Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202040 Uppskerutími íslensks græn­ metis er hafinn af fullum krafti, ekki aðeins hjá garðyrkju­ bændum heldur líka í heim­ ilisgörðum landsmanna. Það hefur verið áberandi aukning í matjurtaræktun almennings á undanförnum árum og þetta sumar er engin undantekning. Ræktun grænmetis er holl og nytsamleg iðja sem gefur margar gleðistundir við ræktun, uppskeru og úrvinnslu. Hægt er að rækta grænmeti með einföldum hætti á beði í garðshorni en aðrir leggja alúð við að koma fyrir upphækk­ uðum ræktunareiningum, körm­ um og annars konar útbúnaði sem eykur skjól, hita og auðveldar umhirðu. Ótal tegundir í ræktun Garðáhugafólk hefur úr ótal tegundum og yrkjum að velja. Fræúrval er mjög fjölbreytt í garðyrkjuverslunum og garð­ plöntustöðvar selja fjölbreytt úrval plantna til gróðursetningar á hverju vori. Grænkál, hvítkál, blómkál, hnúðkál, spergilkál og kínakál eru meðal algengustu tegunda, en margt annað er auð­ ræktað í heimilisgarðinum sem sést sjaldan í matvörubúðum. Blaðlaukur, vorlaukur, matlaukur og jafnvel hvítlaukur getur gefið ágæta uppskeru í vel gerðum matjurtagarði. Radísur og næpur gefa uppskeru snemma sumars en sjást varla ferskar í verslunum nema þá frá öðrum löndum. Á því hyggjast garðyrkjubændur vinna bragarbót. Ýmsar salattegundir eru einnig auðræktaðar og fljót­ vaxnar. Þá má nefna hinar fallegu og hollu rauðrófur, sem vaxa prýðilega hjá okkur. Ferskar heimaræktaðar gulrætur beint úr garðinum eru líka sælgæti sem enginn fær staðist. Gaman að fást við áskoranir í ræktuninni Þeir allra djörfustu reyna ræktun tegunda sem almennt eru ekki þekktar sem útimatjurtir. Kulda­ þolin tómatayrki, smágúrkur, kúrbítur, maís og sjaldséðir rótará­ vextir eru tegundir sem hægt er að spreyta sig á og geta gefið óvænta ánægju síðla sumars í vel hirtum, skjólgóðum görðum. Einnig er það skemmtileg áskorun að kepp­ ast við að ná uppskeru sem fyrst á sumrin og lengja á þann hátt uppskerutímann. Einföld skýli og garðgróðurhús gefa síðan alveg nýja vídd í framleiðslunni, þegar við bætast hitakærari tegundir. Fersk vara er alltaf best Það vita þau ein sem reynt hafa, hversu mikill gæðamunur er á glæ­ nýrri uppskeru og þeirri sem hefur verið geymd og flutt til okkar um langan veg. Nýuppskorinn laukur, hvítlaukur eða blaðlaukur felur í sér bragð og ferskleika sem kemur alltaf jafn mikið á óvart. Sama gildir um jarðarberin og hindberin sem vel má rækta í heimilisgarðinum. Geymsla og úrvinnsla auka gagnsemi ræktunarinnar Margt er hægt að gera til að auka notagildi uppskerunnar, ekki síst þegar hún er eins ríkuleg og nú virðist ætla að verða víðast hvar. Grænmeti sem á að geyma í kæli er uppskorið í lok vaxtar­ tímans, þrifið vel og komið fyrir við rétt hitastig. Sumar tegundir má þurrka, td. kryddjurtirnar. Súrsun er vinsæl aðferð við geymslu grænmetis og hægt að nálgast upplýsingar um þá ágætu geymslu aðferð í bókum og á netinu. Sultugerð úr berjum er vel þekkt aðferð til að varðveita þá berjauppskeru sem ekki er notuð fersk og góð beint úr garðinum. Íslenskt grænmeti stendur alltaf fyrir sínu