Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202014 HLUNNINDI&VEIÐI FRÉTTIR Með lagabreytingu nýverið var stjórnsýsla einfölduð og dregið úr tilkynninga- og skráningaskyldu varðandi fóður. Samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar er nú aðeins skylt að tilkynna til Matvælastofnunar framleiðslu, pökkun og innflutning á: Lyfjablönduðu fóðri Fóðuraukefnum Forblöndum aukefna Allt innflutt fóður frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins Fóður sem skylt er að tilkynna skal vera búið að skrá hjá Mat­ væla stofnun áður en það er flutt inn til landsins. Jafnframt eiga þeir sem flytja inn fóður að vera skráðir hjá Matvælastofnun sem fóðurinnflytjendur. Fyrir 1. febrúar ár hvert er öllum framleiðendum og innflytj­ endum fóðurs skylt að tilkynna til Matvælastofnunar heildarmagn innflutts og framleidds fóðurs á undangengu ári. /VH Matvælastofnun: Tilkynningaskylda vegna fóðurs Arion banki: Umsóknir um stuðningslán Miðlægur umsóknarvefur stjórn- valda vegna stuðningslána til fyrirtækja hefur verið opnaður á Ísland.is. Samkomulag um tíma- bundinn greiðslufrest á lánum fyr- irtækja vegna COVID-19 hefur verið framlengt til 30. sept. 2020 en það rann út 30. júní síðast- liðinn. Stuðningslán eru ætluð til að styðja við lítil og meðalstór fyrir­ tæki sem glíma við erfiðleika vegna samdráttar í rekstri vegna COVID­ 19 faraldursins. Stuðningslánin geta numið allt að 10% af tekjum fyrirtækis á rekstrarárinu 2019, að hámarki 40 milljónir króna. 1% breytilegir vextir eru fyrir lán að 10 milljónum. Fyrirtæki sem sækja um frestun greiðslna geta fengið frystingu að hámarki í allt að sex mánuði en þó ekki lengur en út árið 2020 (síðasti gjalddagi er 1. desember 2020). Þau fyrirtæki sem eru nú þegar með frestun greiðslna á sínum lánum geta ekki sótt um áframhaldandi frestun umfram þessa sex mánuði, sem er hámark frystingar samkvæmt samkomulaginu. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Arion banka er bankinn tilbúinn að taka á móti umsóknum sem fara í gegnum vefinn og hefur verið unnið að því að gera ferlið við úrvinnslu þeirra einfalt og skilvirkt með það að markmiði að veita fyrirtækjum sem eru í viðskiptum góða og skjóta þjónustu. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið fyrir stuðningslán fyrirtækja er að finna á island.is. /VH Vínlandssetur opnað í Búðardal Sýning um landnám norrænna manna á Grænlandi og fund Ameríku löngu fyrir daga Kristófers Kólumbusar hefur verið opnuð í Búðardal. Hún er til húsa á efri hæð í Leifs- búð, gömlu vöru- og verslun- arhúsi í námunda við höfnina í Búðardal. Katrín Jakobsdóttir for­ sætisráðherra opnaði sýning­ una. „Öll þessi saga getur sagt okkur margt um hver við erum því maður kynnist einmitt sjálfum sér best í samskiptum við aðra. Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga snúast einmitt öðrum þræði um sam­ skipti norrænna manna við þá sem bjuggu í þessum löndum,“ sagði forsætisráðherra við opn­ unina. /MÞÞ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði sýninguna á Vínlandssetri. Ný kjörbúð fyrir íslenskar matvörur Stöllurnar Sveinbjörg Jónsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir og Anna Júlíusdóttir fara á næstu dögum af stað með nýja vefverslun, Gott og blessað, sem selur íslenskar matvörur frá íslenskum smáfram- leiðendum. Þar verður neytendum tryggður aðgangur að fjölbreyttu úrvali af íslenskum gæðavörum frá öllum landshlutum. „Við höfum um allnokkurt skeið haft áhuga á íslenskri matvælaframleiðslu og þá sérstaklega framleiðslu smáframleiðenda úti um allt land. Í raun má segja að bændur og smáframleiðendur séu í hópi okkar bestu og virkustu frumkvöðla. Fjölbreytnin og vöruþróunin er ótrúleg en því kynnast þeir best sem eru duglegir að ferðast um landið og gefa sér tíma til þess að stoppa við og kaupa vörur beint af bændum eða beint af býli. Vandamálið er hins vegar að það getur verið erfitt að nálgast þessar vörur og fjölmargir hafa ekki fundið lausn á því hvernig þeir geta selt framleiðslu sína hér á höfuðborgarsvæðinu. Eitt er að framleiða, annað