Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 37 beint inn á hálendisvegina, hefur samt harla lítið gerst í vegabótum á Kjalvegi norður yfir landið og eins inn í Kerlingarfjöll. Að vísu hefur Vegagerðin „stolist“ til að byggja upp um níu kílómetra kafla frá brúnni yfir Hvíta rétt ofan við Hólmavað og að veitingaskálanum Hrefnubúð Café og gera hann nán­ ast kláran fyrir lagningu slitlags. Meira að segja er búið að mala efni sem tilbúið er í stórum haug við brúarsporðinn sem nýta má í slíkt slitlag. Sú uppbygging er mjög hófleg og aðeins til að koma veginum upp úr niðurgröfnum ýtuslóðanum og setja ræsi í lægðir sem oft eru fullar af vatni snemma á sumrin og þegar mikið rignir á hálendinu. Þetta er samt ekki vegur sem ætlað er að standa upp úr snjó á vetrum. Það verður að segjast Vegagerðinni til hróss, að þarna hefur verið unnið af mikilli skynsemi og snyrtimennsku að vegabótum án þess að fara í jarðrask sem nokkru nemur. Þær endurbætur duga til þess að halda veginum upp úr vatni og koma þannig í veg fyrir utanvegaakstur ferðalanga sem reyna að sneiða hjá forarvilpum í niðurgröfnum vegin­ um. Til að verja þessa níu kílómetra frá því að eyðileggjast vantar þó enn að leggja á þá bundið slitlag. Er þessi spotti í raun í sömu stöðu og lagfæringar á Kaldadalsvegi voru fyrir sjö árum. Frá þessum uppbyggða spotta er síðan grjót­ barið þvottabretti stóran hluta af leiðinni framhjá Hveravöllum og yfir Kjöl að Blönduvirkjun og líka inn í Kerlingarfjöll. Svipaða sögu er reyndar að segja af Sprengisandsleið. Nú þarf bara að halda áfram með lagfæringar á Kjalvegi með sama hætti og gert hefur verið á þeim níu kílómetrum sem komnir eru. Friðlýsing Kerlingarfjalla kallar á innviðauppbyggingu Fyrir um hálfum mánuði var lýst yfir við hátíðlega athöfn friðlýs­ ingu Kerlingarfjalla. Því hefur víða verið fagnað þar sem afar mikil­ vægt er að koma skipulagi á þann mikla átroðning sem er á viðkvæmu hverasvæði Kerlingarfjalla. Þeirri friðlýsingu hljóta þá líka að verða að fylgja innviðauppbygging og endur­ bætur á aðkomuleiðum að svæðinu til að koma í veg fyrir að náttúran við vegina þangað inn eftir skað­ ist af miklum fjölda ferðamanna. Reyndar er þegar orðið mjög að­ kallandi að lagfæra vegslóðann frá hálendismiðstöðinni Ásgarði inn að hverasvæðinu sem er beinlínis orðinn hættulegur ferðafólki vegna skemmda. Náttúruvernd og náttúruspjöll Fjölmargir hafa gagnrýnt hug myndir um að gera endurbætur á Kjalvegi og gjarnan borið við náttúruverndar­ sjónarmiðum. Trausti Valsson og fjölmargir aðrir hafa hins vegar spurt hvað sé náttúruvænt við það að beina tugþúsundum ferðamanna inn á niðurgrafna og illfæra vega­ slóða á hálendinu, með tilheyrandi utanvegaakstri og kæfandi rykmekki á þurrum dögum. Eitt má þó telja nær öruggt að ferðamönnum á bara eftir að fjölga um Kjalveg og lík­ lega enn frekar eftir friðlýsingu Kerlingafjalla, með tilheyrandi nátt­ úruspjöllum verði ekkert að gert. Ægifagurt er á hverasvæðinu í Hverafjöllum sem nú er búið að friðlýsa. Búast má við að þangað sæki hundruð þúsunda ferðamanna á næstu árum. Vegurinn frá hálendismiðstöðinni í Ásgarði inn að hverasvæðinu í Kerlingarfjöllum er víða mjög illa farinn og beinlínis hættulegur. ÍSLAND ER LAND ÞITT S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Útvegum dekk undir vinnuvélar og landbúnaðarvélar S: 527 600 - w .velavit Þann 10. ágúst var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 km2. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði í Kerlingarfjöllum. Kerlingarfjöll eru í hópi helstu náttúruperla landsins, vinsælt útivistarsvæði með mikið verndargildi. Áform um friðlýsingu hófust árið 2016 en sveitarfélagið Hruna­ mannahreppur hafði frumkvæði að samstarfi við undirbúning hennar. Margir hafa komið að verkefninu auk sveitarfélagsins, s.s. Skeiða­ og Gnúpverjahreppur og Kerlingarfjallavinir. Vill Umhverfisstofnun koma á framfæri þakklæti til samstarfs­ hóps um friðlýsinguna fyrir frábært samstarf en friðlýsta svæðið verður í umsjá Umhverfisstofnunar, sem sinna mun landvörslu, viðhaldi og rekstri á svæðinu til framtíðar. „Við erum mjög glöð á þessum degi, enda hefur með friðlýsingu svæðisins verið stigið tímamótaskref, landi og þjóð til heilla,“ sagði Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri friðlýsinga og áætlana hjá Umhverfisstofnun. Kerlingarfjöll draga nafn sitt af móbergsdranga sem rís upp úr líparítskriðu sunnan í Tindi í vestanverðum fjöllunum. Fjallaklasinn samanstendur af litríkum líparíttindum og stórbrotnu landslagi. Svæðið er megineldstöð og eitt af öflugri háhitasvæðum landsins. Í Hveradölum, einu helsta aðdráttarafli Kerlingarfjalla, hvína og sjóða fjölbreyttir og litríkir gufu­ og leirhverir. Í kringum marga þeirra vex sérstæður og viðkvæmur gróður. Á svæðinu eru fjölmargar gönguleiðir, m.a. að jarðhitasvæðunum. Svandís Svavarsdóttir, settur umhverfis­ og auðlindaráðherra í málinu, undirritaði friðlýsinguna. Kerlingarfjöll friðlýst Frá athöfn við hálendismiðstöðina í Ásgarði í Kerlingarfjöllum þegar friðlýsingin var kynnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.