Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202032 LÍF&STARF Leikur sér við að silkiprenta fjölbreytt og falleg mynstur náttúrunnar Vilborg Ástráðsdóttir, leikskóla­ kennari, myndlistarkona og silki prentari á Skarði í Skeiða­ og Gnúpverjahreppi hannar föt undir merkinu Híalín þar sem hún teiknar mynstur sem inn­ blásin eru úr náttúrunni og silki­ prentar á kjóla, boli, töskur og húfur. Ásamt þessu er hún meðal annars forfallin hestakona, safnar hauskúpum dýra í gríð og erg og skemmtir sér dátt yfir kaffibolla með Þingborgar­vinkonum sínum einu sinni í viku. Vilborg býr á Skarði með manni sínum, Sigurði U. Sigurðssyni verk­ fræðingi, en nú um mundir er hún í leyfi frá leikskólakennslunni og starfar fyrir mann sinn. Þau eiga fjögur börn og eru frístundabændur að hennar sögn, með 60 naut í fjósi í samstarfi við nágrannabónda, 60 hross í haga, fáeinar kindur, hunda og ketti. Fyrir utan myndlistina og silkiprentunina er Vilborg forfall­ in hestaáhugamanneskja og þegar blaðamaður Bændablaðsins leit við til hennar í kaffisopa á dögunum var hún nýkomin úr níu daga hestaferð af Fjallabaki. Ein elsta aðferð prentunar Vilborg var í einkanámi í myndlist til margra ára hjá Katrínu Briem, myndlistarkonu og fyrrverandi skólastjóra við Myndlistaskólann í Reykjavík, og þar kviknaði áhugi hennar á að koma sköpun sinni enn frekar á framfæri. „Þetta var heillangt tímabil og þó að ég hafi ekki fengið formlega gráðu úr þessu þá var þetta mikið nám. Hún á í mér hvert bein og ég væri ekki í þessu í dag án hennar. Ég fékk allt aðra hugsun í gegnum Katrínu, sem lést fyrir nokkrum árum því miður. Við vorum miklar vinkonur og ræddum reglulega um þennan heim. Hún kenndi mér meðal annars að mikilvægt væri að læra formin á hauskúpum og þaðan fæ ég þann söfnunaráhuga, en ég á orðið nokkrar hér í safni sem ég skreyti heimilið með eins og af hreindýri, hrossum, hrútum, tófu, hrafni, fuglum, rottu og músum. Þetta hef ég til skrauts hjá mér en velti líka fyrir mér að fræsa í þær en ég er ekki komin þangað enn þá,“ útskýrir Vilborg. Fyrir nokkrum árum fékk Vilborg bakteríuna fyrir silkiprentun og eftir námskeið hjá Söru Maríu í Forynju varð ekki aftur snúið. Hún hefur því ekki tekið formlegt nám í iðninni en hefur myndlistina í bakgrunni sem kemur sér mjög vel. „Sara er mikill mótunaraðili að mínu silkiprenti því ég lærði allt hjá henni. Silkiprentun er ein elsta aðferð prentunar og má finna ummerki um það frá 9000 fyrir Krist. Nafnið er dregið af því að upprunalega voru notaðir silkiþræðir í netið til að silkiprenta ramma með þéttofnu neti. Í rammann/netið er borin ljósnæm kvoða sem síðan er látin þorna í algjöru myrkri. Því næst er myndin teiknuð á gegnsæjan pappír. Ramminn með ljósnæmu kvoðunni er tekinn úr myrkrinu og lagður ofan á myndina á sérstakt ljósaborð. Á nokkrum mínútum herðist og lokast ljósnæma kvoðan alls staðar annars staðar heldur en þar sem teikningin er. Þá er maður kominn með gat þar sem lit er þrykkt í gegn og þannig verður til mynd.“ Hver og ein flík einstök Í dag rekur Vilborg vinnustofuna Híalín heima hjá sér og selur vörur sínar undir því merki. Þar leggur hún áherslu á listræna nálgun silkiprentsins þar sem það er handunnið frá grunni, allt frá blýanti yfir í tilbúinn silkiprentsramma. Kjólarnir, húfur, töskur og legginssniðið, saumað og silkiprentað. „Ég er hvorki fatahönnuður né klæðskeri og tek það jafnan fram við viðskiptavini mína og aðra en teikna sjálf allar myndir og bý til silkiprentið. Það er síðan viðskiptavinarins að velja úr einföldum klassískum sniðum og móta sinn eigin kjól, það er eiginlega einfaldi parturinn í ferlinu, konur vita alveg hvað fer þeirra vaxtarlagi best en síðan velja þær úr þeim silkiprentsmunstrum sem ég á til þá stundina og velja liti sem ég nota til að silkiprenta munstrið á kjólana þeirra. Það myndi aldrei ganga að fjöldaframleiða þessar vörur því hver kjóll er svo einstakur eða sérmótaður. Konur eru misjafnar, sumar vilja hafa rúnað hálsmál, aðrar v­laga og síðan er einnig mismunandi hvaða lengd þær vilja hafa á ermunum og sídd á kjólunum. Þannig að segja má að hver og ein kona sé að búa til sinn eigin kjól og mótar þannig flíkina fyrir sig. Sumar konur eru mínímalískar í mynstur­ og litavali á meðan aðrar vilja fá sterka og mikla liti á kjólana,“ útskýrir Vilborg og segir jafnframt: „Það er frekar sjaldgæft að ég eigi einhvern lager nema ef vera skyldu stuttermabolir, en það er eitt af því fáa sem ég sauma ekki sjálf heldur kaupi af góðum heildsala. Vörurnar sel ég um allt land en ég auglýsi ekki neitt enda arfa léleg í markaðsmál­ um. Það er nóg að gera í þessu en ég velti því stöðugt fyrir mér hvort ég eigi að gefa enn frekar í eða ekki.“ Reynir að efla sköpunarkraftinn Vilborg er leikskólakennari að mennt og fyrir nokkrum árum fór hún í Hér má sjá Vilborgu Ástráðsdóttur að störfum við silkiprentið þar sem til varð fallegur bolur á nokkrum mínútum en undirbúningsvinnan er töluvert tímafrekari. Filman lýst. Vilborg með bol í hitapressu. Sýnishorn af bolum sem Vilborg hefur unnið og prjónapeysu sem hún vinnur í samstarfi við Katrínu Andrésdóttur undir merkinu Móða. Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Vilborg Ástráðsdóttir, leikskólakennari, myndlistarkona og silkiprentari á Skarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.