Bændablaðið - 20.08.2020, Qupperneq 24

Bændablaðið - 20.08.2020, Qupperneq 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202024 ÍSLAND ER LAND ÞITT Bustarfellsdagurinn haldinn í 28. sinn Höfuðbýlið Bustarfell í Hofsárdal, Vopnafirði. Margt um manninn og fjölskyldufólk fjölmennti á Bustarfellsdaginn. Myndir / Birna H. Einarsdóttir og Þórdís Þórarinsdóttir Þann 5. júlí síðastliðinn var Bust­ ar fellsdagurinn haldinn hátíðlegur í 28. sinn. Dagskráin fór fram á hinu forna höfuðbýli Bustarfelli í Hofsárdal, Vopnafirði, þar sem einn stærsti og best varðveitti torf­ bær landsins stendur. Í honum er minjasafn, sem geymir tveggja alda sögu lifnaðarhátta í bænum og sveitinni á tímabilinu 1770 til 1966 að flutt var úr bænum. Á Bustarfellsdaginn lifnar gamli bærinn við þegar gengið er í gömlu störfin og í ár mátti til að mynda sjá hina þekktu textíllistakonu Sigrúnu Láru Shanko að störfum og annars staðar í bænum var skor- ið út, ofið við vefstólinn, prjónað jafnt á hringprjónavél og gömlu góðu sokkaprjónana og úti í hjall- inum bullaði í ullarlitunarpottun- um. Venju samkvæmt mátti gæða sér á ýmiss konar góðgæti hér og þar um bæinn, svo sem reyktu sauða- kjöti, heimabökuðu rúgbrauði og harðfiski, og fá bæði í nefið og tána í skiptum fyrir góða sögu eða vísu. Þá tóku heimasætur í upphlut á móti gestum á baðstofuloftinu og buðu upp á kaffi, lummur og kandís. Í gamla haughúsinu voru valin brot úr heimildarmynd Ásdísar Thoroddsen, Gósenlandið, sýnd, en Elín heitin Methúsalemsdóttir, húsfreyja á Bustarfelli, fléttar saman þræði myndarinnar með því að segja frá matarhefðum á Bustarfelli og sögu bæjarins. Á kaffihúsinu Hjáleigunni hékk uppi ljósmyndasýning Halldóru Andrésdóttur, Réttardagur, með svipmyndum af bændum og búaliði á réttardegi í Teigsrétt. Og í Hjáleigunni svignuðu borðin undan bakkelsi sem Kvenfélagið Lindin reiddi fram af list og mettaði mann- skapinn. Að vanda var aðsókn góð og fjölmennti fjölskyldufólk, enda var af nógu að taka fyrir börnin, sem gátu til að mynda farið á hestbak og skemmt sér með dýrunum í daln- um, sem léku við hvurn sinn fingur, og gátu því allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi má finna á Facebook-síðu minjasafnsins og safnið verður opið alla daga frá 10–17 og kaffihúsið Hjáleigan frá 11–17 út sumarið. /FÁI Yngri og eldri engjamenn. Það söng og hvein í ljánum hjá þessum sláttu- mönnum. Þjóðleg stemning og prúðbúnu heimasæturnar á baðstofuloftinu. Hvítserkur er brimsorfinn 15 metra hár klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann stendur rétt í flæðarmálinu, austan við Vatnsnesið. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því. Ísland býður á stefnumót: Heimsókn á friðlýst svæði Stefnumót við náttúruna er yfir­ skrift hvatningarátaks sem miðar að því að hvetja landsmenn til að heimsækja friðlýst svæði á Íslandi í sumar. Að átakinu stendur umhverfis­ og auðlindaráðuneytið í sam starfi við Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóð­ garðinn á Þingvöllum. Friðlýst svæði á Íslandi eru tæplega 120 talsins og þar geta gestir upplifað ólíkar hliðar íslenskrar náttúru, allt frá viðkvæmum gróðri og skordýrum til stórbrotinna fjalla, landslags og útsýnis sem á engan sinn líkan. Aukin fræðsla um friðlýsingu Á mörgum svæðanna er í boði fjölbreytt þjónusta þar sem landverðir veita fræðslu og upplýsingar og traustir innviðir á borð við göngustíga, útsýnispalla, tjaldstæði og nútímaleg salerni eru innan seilingar. Verkefnið Stefnumót við náttúruna er hluti af yfirstandandi friðlýsingarátaki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem felur meðal annars í sér aukna fræðslu um friðlýsingar og friðlýst svæði. Friðlýsingarflokkar Íslenskir friðlýsingarflokkar eru níu talsins og taka mið af flokkunarkerfi Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) fyrir vernduð svæði. Þannig eru friðlýst svæði á Íslandi samanburðarhæf við verndarsvæði í öðrum löndum og auðvelt að leggja mat á árangur verndar. Flokkun IUCN grundvallast á því hver markmiðin eru með stjórn svæðanna en fleiri þættir skipta einnig máli, til dæmis ein- kenni svæðanna og sérstaða þeirra. Svæði geta raunar fallið undir fleiri en einn flokk. Þannig geta mismun- andi svæði innan þjóðgarða verið skilgreind í ólíka verndarflokka. Flokkuninni er ætlað að hjálpa til við skipulagningu verndaðra svæða, stjórn framkvæmda og stuðla að bættum upplýsingum um svæðin. Íslenskir friðlýsingarflokkar skiptast í náttúruvé, óbyggð víðerni, þjóðgarða, náttúruvætti, friðlönd, landslagsverndarsvæði, verndarsvæði með sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, fólkvanga, friðlýst svæði í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar og friðlýsing heilla vatnakerfa. /VH Austur vegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is Vesturhrauni 3 // 210 Garðabær // 480 0000 // af lvelar. is // sala@aflvelar. is Cobalt 550 Max ltd Götuskráð tveggja manna Kr. 1.680.000 Iron 450 Max ltd Götuskráð tveggja manna Kr. 1.480.000 með vsk. með vsk. götuskráð ! drIflæsIng fraMan og aftan / hátt og lágt drIf / rafléttIstýrI / dráttarkúla / spIl / stór dekk / stIllanleg fjöðrun

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.