Íslenskir garðyrkjubændur standa í þakkarskuld við alla þá neyt­ endur sem gera sér grein fyrir mikilvægi þess að treysta enn stoðir íslenskrar framleiðslu. Þeir kappkosta að rækta holla matvöru í mestu gæðum. Unnið er að því að auka enn tegundaúrval íslensks grænmetis, lengja uppskerutíma þess og draga þannig úr innflutn­ ingi. Reynum að vera eins sjálf­ bær í okkar matvælaframleiðslu og mögulegt er! Ingólfur Guðnason námsbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu LbhÍ Reykjum, Ölfusi GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Garðræktendur gleðjast yfir grænmetisuppskerunni Hvað er betra en glænýjar gulrætur? LANDSAMBAND KÚABÆNDA 0 50 100 150 200 250 300 350 400 Verðþróun á greiðslumarki mjólkur 2010-2020 Verð kr/ltr Núvirði (júlí 2020) Fyrirkomulag kvótamarkaðar fest í sessi Í lok júlímánaðar staðfesti sjávarútvegs­ og landbúnaðar­ ráð herra þá tillögu fram­ kvæmdanefndar búvörusamn­ inga að hámarks verð á kvóta­ markaði skyldi verða sem nemur þreföldu afurðastöðvaverði og að sú ákvörðun gildi út árið 2023. Gildir það fyrst á næsta kvóta­ markaði sem verður 1. septem­ ber næstkomandi og bændur eiga nú að vera búnir að skila inn tilboðum fyrir. Lengi er von á einum Forsvarsmenn bænda hafa róið að því, allt frá því að endurskoðun samnings um starfsskilyrði í naut­ griparækt hófst árið 2019, að ná því í gegn að hámark skyldi sett á verð á greiðslumarki. Það náðist ekki í gegn í samningalotunni en sett var inn ákvæði um að ráðherra væri heimilt að setja hámarksverð á kvótamarkað „ef verðþróun á markaði verður óeðlileg að teknu tilliti til framboðs, eftirspurnar og aðstæðna að öðru leyti“. Mikill styr stóð um niðurstöðuna og fór af stað undirskriftarsöfnun sem 340 kúabændur skrifuðu undir þar sem skorað var á samninganefndir að setjast aftur að samningaborðinu. Úr varð að við bættist bókun þar sem framkvæmdanefnd búvöru­ samninga var gert að taka afstöðu til þess hvort setja skuli hámarks­ verð á greiðslumark á fyrsta mark­ aðinn með hliðsjón af markaðsað­ stæðum. Þá var einnig tekið fram að hámarksverð gæti aldrei orðið hærra en þrefalt lágmarksverð mjólkur til framleiðenda eins og það er á hverjum tíma. Krafa bænda var sú að hámarks­ verð á kvótamarkaði væri sem nemur tvöföldu afurðastöðvaverði, í samræmi við ályktun af aðalfundi Landssambands kúabænda 2019. Árið áður hafði aðalfundur LK einnig ályktað um að hámarks­ verð ætti að vera á viðskiptum með greiðslumark og er vilji greinarinn­ ar því nokkuð skýr. Féllst ráðherra á tvöfalt afurðastöðvaverð á fyrsta markaði en sú ákvörðun gilti hins­ vegar einungis fyrir þann markað. Bentum við ítrekað á mikilvægi þess að ákvörðun um hámarksverð gilti til lengri tíma en til eins mark­ aðar í senn, enda myndi slíkt fyr­ irkomulag skapa mikla óvissu og gæti haft mikil áhrif á framboð og eftirspurn greiðslumarks á viðkom­ andi markaði. Svo fór sem fór og varð eftirspurn eftir greiðslumarki sautjánföld á við framboðið. Ljóst er að margir biðu með að selja greiðslumark til að sjá hvað yrði og raungerðist því sú staða sem við vöruðum við. Stöðugleikinn og vissan er því