Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202020 Fimm ár eru nú liðin síðan Sveinn A. Sæland í garðyrkjustöðinni Espiflöt og fyrrverandi formað­ ur Sambands garðyrkjubænda vakti athygli á þeim blekkingaleik sem hófst 2011 með sölu raforku­ framleiðenda á Íslandi á uppruna­ vottorðum fyrir hreina raforku sem framleidd var með endurnýj­ anlegum orkugjöfum. Ekkert lát er á sölu á slíkum syndaaflausnum til erlendra fyrirtækja en í staðinn skráir Orkustofnun í sínu bókhaldi þau ósannindi að um síðustu ára­ mót hafi íslensk raforka aðeins verið að 9% hluta framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Sala á slíkum upprunavottorðum frá Íslandi hófst árið 2011. Þá fór skráð hlutfall seldrar raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum úr 99,99% í 89%. Annað var sagt framleitt með jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Neytendur blekktir Í umfjöllun í Bændablaðinu í júlímánuði 2015 var sagt að Íslendingar væru með sölu á slíkum aflátsbréfum að hjálpa erlendum vöruframleiðendum sem notuðu óhreina orku við að blekkja neytendur. Þeir væru látnir halda að fyrirtækin væru að nota hreina orku við sína framleiðslu með því að veifa framan í viðskiptavinina hreinleikavottorðum frá Íslandi þó engin raforka kæmi þaðan. Íslensk orkufyrirtæki, með Lands virkjun í broddi fylkingar, fullyrtu að þessi skilningur væri rangur og einungis væri verið að gera fyrirtækjum kleift að flýta inn leiðingu hreinnar orkufram­ leiðslu í Evrópu. Undir þetta tóku ráðherrar orkumála á Íslandi. Nú hefur belgíska fyrirtækið Bolt, sem sérhæfir sig í endurnýjanlegri orku, staðfest skilning Bændablaðsins og íslenskra garðyrkjubænda á málinu. Það sem meira er að þann 7. ágúst síðastliðinn skilaði Koen Kjartan Van de Putte, fulltrúi fyrirtækis­ ins á Íslandi, eitt þúsund uppruna­ ábyrgðum til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með hvatningu um að Íslendingar hættu að selja upp­ runaábyrgðir. Þessar upprunavottan­ ir samsvara 1.000 megawattstundum af raforku sem ranglega var sögð keypt frá Íslandi. Hættið að selja upprunaábyrgðir! Í yfirlýsingu frá Bolt sem send var út þegar upprunavottorðunum þúsund var skilað segir m.a.: „Hættið að selja upprunaábyrgðir. Þær halda aftur af framleiðslu grænnar orku í Belgíu! Íslendingar vita að allt þeirra rafmagn er grænt. Belgískir neytendur sem kaupa rafmagn tengt grænum íslenskum upprunaábyrgðum telja ranglega að rafmagn þeirra sé líka sannarlega grænt. Staðreyndin er að það er bara hægt að framleiða og nota græna orku einu sinni, rétt eins og maður notar ekki sömu krónuna tvisvar. Þessi tvöfeldni er ekki grænum orkuskiptum í Evrópu til góða,“ segir Pieterjan Verhaeghen, stofnandi og forstjóri Bolt. Síðan segir í yfirlýsingunni: Nota ábyrgðarbréfin til grænþvottar á sölusamningum „Á Íslandi er öll orka framleidd með endurnýjanlegum hætti. Íslenskir orkuframleiðendur fá „upprunaá­ byrgðir“ sem þeir svo selja belgískum framleiðendum óhreinnar orku. Þeir aftur nota ábyrgðarbréfin til græn­ þvottar á sölusamningum sínum. Þannig telja bæði Íslendingar og Belgar að orkan sem þeir nota sé græn. En það er vitanlega ómögulegt, kílóvattsstundin verður bara notuð einu sinni. Hin kílóvattsstundin er óhrein. Umskiptin yfir í græna orku er FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Enn haldið áfram með sölu íslenskra syndaaflausna til mengandi iðnaðar í Evrópu og hrein íslensk orka komin niður í 9%: Belgíska fyrirtækið Bolt segir að verið sé að blekkja neytendur – Hvetur Íslendinga til að hætta þessum viðskiptum sem séu skaðleg grænum orkuskiptum í Evrópu Koen Kjartan Van de Putte, fulltrúi belgíska fyrirtækisins Bolt, skilar Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra 1.000 upprunavottorðum fyrir raforku með hvatningu til Íslendinga um að hætta sölu á slíkum bréfum vegna þess að salan skaði orkuskipti í Evrópu. Mynd / Arnór Birkisson Endurnýjanleg orka 9% Kjarnorka 34% Jarðefnaeldsneyti 57% RAFORKUSALA 2019 SAMSETNING RAFORKU Á ÍSLANDI 2019 HEIMILD: ORKUSTOFNUN Bæ nd ab la ði ð / H Kr . 2 02 0 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 89% 5% 6% 63% 16% 21% 39% 24% 37% 45% 23% 32% 71% 12% 17% 21% 20% 59% 13% 29% 58% 11% 34% 55% 9% 34% 57% Þróun raforkusölu á Íslandi frá 2011 til ársloka 2019 Skipting eftir orkugjöfum - Skráð endurnýjanleg orka hefur farið úr 89% í 9% á tímabilinu Úr tölfræðigögnum Orkustofnunar Bæ nd ab la ði ð / H Kr . 2 02 0 Pieterjan Verhaeghen, stofnandi og forstjóri Bolt í Belgíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.