Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202016 Sjávarakademían er nýtt nám á framhaldsskólastigi Á vegum Sjávarklasans og Fisk­ tækniskóla Íslands verður boðið upp á nýtt nám á framhaldsskólastigi í haust sem kallast Sjávarakademían. Þar mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins. „Í náminu gefst nemendum kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurðir hafsins. Kennsla fer einnig fram í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum. Byggt á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands Námið byggir á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands um hráefn­ isvinnslu, en þar að auki verður lögð mikil áhersla á vöruþróun, frumkvöðlaþjálfun, stofnun og rekstur fyrirtækja,“ segir Sara Björk Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Sjávarklasanum. Námið ætti að höfða til fólks sem stefnir á vinnu eða rekstur eigin fyrirtækis innan bláa hagkerfisins, sem hefur áhuga á nýsköpun, umhverfismálum og sjálfbærni,“ bætir Sara Björk við. „Þetta verður fyrsta önnin okkar, við vorum með fjögurra vikna sumarnámskeið í sumar sem gekk ótrúlega vel, það var svona inn­ gangur í námið. Sambærilegt nám hefur ekki verið í boði áður á fram­ haldsskólastigi. Námið stendur yfir í eina haustönn, er einingabært til framhaldsskóla og gefur 30 ein­ ingar,“ bætir Sara Björk við. Haustönn Sjávarakademíunnar hefst 14. september og er um sóknar­ frestur til 7. september. /smh NYTJAR HAFSINS Bænda 10. september Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins. Skyndilokanaákvarðanir fluttar frá Hafrannsóknastofnun til Fiskistofu – Fremur lítið sagt hafa verið um rannsóknir á áhrifum skyndilokana í 44 ár Hafrannsóknastofnun hefur ekki lengur með ákvarðanir um skyndi­ lokanir veiðisvæða í kringum landið að gera. Með lagabreytingu sem samþykkt var á vorþingi færðist framkvæmd skyndilok­ ana frá Hafrannsóknastofnun til Fiski stofu. Lýkur þar með 44 ára sögu skyndilokana Hafrannsókna­ stofnunar. Núverandi kerfi skyndilokana á Íslandsmiðum má rekja allt aftur til ársins 1976. Tilgangurinn með skyndilokun svæða er verndun smáfisks með það fyrir augum að draga úr smáfiskadrápi og líklegu brottkasti (Kristján Kristinsson o.fl. 2005). Fiskifræðingar á Hafrannsókna­ stofnun hafa staðið vaktir undan­ farin ár og sett á skyndilokanir í kjölfar mælinga Fiskistofu og Land­ helgisgæslu. Talsverðar sveiflur hafa verið í fjölda skyndilokana frá upp­ hafi en flestar voru þær árið 2012 eða 188. Skyndilokunum fækkaði mikið á síðasta ári og það sem af er þessu ári vegna breytinga á viðmiðunarmörk­ um sem gerð var 2019. Beitt hefur verið 3.900 skyndilokunum Frá upphafi hefur Hafrannsókna­ stofnun sett á um 3.900 skyndilokanir, meirihluta til verndunar smáþorsks og flestar á línuveiðar. Síðustu vaktina í veiðieftirliti Hafrannsóknastofnunar stóð Ásgeir Gunnarsson fiskifræðingur og lýkur þar með sögu veiðieftirlits stofnunarinnar. Fiskistofa mun nú annast framkvæmd skyndilokana en Hafrannsóknastofnun mun ráðleggja um fiskifræðilega þætti er varða skyndilokanir eins og viðmiðunarmörk og tímalengd lokana. Frá 1976 hefur 2.534 sinnum verið beitt skyndilokunum vegna veiða á þorski. Þá hefur verið beitt 701 skyndilokun vegna ýsu, 176 lok­ unum vegna ufsa, 150 lokunum vegna rækju, 146 lokunum vegna síldar og 193 lokunum vegna annarra fisk­ tegunda. Þegar rýnt er í lokanir sem beitt hefur verið við veiðar með ákveðin veiðarfæri, þá hefur það oftast verið vegna línuveiða, eða 1.594 sinnum. Næst kmeur botnvarpa með 1.165 lokanir, þá handfæri með 302 lokanir, flotvarpa með 323 lokanir, rækjuvarpa emð 155 lokanir og 361 lok hefur verið framkvæmd vegna annarra veiðarfæra. Sáralitlar rannsóknir til á áhrifum skyndilokana Það vekur athygli að í frétt Hafrann­ sóknastofnunar segir orðrétt: „Þrátt fyrir að skyndilokanir hafi verið veigamikill þáttur í stjórnkerfi fiskveiða á Íslandsmiðum í áratugi, þá er fremur lítið um rannsóknir á áhrifum þeirra aðgerða.