er að markaðssetja og dreifa vörunum. Það má kannski segja að þessi staðreynd sé kjarninn á bak við hugmyndina okkar. Við höfum brennandi áhuga á því að færa smáframleiðendur nær neytendum og að kynna smáframleiðendur og þeirra vörur fyrir neytendum,“ útskýrir Jóhanna en í Forðabúrinu, eins og þær kalla það, sem er vottað húsnæði og staðsett við Flatahraun 27 í Hafnarfirði, er kjöraðstaða fyrir framleiðendur til að geyma ferskar vörur ásamt frystivörum. Íslenskt á alla staði Gott og blessað verður lítil kjörbúð á netinu eða bændamarkaður sem verður opinn allt árið. Viðtökurnar hjá framleiðendum hafa verið mjög góðar og hafa Jóhanna og Sveinbjörg ferðast um landið til að reyna að hitta sem flesta. „Önnur okkar er flugfreyja en hin er grafískur hönnuður með reynslu af því að vera smáframleiðandi. Sú reynsla var reyndar ein ástæða þess að við áttuðum okkur á nauðsyn þess að setja á laggirnar fyrirtæki sem ynni náið með smáframleiðendum til þess að tryggja sölu og dreifingu á þeirra vörum. Við byrjuðum við kaffiborðið heima en nú hefur þetta hægt og rólega vaxið og það er í raun ótrúlegt hvað við höfum mætt miklum velvilja. Íslenskt á alla staði er okkar slagorð og það er svo margt sem mælir með því. Með því að velja íslenskar vörur, og þá vörur frá smáframleiðendum, þá erum við að styðja við jákvæða byggðastefnu, við erum að draga úr kolefnisfótsporinu, við erum að tryggja heilbrigði og góða hollustuhætti, við erum að tryggja matvælaöryggi, við erum að tryggja atvinnu í landinu en umfram allt þá erum við að gera lífið svo miklu skemmtilegra,“ segir Sveinbjörg og bætir við: „Við stofnuðum fyrirtækið tvær en höfum nú fengið til liðs við okkur vini og vandamenn með margvíslega þekkingu. Þar má finna matreiðslumeistara, vefsíðuhönnuð, myndasmið, sérfræðing í rafrænni markaðssetningu og sölufulltrúa. Allt frábærir einstaklingar sem hafa sama brennandi áhuga og við á því að kynna þessar frábæru og fjölbreyttu vörur fyrir neytendum. Allir þessir frumkvöðlar úti um allt land sem eru að framleiða þessar frábæru vörur hafa margir engan tíma eða jafnvel þekkingu á að sinna markaðs­ og sölustarfi, hvað þá að byggja upp netsölu sem tryggir örugga og ódýra afhendingu. Þar viljum við taka við. Við störfum með aðilum sem hafa góða reynslu af því að starfrækja netsölu og afhenda vörur. Við erum með góða kæla og frysta þar sem við getum geymt vörur smáframleiðenda og selt síðan eftir þörfum. Þannig getum við fært stærsta markaðssvæðið til smáframleiðenda ef þannig má að orði komast.“ Sjá má nánari upplýsingar um hina nýja kjörbúð undir merkjum hennar á Facebook ásamt vefsíðunni gottogblessað.is um leið og hún fer í loftið. /ehg Fljótlega fer ný vefverslun í loftið undir merkinu Gott og blessað, sem Sveinbjörg Jónsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir og Anna Júlíusdóttir standa að en þeim fannst vanta svæði fyrir íslenska framleiðendur til að selja sínar vörur. Hér má sjá örlítið brot af því sem selt verður í vefversluninni, Geita parmesan-ostur frá Háafelli og nautahakk frá Huldubúð. Loftgæðamælir hefur verið settur upp í Reykholti í Biskupstungum Umhverfisstofnun hefur sett upp loft gæðamæli í Reykholti í Biskups- tungum í Bláskógabyggð. Fyrir um ári síðan ályktaði sveitar­ stjórn að nauðsynlegt væri að koma upp slíkum mæli í sveitarfélaginu en síðustu ár og áratugi hafa loftgæði í sveitarfélaginu verið mjög slæm við vissar aðstæður en engar mælingar hafa verið til staðar. „Í miklu þurrviðri hefur mikið magn jarðefna borist ofan af hálendi og þá sérstaklega af svæðinu í kringum Hagavatn. Því er fagnaðarefni að loftgæðamælir skuli hafa verið settur upp svo hægt sé að fylgjast með loftgæðum og áhrifum þess á heilsu fólks,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Hægt er fylgjast með loftgæðamælinum með því að fara inn á www.loftgaedi.is og leita að Reykholti. /MHH Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun við loftgæðamælinn, sem var nýlega settur upp í Reykholti. Mynd / Bláskógabyggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.