Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202012 FRÉTTIR Sigurbjörn Óli Ágústsson, framkvæmdastjóri Einingaverksmiðjunnar ehf., og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, við undirritun samninga um lóð í Ölfusi fyrir félagið. Mynd / Sveitarfélagið Ölfus Einingaverksmiðjan ehf. flytur til Þorlákshafnar – Með henni flytjast 40 til 50 störf frá Reykjavík Einingaverksmiðjan og Sveitar­ félagið Ölfus komust nýlega að samkomulagi um að starfsemi Einingaverksmiðjunnar ehf. flytjist úr Reykjavík í Ölfus. Til þess að það verði mögulegt verður ráðist í byggingu á allt að 4.000 fermetra iðnaðarhúsum, gerð efnissílóa og fleira á Nessandi, nýskipulögðu iðnaðarsvæði í útjaðri Þorlákshafnar. Einingaverksmiðjan hefur í hátt í 30 ár sérhæft sig í fram leiðslu for- steyptra eininga til byggingafram- kvæmda. Hjá fyrirtækinu starfa milli 40 og 50 starfsmenn, sem flytjast nú í Ölfusið. „Við hjá Einingaverksmiðjunni höfum frá upphafi lagt metnað okkar í að veita húsbyggjendum fjárhagslegt svigrúm til að njóta lífsins. Það gerum við meðal annars með því að bjóða gæðavöru á hagstæðu verði. Til þess að það sé hægt þurfum við ætíð að leita að hagkvæmum og heppilegum leiðum til að þróa rekstur okkar. Sú ákvörðun að staðsetja okkur í Ölfusi er tekin með það að leiðarljósi. Hér hefur okkur verið úthlutað lóð sem gerir okkur mögulegt að taka næstu skref með hagsmuni okkar þjónustuþega í huga. Ölfus er að okkar mati ekki eingöngu eitt helsta vaxtarsvæði á landinu með skýra sýn á innviðauppbyggingu heldur er þar skilningur á hagsmunum fyrirtækja eins og okkar. Við höfum fulla trú á komandi samstarfi og stefnum að því að hefja framkvæmdir á næstu dögum,“ segir Sigurbjörn Óli Ágústsson, framkvæmdastjóri Einingaverksmiðjunnar. /MHH Sveitarfélagið Skagafjörður: Sólgarðaskóla breytt í fimm leiguíbúðir Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um stofnframlög til Húsnæðis­ og mannvirkjastofnunar til breytinga á Sólgarðaskóla í Fljótum í fimm leiguíbúðir. Var það gert í kjölfar niðurstöðu starfshóps um framtíð Sólgarðaskóla sem lagði til við byggðarráð að leita eftir samstarfi við stjórnvöld um breytingu á húsnæðinu í hagkvæmt leiguhúsnæði. Sömu áherslur komu sterkt fram á íbúafundi í Ketilási í desember sl. Niðurstaða umsóknar um stofn- framlög er að HMS hefur samþykkt að veita stofnframlag að upphæð ríf- lega 37 milljónir króna. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar stuðningi rík- isvaldsins við uppbyggingu hag- kvæmra leiguíbúða á landsbyggð- inni. /MÞÞ Jón Guðmundsson við eitt af eplatrénu sínu, sem gefur greinilega vel af sér enda fullt af eplum á því. Myndir / einkasafn Jón Guðmundsson, eplabóndi á Akranesi: Reiknar með að fá 50 kíló af eplum í haust af trjánum sínum „Útlitið með uppskeru er almennt gott en hún gæti verið seinni en í góðum árum vegna kuldakaflans í vor en margir eru að fá uppskeru í haust og sumir í fyrsta skipti. Þetta veltur svo líka á veðurfarinu næstu vikurnar en fyrstu aldinin ættu að verða þroskuð um 10.–15. sept­ ember,“ segir Jón Guðmundsson, garðyrkju fræðingur og eplabóndi á Akranesi. Sjálfur segist hann fá nokkur hundruð aldin, eða kannski 30–50 kíló af eplum, sem hann er mjög sáttur við. Jón er með um 70 ávaxta- tré í garðinum, mest af epla trjám, og eru margar uppskerur miklar en hann leyfir hverju tré bara að bera 20–30 epli. „Trén mín eru flest á klipptu súluformi og bera ekki meira en 3 kg hvert tré. Mörg gefa reglulega og góða uppskeru eins og „Melba“, „Close“, „Langballe“ og „Ålingsepli“. „Close“ gefur yfirleitt mest en öll yrki hafa sérheiti,“ segir Jón. Sætsúr epli Jón segir að fjölskyldan sín nýti mest af eplunum sjálf en þau gefa þó alltaf eitthvað til vina og vanda- manna. Hægt er að geyma sum eplin nokkrar vikur og önnur er hægt að þurrka eða vinna eitthvað úr. Eplin eru mjög