“ Síðan segir: „Nýverið kom hins vegar út ritrýnd grein um áhrif skyndilokana við að hindra veiðar á smáfiski (Woods o.fél. 2018). Helsta niðurstaða greinarinnar er að skyndilokanir séu gagnlegar til verndar smáfiski þegar veiðhlutfall er hátt. Hins vegar þegar veiðihlutfall er hóflegt, líkt og nú er á flestum bolfiskstofnum, hafa skyndilokanir takmarkað gildi.“ Þetta hlýtur að teljast afar sér­ stakt að Hafrannsóknastofnun viðurkenni þetta með tilliti til þess hversu veigamikill þáttur skyndi­ lokanir hafa verið í fiskveiði­ stjórnun á Íslandi. Þarna virðist, eins og í mörgum öðrum þáttum stjórnsýslunnar á Íslandi, að póli­ tískar ákvarðanir séu látnar ráða för þó þær séu ekki studdar bein­ um vísindalegum rannsóknum eða sönnunum um árangur. Samt hafa ákvarðanir verið teknar um skyndi­ lokanir áratugum saman án þess að fullnægjandi vísindagögn virðist hafa verið fyrir hendi. Starfshópur um faglega heildarendurskoðun Meðal annars í því ljósi lagði Ha f­ rann sóknastofnun til hækkun á við­ miðunarmörkum árið 2017 í tillögu til starfshóps um faglega heildarendur­ skoðun á regluverki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunar­ svæði á Íslandsmiðum um breytingu á viðmiðunarmörkum. Stofnunin telur hins vegar að skyndilokanir geti verið nauðsynlegar í vissum tilfellum og því ekki ráðlegt að fella öll mörk niður og hverfa frá lokunum svæða ef smár fiskur veiðist. Skynsamlegt er að hafa aðhald og stöðva veiðar á svæðum ef óhóflega er veitt af ungviði. /HKr. Hafrannsóknastofnun: Úthafsveiðar á rækju verði að hámarki rúm 5.000 tonn Hafrannsóknastofnun lagði til í byrjun ágúst að ekki verði veitt meira en 5.136 tonn fyrir úthafs­ rækju. Er það sagt vera í samræmi við varúðarsjónarmið að afli fisk­ veiðiárið 2020/2021. Er vísað til þess að Vísitala rækju við Eldey hafi verið undir varúðarmörkum og því ráðleggur stofnunin að veið­ ar verði ekki heimilaðar á rækju við Eldey árið 2020. Vísitala veiðistofns úthafsrækju breyttist lítið á árunum 2012–2020 fyrir utan árið 2015 þegar hún lækkaði og var sú lægsta frá upphafi mælinga. Vísitala veiðihlutfalls hefur verið undir markgildi (target Fproxy) frá árinu 2016. Magn ungrækju hefur verið lágt frá 2004 og hefur verið í sögulegu lágmarki frá 2015. Stofnmælingar síðustu ára benda því til að stofninn muni ekki stækka á næstu árum. Mikið af þorski á rækjumiðunum Magn þorsks í stofnmælingu úthafs­ rækju var mikið á árunum 2015– 2018 en lækkaði árið 2020. Einnig hefur mælst mikið af þorski í stofn­ mælingu botnfiska að vori (SMB) og hausti (SMH) undanfarin ár. Því er líklegt að afrán á úthafsrækju hafi aukist á undanförnum árum. Stærð rækju við Eldey undir varúðarmörkum Samkvæmt stofnmælingu sum­ arið 2020 er stærð rækjustofnsins við Eldey undir varúðarmörkum stofnsins (Ilim). Lítið hefur fengist af þorski og ýsu í stofnmælingu rækju við Eldey frá árinu 2010 en árið 2020 fékkst mikið af ýsu. /HKr. Rækja. Mynd / Hafrannsóknastofnun 2,2% 5,2% 9,1% 5,8% 19,0% 21,9% 41,9% 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% Mannlíf Viðskiptablaðið DV Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Prentmiðlar - meðallestur á landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.