Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202024 ÍSLAND ER LAND ÞITT Bustarfellsdagurinn haldinn í 28. sinn Höfuðbýlið Bustarfell í Hofsárdal, Vopnafirði. Margt um manninn og fjölskyldufólk fjölmennti á Bustarfellsdaginn. Myndir / Birna H. Einarsdóttir og Þórdís Þórarinsdóttir Þann 5. júlí síðastliðinn var Bust­ ar fellsdagurinn haldinn hátíðlegur í 28. sinn. Dagskráin fór fram á hinu forna höfuðbýli Bustarfelli í Hofsárdal, Vopnafirði, þar sem einn stærsti og best varðveitti torf­ bær landsins stendur. Í honum er minjasafn, sem geymir tveggja alda sögu lifnaðarhátta í bænum og sveitinni á tímabilinu 1770 til 1966 að flutt var úr bænum. Á Bustarfellsdaginn lifnar gamli bærinn við þegar gengið er í gömlu störfin og í ár mátti til að mynda sjá hina þekktu textíllistakonu Sigrúnu Láru Shanko að störfum og annars staðar í bænum var skor- ið út, ofið við vefstólinn, prjónað jafnt á hringprjónavél og gömlu góðu sokkaprjónana og úti í hjall- inum bullaði í ullarlitunarpottun- um. Venju samkvæmt mátti gæða sér á ýmiss konar góðgæti hér og þar um bæinn, svo sem reyktu sauða- kjöti, heimabökuðu rúgbrauði og harðfiski, og fá bæði í nefið og tána í skiptum fyrir góða sögu eða vísu. Þá tóku heimasætur í upphlut á móti gestum á baðstofuloftinu og buðu upp á kaffi, lummur og kandís. Í gamla haughúsinu voru valin brot úr heimildarmynd Ásdísar Thoroddsen, Gósenlandið, sýnd, en Elín heitin Methúsalemsdóttir, húsfreyja á Bustarfelli, fléttar saman þræði myndarinnar með því að segja frá matarhefðum á Bustarfelli og sögu bæjarins. Á kaffihúsinu Hjáleigunni hékk uppi ljósmyndasýning Halldóru Andrésdóttur, Réttardagur, með svipmyndum af bændum og búaliði á réttardegi í Teigsrétt. Og í Hjáleigunni svignuðu borðin undan bakkelsi sem Kvenfélagið Lindin reiddi fram af list og mettaði mann- skapinn. Að vanda var aðsókn góð og fjölmennti fjölskyldufólk, enda var af nógu að taka fyrir börnin, sem gátu til að mynda farið á hestbak og skemmt sér með dýrunum í daln- um, sem léku við hvurn sinn fingur, og gátu því allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi má finna á Facebook-síðu minjasafnsins og safnið verður opið alla daga frá 10–17 og kaffihúsið Hjáleigan frá 11–17 út sumarið. /FÁI Yngri og eldri engjamenn. Það söng og hvein í ljánum hjá þessum sláttu- mönnum. Þjóðleg stemning og prúðbúnu heimasæturnar á baðstofuloftinu. Hvítserkur er brimsorfinn 15 metra hár klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann stendur rétt í flæðarmálinu, austan við Vatnsnesið. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því. Ísland býður á stefnumót: Heimsókn á friðlýst svæði Stefnumót við náttúruna er yfir­ skrift hvatningarátaks sem miðar að því að hvetja landsmenn til að heimsækja friðlýst svæði á Íslandi í sumar. Að átakinu stendur umhverfis­ og auðlindaráðuneytið í sam starfi við Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóð­ garðinn á Þingvöllum. Friðlýst svæði á Íslandi eru tæplega 120 talsins og þar geta gestir upplifað ólíkar hliðar íslenskrar náttúru, allt frá viðkvæmum gróðri og skordýrum til stórbrotinna fjalla, landslags og útsýnis sem á engan sinn líkan. Aukin fræðsla um friðlýsingu Á mörgum svæðanna er í boði fjölbreytt þjónusta þar sem landverðir veita fræðslu og upplýsingar og traustir innviðir á borð við göngustíga, útsýnispalla, tjaldstæði og nútímaleg salerni eru innan seilingar. Verkefnið Stefnumót við náttúruna er hluti af yfirstandandi friðlýsingarátaki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem felur meðal annars í sér aukna fræðslu um friðlýsingar og friðlýst svæði. Friðlýsingarflokkar Íslenskir friðlýsingarflokkar eru níu talsins og taka mið af flokkunarkerfi Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) fyrir vernduð svæði. Þannig eru friðlýst svæði á Íslandi samanburðarhæf við verndarsvæði í öðrum löndum og auðvelt að leggja mat á árangur verndar. Flokkun IUCN grundvallast á því hver markmiðin eru með stjórn svæðanna en fleiri þættir skipta einnig máli, til dæmis ein- kenni svæðanna og sérstaða þeirra. Svæði geta raunar fallið undir fleiri en einn flokk. Þannig geta mismun- andi svæði innan þjóðgarða verið skilgreind í ólíka verndarflokka. Flokkuninni er ætlað að hjálpa til við skipulagningu verndaðra svæða, stjórn framkvæmda og stuðla að bættum upplýsingum um svæðin. Íslenskir friðlýsingarflokkar skiptast í náttúruvé, óbyggð víðerni, þjóðgarða, náttúruvætti, friðlönd, landslagsverndarsvæði, verndarsvæði með sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, fólkvanga, friðlýst svæði í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar og friðlýsing heilla vatnakerfa. /VH Austur vegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is Vesturhrauni 3 // 210 Garðabær // 480 0000 // af lvelar. is // sala@aflvelar. is Cobalt 550 Max ltd Götuskráð tveggja manna Kr. 1.680.000 Iron 450 Max ltd Götuskráð tveggja manna Kr. 1.480.000 með vsk. með vsk. götuskráð ! drIflæsIng fraMan og aftan / hátt og lágt drIf / rafléttIstýrI / dráttarkúla / spIl / stór dekk / stIllanleg fjöðrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.