Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 17 Steinbitar Margar stærðir fyrirliggjandi Át- og milligrindur Át- og milligrindur í miklu úrvali Íslensk framleiðsla síðan árið 2008 Básamilligerðir frá Spinder Sérhannaðar fyrir íslenskar kýr Læsigrindur frá Spinder Fáanlegar í mörgum stærðum Básadýnur, dúkar og koddar Gúmmímottur Bitagúmmí Færir í fjósum Allt fyrir fjósið á einum stað! Við tökum glöð á móti öllum fyrirspurnum Fylgstu með okkur á Sími 480 5600 Gunnbjarnarholti, 804 Selfossi Sími 480 5610 Kaupvangi 10, 700 Egilsstöðum FACEBOOK Mikið úrval brynningarbúnaðar Unnsteinn Snorri Snorrason, fram ­ kvæmda stjóri Lands sam taka sauð­ fjárbænda (LS), skrifar um kjör íslenskra sauðfjárbænda á blaðsíðu 44. Þar eru settar fram kröfur um að afurðaverð til bænda fyrir dilka­ kjöt verði hækkað um 132 krónur á kílóið frá reiknuðu meðalverði á síð­ asta ári. Í greininni kemur fram að frá árinu 2016 hafi almennt verðlag á Íslandi hækkað um 12,7 prósent en smásöluverð á lambakjöti um 2,7 prósent. Miðað við kröfur LS myndi afurðaverð fyrir dilkakjöt verða 600 krónur að meðaltali á kílóið, þegar teknar eru inn allar þær viðbótar­ greiðslur sem skiluðu sér síðar úr slát­ urtíðinni á síðasta ári. Þessar kröfur eru samhljóða því viðmiðunarverði sem LS gaf út um miðjan júlí. Lægst greitt fyrir afurðir íslenskra sauðfjárbænda Í grein Unnsteins er afurðaverð fyrir íslenskar sauðfjárafurðir borið saman við þau kjör sem öðrum evrópskum sauðfjárbændum stendur til boða. Í þeim samanburði kemur í ljós að í krónum talið fá íslenskir sauðfjár­ bændur lægst greitt, 468 krónur á kílóið, en rúmenskir sauðfjár bændur fá næstlægst greitt, eða 479 krónur á kílóið. Samkvæmt upplýsingum LS, sem fengnar eru úr gögnum Evrópusambandsins, er hæst greitt fyrir afurðir franskra sauðfjárbænda, 1.035 krónur á kílóið. Vilja sanngjörn viðskipti Í greininni kemur fram að íslenskir sauðfjárbændur vilji sanngjörn við­ skipti. Þar kemur fram að hlutur bænda af smásöluverði á Íslandi er mun lægri í samanburði við það sem bændur í nágrannalöndunum bera úr býtum. Samkvæmt útreikningum LS, sem byggir á verð líkani sem samtökin hafa þróað, fá íslenskir sauðfjárbændur 37 prósent af smá­ söluverðinu en í nágrannalöndunum er hlutfallið á bilinu 45–50 prósent. Ef hlutur íslenskra sauðfjárbænda af smásöluverðinu væri 47 prósent, myndi afurðaverð til bænda vera 607 krónur á kílóið – ef miðað er við að smásöluverð á heilum skrokki sé 1.264 krónur á kílóið. /smh Íslenskir sauðfjárbændur vilja sanngjörn kjör Unnsteinn Snorri Snorrason, Tunguhálsi 19 • 110 Reykjavík • Sími 588 9747 FRÁBÆRU ENDINGARGÓÐU KYMCO FJÓRHJÓLIN KOMIN AFTUR GÖTUSKRÁÐ HJÓL TILVALIÐ Í LEIK OG STARF Veglegur aukahlutapakki fylgir: Öflugt spil, dráttarkúla, prófíltengi, sæti og sætisbak fyrir farþega, álfelgur og 26” Maxxis Bighorn dekk. FRÉTTIR Bænda bbl.is Facebook og á hlaðvarpinu HLAÐAN Engin kjötsúpuhátíð haldin á Hvolsvelli í sumarlok Menningarnefnd Rangárþings eystra hefur ákveðið í samráði við sveitarstjóra að Kjötsúpuhátíðin 2020 verði ekki haldin í lok sum­ arsins vegna aðstæðna í þjóðfé­ laginu vegna COVID­19. Hátíðin hefur verið haldið síð­ ustu ár og alltaf verið vel heppnuð og vel sótt. Viðburðir sem haldnir eru af einkaaðilum verða þó áfram auglýstir á miðlum sveitarfélagsins undir merkjum Kjötsúpuhátíðar. Þá hvetur menningarnefnd íbúa til að halda í hefðir eins og skreytingar í götum þó svo eiginleg hátíð fari ekki fram með hefðbundnu sniði. /MHH Hvolsvöllur. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.