Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202038 Bók um íslenska matþörunga: Ofurfæða úr fjörunni Sögur útgáfa gaf í dag út bókina Íslenskir matþörungar – ofur- fæða úr fjörunni. Þar er fjallað á hagnýtan hátt um hvernig tína má matþörunga, verka þá og matreiða – auk þess sem í ritinu er að finna mikinn fróðleik um þá; bæði sögulegan fróðleik og svo líffræðilegar upplýsingar um þessar undirstöðulífverur á jörðinni. Höfundarnir eru fjórir; Eydís Mary Jónsdóttir, land- og umhverfisfræðingur, Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari, Silja Dögg Gunnarsdóttir sagnfræðingur og Karl Petersson ljósmyndari. Ræturnar að útgáfu bókarinnar liggja aftur til háskólaára Eydísar í kringum árið 2011, en fyrsta starf hennar eftir útskrift var að kortleggja fjöruvistgerðir. „Ég var svo heppin að fá að vinna við það í tvö ár, fyrir Náttúrustofu Reykjaness, og var í fjöruvistgerðakortlagningarhópi Náttúrufræðistofnunar í Natura2000 verkefninu – þar sem allar vistgerðir landsins voru kortlagðar. Þar öðlaðist ég gríðarlega þekkingu á hinum ýmsu tegundum sem vaxa við landið og má segja að í gegnum þá vinnu hafi ég kolfallið fyrir þörungum,“ segir Eydís um forsögu áhuga hennar á matþörungum. Þörungar framleiða mest allt súrefni okkar „Það er svo margt að dást að varðandi þessar stórkostlegu lífverur. Þörungar framleiða allt að 90 prósent af því súrefni sem við öndum að okkur og við eigum þeim bókstaflega líf okkar að þakka. Fjöruþörungar lifa í einu erfiðasta umhverfi sem finnst á jörðinni. Það er síbreytilegt og þeir fara aldrei í dvala eins og lífríkið uppi á landi. Í staðinn framleiða þeir lífvirk efni sem gera þeim kleift að lifa af breytilegt hita-, seltu- og rakastig, sem getur breyst mikið með aðeins nokkurra klukkustunda millibili vegna sjávarfallanna. Þeir eru einnig frumframleiðendur, sem þýðir að þeir nýta orku sólarinnar til þess að framleiða og fanga næringarefni sem ferðast svo upp með lífkeðjunni. Ofan á allt þetta eru þeir ein sjálfbærasta uppspretta næring- arefna, og einnig sú vannýttasta, sem okkur stendur til boða hér á jörðinni. Fjöruþörungar þurfa ekki landsvæði, jarðveg, ferskt vatn eða áburð til að vaxa og stærstu þör- ungarnir vaxa um 80 sentimetra á dag. Sé rétt að ræktun staðið getur ræktun þeirra og nýting jafnvel haft jákvætt kolefnisspor. Það er held ég ekkert sem ekki er hægt að elska við þörunga,“ segir Eydís. Matþörungavefsjá í þágu almennings Í kjölfar kortlagningarvinnunnar starfaði Eydís að þörunga- rannsóknum fyrir ýmis nýsköpunar- fyrirtæki og ræktaði um tíma smá- þörunga. Hún er líka stundakennari við Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem hún kennir fjöruvist. „Ég stofnaði svo mitt eigið fyrirtæki, Zeto, árið 2016 ásamt tveimur öðrum þar sem við höfum þróað sjálfbæra aðferð við að framleiða lífvirkt þaraþykkni fyrir húðvörur og erum að þróa okkar eigin húð- vörulínu sem byggir á nýtingu á þara. Ég fékk styrk frá Matarauði Íslands til að setja upp matþörunga- vefsjá sem ég vann með Gunnhildi Georgsdóttur, sem var einnig að vinna að fjöruvistgerðakortlagn- ingu fyrir Náttúrufræðistofnun. Þörungavefsjána má sjá á slóðinni mataraudur.is/thorungakort. Við nýttum þekkingu okkar á vistgerða- flokkuninni til að draga út úr gagna- grunnum Náttúrufræðistofnunar gögn um það hvar hinar helstu tegundir matþörunga vaxa við Ísland. Mér vitanlega hafa þessi gögn aldrei verið lögð svona fram áður og því um einstakar upplýs- ingar að ræða, sem gera almenn- ingi kleift að nýta sér þá þekkingu, sem annars væri falin í gagna- grunnunum, til þess að nýta og njóta íslenskra matþörunga. Þessi vinna gerði mér svo kleift að útfæra útbreiðslukortin sem finna má í bókinni sem við gefum út núna.