mismunandi á bragðið og litinn líka, sum alveg gul en önnur rauð en flest þarna mitt á milli hálf rauð og hálf gul. „Já, sum þeirra eru súr en önnur sæt en þau bestu eru þarna mitt á milli, svona sætsúr eins og stundum er sagt,“ segir Jón. Töluverður áhugi á eplarækt Áhugi Jóns á eplarækt kviknaði fyrst þegar hann frétti af gömlum eplatrjám í Reykjavík, sem voru að gefa uppskeru reglu- lega. „Ég byrjaði því að viða að mér upplýsingum og efniviði víða að og prófa mismunandi yrki. Sæmundur Guðmundsson á Hellu var nýfarinn af stað með svipaðar hugmyndir og við höfum átt í samvinnu í gegnum árin. Það er tölverður áhugi á þessari ræktun og margir að spreyta sig en þetta er nokkur þolinmæðisvinna og það tekur tré allt upp í 10 ár að fá fyrstu uppskeru en oft er það líka bara 3–5 ár eftir atvikum, eplarækt gefur fólki mikið þegar vel gengur,“ segir Jón. Nokkur heillaráð Jón var að lokum beðinn að nefna nokkur heillaráð, sem þarf að hafa í huga við eplaræktun. „Já, það þarf að hafa nokk- ur atriði í huga. Í fyrsta lagi þarf að velja sólríkan vaxtarstað fyrir tréð, öðru lagi þar af nota sérvalin yrki fyrir íslenskar aðstæður og í þriðja lagi þarf að hugsa um tréð með tilliti til næringarástands og meindýravarna. Það er of mikið um innflutt tré sem ekki henta hér vel og umhirðan er oft af skorn- um skammti og ef þetta tvennt kemur saman er enginn árang- ur,“ segir Jón, sem sjálfur segist hafa verið að prófa mismunandi yrki í 20 ár. Þar hefur komið í ljós að 10 til 20 þeirra eru að skila árangri í flestum árum og jafnvel köldustu sumrum. „Samhliða því hef ég verið af útvega fólki tré sem eru líkleg og veita fólki ráð eftir bestu getu og eru margir farnir að sjá árangur en aðrir þurfa að bíða eitthvað lengur. Ég er líka með slatta af perum, plómum og kirsuberjum ásamt fleiri spennandi trjám, sem verður gaman að sjá hvað gerist með næstu árin,“ segir Jón. /MHH Eplin eru misjöfn á bragðið, sum súr og önnur sæt, en flest eru þau þarna einhvers staðar á milli, eða súrsæt. Jón er mjög samviskusamur og heldur bókhald á hverju ára yfir uppskeruna og ár- angurinn þar sem fara fram mælingar og mat á gæðum aldina, ásamt skráningu. Betri Bakkafjörður: Níu styrkir til fjölbreyttra verkefna Styrkjum úr verkefninu Betri Bakkafjörður vegna ársins 2020 hefur verið úthlutað. Alls voru veittir níu styrkir að þessu sinni, samtals 13,5 milljónir króna. Styrkir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir, en það miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins. Verkefnin eru fjölbreytt og snúa m.a. að uppbyggingu og endurreisn atvinnufyrirtækja, framleiðslu á matjurtum og markaðsátak fyrir Bakkafjörð, fornleifarannsóknir og endurbætur á eldra húsi. Bragginn fékk stærsta styrkinn Stærsta styrknum að þessu sinni var úthlutað til uppbyggingar á Bragganum, sem stendur á tanganum ofan við gömlu höfnina. Þar er gert ráð fyrir fjölbreyttri listastarfsemi, auk þess verður íbúð í húsnæðinu sem getur hýst listamenn sem dvelja tímabundið á Bakkafirði. Bjargið ehf., fiskvinnsla fékk eina milljón króna í styrk vegna endurbóta á starfsmannarými og 2 milljónir vegna endurbóta á vinnsluhúsnæði. Bakkafiskur fékk 5 milljónir króna vegna verkefnis sem nefnist Bragginn menningarhús. Baldur Öxndal Halldórsson fékk styrki að upphæð ein milljón vegna endurbóta á Halldórshúsi sem byggt var árið 1906. Langanesbyggð fékk 650 þúsund krónur vegna endurbóta á tjaldstæði á Bakkafirði og Þórir Örn Jónsson fékk 1,5 milljónir króna vegna markaðsátaks Bakkafjarðar. Malgorzata Bluszko fékk 550 þúsund vegna ræktunar matjurta til endursölu og N4 fékk 1,5 milljónir vegna verkefnis sem nefnist Uppskrift að góðum degi á Bakkafirði. Loks fékk Fornleifastofnun 370 þúsund krónur vegna verkefnis sem tengist fornminjum við Skeggjastaði. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.