þegar stykkið mælist 44 (46) 47 (49) 50 (52) cm, setjið miðju 16 (16) 18 (18) 18 (18) lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð við hálsmál þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 1 (1) 1 (1) 2 (2) sinnum = 18 (19) 19 (20) 20 (21) lykkjur eftir fyrir öxl. Haldið áfram í sléttu prjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 20 (21) 22 (23) 24 (25) cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg. Fellið af með sléttum lykkjum (passið uppá að affell- ingarkanturinn verði ekki stífur). Stykkið mælist alls 54 (56) 58 (60) 62 (64) cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina alveg eins. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori innan við affellingarkantinn. Byrjið undir ermi og hliðarsaum niður í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur – skiljið eftir ca 18 cm fyrir klauf. Endurtakið á hinni hliðinni. KANTUR Í HÁLSI: Byrjið frá réttu við annan axlasauminn. Prjónið upp með stuttum hringprjón nr 3,5 ca 100 til 120 lykkjur (meðtaldar 16 (16) 18 (18) 18 (18) lykkjur af þræði) innan við 1 lykkju í kringum allt op fyrir hálsmál (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2½-3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. KANTUR Í KRINGUM HANDVEG: Byrjið frá réttu við hliðarsaum undir handveg. Prjónið upp með stuttum hringprjón nr 3,5 ca 96 til 120 lykkjur í kringum allan handveginn (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kantinn á ermi alveg eins. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is Rose Blush-vesti HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 4 9 2 9 6 3 8 4 7 5 6 3 8 1 8 5 4 6 9 3 2 5 7 9 8 7 1 6 3 8 2 5 7 1 4 Þyngst 6 8 2 4 9 5 7 4 3 6 9 7 5 1 9 5 6 8 2 8 3 1 7 5 4 1 8 4 1 2 3 3 1 9 7 4 3 7 8 5 4 3 5 9 2 3 6 9 7 4 2 4 2 8 2 6 5 7 9 7 4 1 6 8 1 8 6 2 7 3 1 8 5 4 2 1 5 9 6 7 8 6 1 3 7 4 2 Fór á kajak FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Tara Kristín er 11 ára fótbolta­ stelpa sem fæddist á Ísafirði í maí árið 2009. Tara Kristín bjó á Patreksfirði fyrstu 7 árin en hefur síðan búið á Bifröst, í Kaup­ mannahöfn og er nú nýflutt til Reykjavíkur. Tara Kristín er listræn og hefur gaman af því að teikna og mála og eru ófá verkin eftir hana á heimilinu. Hún er elst fjögurra systkina sem getur stundum tekið á en að hennar sögn er það nú samt oftast gaman. Nafn: Tara Kristín Aronsdóttir. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Reykjavík. Skóli: Háteigsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, sund og frímín- útur. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur. Uppáhaldshljómsveit: Hatari. Uppáhaldskvikmynd: Mean Girls. Fyrsta minn­ ing þín? Þegar við fjölskyldan og amma Stína gistum á Laxárbakka á meðan við biðum eftir því að Emil Tindri, yngri bróðir minn, fæddist. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð færi? Ég æfi fótbolta og spilaði einu sinni á píanó. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að vinna í fata- búð þegar ég verð stór. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er að fara í stærstu vatnsrennibrautina í Lalandia í Danmörku. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég er búin að gera margt skemmtilegt. Ég fór vestur á Patró en þar fór ég til dæmis á kajak, í sund og fékk síðan að vera ein hjá Diddu frænku í nokkra daga. Næst » Ég skora á vin minn, Guðna Geir, að svara næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.