“ Hráefni til heilsubótar og veisluhalda Bókin snýst kannski aðallega um það hvernig nýta megi hinar ýmsu þörungategundir til manneldis; bæði til matargerðar og einnig sem hrá- efni til heilsubótar. „Allan þennan tíma hef ég verið að leika mér með þörunga í matargerð en það var í rauninni ekki fyrr en ég hitti Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistara árið 2016 að ég fór virkilega að prófa mig áfram. Hinrik vann á þessum tíma á Dill og hann opnaði fyrir mér heim matar sem ég vissi ekki að væri til. Fyrir mér er hann algjör listamað- ur á sínu sviði og hans uppáhalds hráefni eru þau sem við getum nýtt okkur úr nærumhverfinu. Það var svo fyrir þremur árum að ég sat í kaffi með mágkonu minni, Silju Dögg Gunnarsdóttur, alþing- iskonu og sagnfræðingi, að hún sýndi mér erlenda matreiðslubók með matþörungum sem hún vildi þýða. Ég skoðaði bókina og sagði við hann að við myndum bara gera okkar eigin bók. Hinrik var fljótur að hoppa á vagninn og hann fékk Karl Petersson matarljósmyndara með í hópinn. Hann hefur ástríðu fyrir það sem hann gerir og hann elskar líka mat, enda eru matar- ljósmyndirnar hans næstum ekki af þessu heimi. Við sóttum um og fengum styrk fyrir gerð bókarinnar frá Miðstöð íslenskra bókmennta og hófumst handa. Við Silja unnum texta bókar- innar, ég gerði kortin og skýringar- myndirnar, Hinrik skrifaði matar- tengda textann og þróaði uppskrift- irnar og Kalli festi þetta allt saman á filmu. Okkur fannst gríðarlega mikilvægt að hönnun bókarinnar væri einstaklega falleg því mat- þörungar eru svo misskildir. Þeir eiga það skilið að vera upphafnir og sýndir á fallegan hátt, því þetta er stórkostlegt hráefni. Ég fékk Einar Geir og Ósk hjá hönnunarstofunni E&Co til að hanna bókina og setja hana upp. Og nú er hún loksins komin út – eftir þriggja ára vinnu.“ Sætur beltisþari Bókin, sem er 261 blaðsíða, er í raun tvískipt; helmingur bókar- innar er helgaður uppskriftum og matartengdum texta. „Við lögðum mikla áherslu á að uppskriftirnar væru aðgengilegar og bragðgóðar. Fyrri hluti bókarinnar er hins vegar alhliða fróðleikur um þörunga, hvers vegna við eigum að borða þá, hvernig þeir voru nýttir áður fyrr og hvernig við getum nýtt þá á öruggan og sjálfbæran hátt. Svo eru líka nánari upplýsingar um átta helstu íslensku matþörunga- tegundirnar ásamt útbreiðslukortum og útskýringum á því hvernig lesa má flóðatöflur til að geta komist að hinum mismunandi tegundum,“ útskýrir Eydís. Í upphafi var beltisþari og purpurahimna í mestu uppáhaldi hjá Eydísi. „Beltisþarinn er frekar sætur, enda kallaður sugar kelp á ensku og sukkertare á dönsku. Hann er langur og því hægt að nota hann til dæmis til að vefja utan um fisk eða kjöt eins og bananablöð. Það er líka hægt að skera hann niður, pönnusteikja eða djúpsteikja. Það er hægt að leika sér ótrúlega mikið með hann. Það er meira að segja gott að taka hann með sér í bað og það á reyndar við um alla brúnþörungana, því í heitu vatni gefa þeir frá sér mikið af steinefn- um og fjölsykrum sem eru mjög holl fyrir húðina. Purpurahimna er rauðþörungur sem kallast nori á japönsku og flestir ættu að kannast við í sushi. Hún er virkilega bragð- góð hvernig sem hún er framreidd, fersk, þurrkuð, soðin, steikt. Þetta er æðislegur matþörungur. Upp á síðkastið, sérstaklega eftir að ég kynntist Hinriki, hef ég verið að leika mér meira með að vinna með tegundirnar til að framkalla flóknara bragð, til dæmis með því að pækla og „pikkla“ klóþangskyn- beð, sem eru litlir uppblásnir belgir. Þá bragðast þau mjög líkt kapers. Við höfum líka verið að leika okkur að því til dæmis að djúpsteikja söl, leggja sjávartrufflur í súr og margar fleiri tilraunir sem margar hverjar rötuðu í bókina. Hinrik er að mörgu leyti búinn að hjálpa mér við að enduruppgötva matþörunga með því að kenna mér nýjar vinnslu- aðferðir.“ Eydís segir að gríðarlegir möguleikar séu í aukinni nýtingu íslenskra þörunga – og mjög fjöl- breyttir nýtingarmöguleikar séu í boði. „Það eru nú þegar mörg íslensk nýsköpunarfyrirtæki að vinna með þá, en ég myndi vilja sjá okkur nýta þá betur og búa til meiri verðmæti úr þeim hér á landi,“ segir hún. Lífvirkir og næringarríkir Þegar Eydís er spurð um rann- sóknir á efnainnihaldi þörunganna og áhrifum þeirra á mannslíkamann segir hún að slíkt sé nokkuð vel rannsakað, í það minnsta hvað snertir algenga matþörunga. „Það er vandfundin sú planta á landi sem inniheldur jafnmikið magn fjölbreyttra næringarefna, stein- efna og vítamína eins og þör- ungar. Þörungar hafa verið nýttir til matar um aldir og því er komin Höfundur bókarinnar í fjöruferð. Myndir / Karl Petersson Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Eydís Mary Jónsdóttir. Klóþang. Lambalæri vafið í beltisþara. Þangskeggið kallast líka sjávartruffla. Sjávartrufflu sáldrað yfir skelfisk. BÆKUR&MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.