augljóslega lyk­ ilatriði. Í kjölfar fyrsta markaðarins fóru fljótlega af stað umræður um framhaldið og lögðu forsvarsmenn bænda áherslu á að haldið yrði í það fyrirkomulag sem haft var þá. Ekki náðist samkomulag um það en niðurstaðan varð þó sú að það yrði hámarksverð en það næmi þre­ földu afurðastöðvaverði og myndi þá gilda til lengri tíma, enda var lögð þung áhersla á mikilvægi þess til að eyða óvissu í greininni. Markaður besta fyrirkomulagið Hafa ber í huga að hámarksverð á kvótamarkaði er ekki fast verð. Reglan á markaðnum er áfram sú að sölutilboð sem eru hærri en jafn­ vægisverð og kauptilboð sem eru lægri falla út. Markaðurinn virkar því sem áður sem jafnvægisverðsmarkað­ ur en með hámarksverði er komið í veg fyrir óeðlilega háa verðmynd­ un. Hátt verð á greiðslumarki hefur verið hvað helsta gagnrýnin á kvóta­ kerfið en með jafnvægisverðsmark­ aði með hámarksverði er búið að girða fyrir að sú staða komi upp að nýju. Mjólkurframleiðendur munu eftir sem áður gera tilboð um kaup og sölu eftir því sem þeir telja best fyrir sitt bú. Með viðskiptum í gegnum mið­ lægan markað gefst viðskiptaaðil­ um færi á að koma saman og tryggði upptaka þess fyrirkomulags bæði betra upplýsingaflæði og gegnsæi í verði, en fram að því hafði verð­ lag á kvóta verið talið of hátt og sveiflugjarnt. Verð á greiðslumarki frá því uppboðsmarkaður var tek­ inn upp árið 2010 og út árið 2013 var milli 360­370 krónur á lítra á núvirði, sem teldist ansi hátt í dag en var þó nokkuð lægra en tíðkað­ ist fyrir tíma tilboðsmarkaðarins. Eftirspurn eftir greiðslumarki dróst svo saman 2013­2014 og verðið lækkaði, en þá var meira selt af mjólk á innlendum markaði en nam greiðslumarki sem og að sama verð fékkst fyrir umframmjólk og mjólk sem framleidd var innan greiðslumarks. Fullt gjald fékkst fyrir umframmjólk þar til um mitt ár 2016 en síðan þá hefur verð fyrir hana rýrnað mjög, nú síðast með lækkun úr 29 krónum á lítrann í 20 krónur sem tók gildi 1. ágúst. Stöðugleiki tekur við af óróleika Þegar ákvörðun um fyrirkomulag viðskipta með greiðslumark er tekin þarf að líta til margra þátta. Við hófum þá vinnu snemma og til að mynda vann Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri greinargerð sem birt var í lok árs 2018. Þegar litið er til verðþróunar á greiðslu­ marki frá upphafi markaðsfyrir­ komulagsins, lækkunar á verði fyrir umframmjólk og þess þrýstings sem kominn er á viðskiptin töldum við því ásættanlegt að hámarks­ verð yrði sett sem þrefalt afurða­ stöðvaverð hvers tíma, enda um hámarksverð að ræða en ekki fast verð. Við stöndum keik á bakvið þá ákvörðun að viðskiptum sé best háttað í gegnum miðlægan markað með hámarksverði, líkt og aðal­ fundir LK síðastliðna tveggja ára hafa ályktað um. Með nýju fyrirkomulagi, og þá helst þeirri staðreynd að það mun gilda til lengri tíma, ætti bæði að komast skrið á viðskipti með greiðslumark og síðar jafnvægi á framboð og eftirspurn. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður Landssambands kúabænda Arnar Árnason. Herdís Magna Gunnarsdóttir. Bænda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.