Bændablaðið - 20.08.2020, Qupperneq 17

Bændablaðið - 20.08.2020, Qupperneq 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 17 Steinbitar Margar stærðir fyrirliggjandi Át- og milligrindur Át- og milligrindur í miklu úrvali Íslensk framleiðsla síðan árið 2008 Básamilligerðir frá Spinder Sérhannaðar fyrir íslenskar kýr Læsigrindur frá Spinder Fáanlegar í mörgum stærðum Básadýnur, dúkar og koddar Gúmmímottur Bitagúmmí Færir í fjósum Allt fyrir fjósið á einum stað! Við tökum glöð á móti öllum fyrirspurnum Fylgstu með okkur á Sími 480 5600 Gunnbjarnarholti, 804 Selfossi Sími 480 5610 Kaupvangi 10, 700 Egilsstöðum FACEBOOK Mikið úrval brynningarbúnaðar Unnsteinn Snorri Snorrason, fram ­ kvæmda stjóri Lands sam taka sauð­ fjárbænda (LS), skrifar um kjör íslenskra sauðfjárbænda á blaðsíðu 44. Þar eru settar fram kröfur um að afurðaverð til bænda fyrir dilka­ kjöt verði hækkað um 132 krónur á kílóið frá reiknuðu meðalverði á síð­ asta ári. Í greininni kemur fram að frá árinu 2016 hafi almennt verðlag á Íslandi hækkað um 12,7 prósent en smásöluverð á lambakjöti um 2,7 prósent. Miðað við kröfur LS myndi afurðaverð fyrir dilkakjöt verða 600 krónur að meðaltali á kílóið, þegar teknar eru inn allar þær viðbótar­ greiðslur sem skiluðu sér síðar úr slát­ urtíðinni á síðasta ári. Þessar kröfur eru samhljóða því viðmiðunarverði sem LS gaf út um miðjan júlí. Lægst greitt fyrir afurðir íslenskra sauðfjárbænda Í grein Unnsteins er afurðaverð fyrir íslenskar sauðfjárafurðir borið saman við þau kjör sem öðrum evrópskum sauðfjárbændum stendur til boða. Í þeim samanburði kemur í ljós að í krónum talið fá íslenskir sauðfjár­ bændur lægst greitt, 468 krónur á kílóið, en rúmenskir sauðfjár bændur fá næstlægst greitt, eða 479 krónur á kílóið. Samkvæmt upplýsingum LS, sem fengnar eru úr gögnum Evrópusambandsins, er hæst greitt fyrir afurðir franskra sauðfjárbænda, 1.035 krónur á kílóið. Vilja sanngjörn viðskipti Í greininni kemur fram að íslenskir sauðfjárbændur vilji sanngjörn við­ skipti. Þar kemur fram að hlutur bænda af smásöluverði á Íslandi er mun lægri í samanburði við það sem bændur í nágrannalöndunum bera úr býtum. Samkvæmt útreikningum LS, sem byggir á verð líkani sem samtökin hafa þróað, fá íslenskir sauðfjárbændur 37 prósent af smá­ söluverðinu en í nágrannalöndunum er hlutfallið á bilinu 45–50 prósent. Ef hlutur íslenskra sauðfjárbænda af smásöluverðinu væri 47 prósent, myndi afurðaverð til bænda vera 607 krónur á kílóið – ef miðað er við að smásöluverð á heilum skrokki sé 1.264 krónur á kílóið. /smh Íslenskir sauðfjárbændur vilja sanngjörn kjör Unnsteinn Snorri Snorrason, Tunguhálsi 19 • 110 Reykjavík • Sími 588 9747 FRÁBÆRU ENDINGARGÓÐU KYMCO FJÓRHJÓLIN KOMIN AFTUR GÖTUSKRÁÐ HJÓL TILVALIÐ Í LEIK OG STARF Veglegur aukahlutapakki fylgir: Öflugt spil, dráttarkúla, prófíltengi, sæti og sætisbak fyrir farþega, álfelgur og 26” Maxxis Bighorn dekk. FRÉTTIR Bænda bbl.is Facebook og á hlaðvarpinu HLAÐAN Engin kjötsúpuhátíð haldin á Hvolsvelli í sumarlok Menningarnefnd Rangárþings eystra hefur ákveðið í samráði við sveitarstjóra að Kjötsúpuhátíðin 2020 verði ekki haldin í lok sum­ arsins vegna aðstæðna í þjóðfé­ laginu vegna COVID­19. Hátíðin hefur verið haldið síð­ ustu ár og alltaf verið vel heppnuð og vel sótt. Viðburðir sem haldnir eru af einkaaðilum verða þó áfram auglýstir á miðlum sveitarfélagsins undir merkjum Kjötsúpuhátíðar. Þá hvetur menningarnefnd íbúa til að halda í hefðir eins og skreytingar í götum þó svo eiginleg hátíð fari ekki fram með hefðbundnu sniði. /MHH Hvolsvöllur. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.